Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júlí 2025 12:00 Halla Bergþóra Björnsdóttir er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það varhugaverða þróun ef einstaka hópar telja sig hafa umboð til þess að ganga í störf lögreglu. Afbrotafræðingur segir fréttir af stofnun hóps sem kennir sig við Skjöld Íslands sýna að útlendingaandúð fari vaxandi á Íslandi, slíkt geti aldrei endað vel. Greint var frá því í gær að hópur karlmanna sem sumir eiga að baki þunga dóma fyrir ofbeldi hafi tekið sig saman og stofnað samtökin Skjöld Íslands. Þeir segjast vera komnir með nóg af andvaraleysi stjórnvalda vegna hælisleitendamála og leigubílamarkaðarins og hefur mynd af mönnunum í miðbæ Reykjavíkur merktum Skildi Íslands og járnkrossi vakið athygli á samfélagsmiðlum. Lögregla segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að um varhugaverða þróun sé að ræða. Það geti endað með ósköpum þegar hópar gangi í störf lögreglu, eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru lögbroti. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir stofnun hópsins sýna að útlendingaandúð hafi aukist. „Og þetta er eitthvað sem við hefðum búist við að myndi gerast. Af því að hér hefur orðið mjög hraður vöxtur innflytjenda á síðustu árum og hraður vöxtur hælisleitenda, þannig íslenskt samfélag hefur breyst mikið á stuttum tíma og þetta er mynstur sem við þekkjum frá öðrum löndum.“ Margrét Valdimarsdóttir er sammála áliti lögreglunnar um að athæfi Skjaldar Íslands geti endað með ósköpum.Vísir Hún segist ekki eiga von á því að hópurinn muni veita mörgum öryggistilfinningu í miðbæ Reykjavíkur. Á sama tíma séu áhyggjur af auknu ofbeldi hér á landi skiljanlegar. „En þá er samt mikilvægt að átta sig á því að í raun og veru er besta leiðin til að draga úr ofbeldi í íslensku samfélagi að til dæmis bara auka fjármagn í menntakerfið, geðheilbrigðismál, í löggæslu. Af því að kynferðisbrot eða annað ofbeldi hafa verið hluti af okkar samfélagi alltaf og löngu áður en hælisleitendum eða múslímum fór að fjölga hér.“ Fólki sé frjálst að mótmæla stefnu stjórnvalda í útlendingamálum eða löggæslumálum en athæfi Skjaldar sé ekki til þess fallið að auka öryggi fólks. „En ég held að þetta sé eitthvað dæmi sem sé ekki að fara að enda vel.“ Lögreglumál Innflytjendamál Leigubílar Tengdar fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Baráttukonur fyrir réttindum minnihlutahópa eru þungt hugsi yfir hópi karlmanna sem ætli að standa vörð um framtíð Íslands. Þær óttast frekar um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur vitandi af dæmdum ofbeldismönnum á vappi um göturnar sem segist ætla að vernda fólk. 21. júlí 2025 16:56 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Greint var frá því í gær að hópur karlmanna sem sumir eiga að baki þunga dóma fyrir ofbeldi hafi tekið sig saman og stofnað samtökin Skjöld Íslands. Þeir segjast vera komnir með nóg af andvaraleysi stjórnvalda vegna hælisleitendamála og leigubílamarkaðarins og hefur mynd af mönnunum í miðbæ Reykjavíkur merktum Skildi Íslands og járnkrossi vakið athygli á samfélagsmiðlum. Lögregla segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að um varhugaverða þróun sé að ræða. Það geti endað með ósköpum þegar hópar gangi í störf lögreglu, eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru lögbroti. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir stofnun hópsins sýna að útlendingaandúð hafi aukist. „Og þetta er eitthvað sem við hefðum búist við að myndi gerast. Af því að hér hefur orðið mjög hraður vöxtur innflytjenda á síðustu árum og hraður vöxtur hælisleitenda, þannig íslenskt samfélag hefur breyst mikið á stuttum tíma og þetta er mynstur sem við þekkjum frá öðrum löndum.“ Margrét Valdimarsdóttir er sammála áliti lögreglunnar um að athæfi Skjaldar Íslands geti endað með ósköpum.Vísir Hún segist ekki eiga von á því að hópurinn muni veita mörgum öryggistilfinningu í miðbæ Reykjavíkur. Á sama tíma séu áhyggjur af auknu ofbeldi hér á landi skiljanlegar. „En þá er samt mikilvægt að átta sig á því að í raun og veru er besta leiðin til að draga úr ofbeldi í íslensku samfélagi að til dæmis bara auka fjármagn í menntakerfið, geðheilbrigðismál, í löggæslu. Af því að kynferðisbrot eða annað ofbeldi hafa verið hluti af okkar samfélagi alltaf og löngu áður en hælisleitendum eða múslímum fór að fjölga hér.“ Fólki sé frjálst að mótmæla stefnu stjórnvalda í útlendingamálum eða löggæslumálum en athæfi Skjaldar sé ekki til þess fallið að auka öryggi fólks. „En ég held að þetta sé eitthvað dæmi sem sé ekki að fara að enda vel.“
Lögreglumál Innflytjendamál Leigubílar Tengdar fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Baráttukonur fyrir réttindum minnihlutahópa eru þungt hugsi yfir hópi karlmanna sem ætli að standa vörð um framtíð Íslands. Þær óttast frekar um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur vitandi af dæmdum ofbeldismönnum á vappi um göturnar sem segist ætla að vernda fólk. 21. júlí 2025 16:56 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Baráttukonur fyrir réttindum minnihlutahópa eru þungt hugsi yfir hópi karlmanna sem ætli að standa vörð um framtíð Íslands. Þær óttast frekar um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur vitandi af dæmdum ofbeldismönnum á vappi um göturnar sem segist ætla að vernda fólk. 21. júlí 2025 16:56