Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júlí 2025 15:55 Rauði bíll ferðamannsins á leiðinni í veg fyrir bíl mæðgnanna. Í baksýnismyndavélinni sést flutningabíll á mikill ferð. Sem betur fer varð ekki árekstur. Bifvélavirkjameistari í Þorlákshöfn þakkar sínum sæla fyrir að hann sjálfur, eiginkona og níu mánaða barn séu ekki stórslösuð og hreinlega enn á lífi. Mæðgurnar voru nærri heimaslóðum þar sem ferðamaður ók skyndilega í veg fyrir þær. Nokkrum vikum fyrr var eiginmaðurinn á fleygiferð á Hringveginum þegar sendiferðabíll blasti allt í einu við á röngum vegarhelmingi. Bæði atvikin eru til á upptöku. Mæðgurnar Sóley og Jóhanna níu mánaða voru á ferðinni síðastliðinn föstudag á Þrengslaveg og nálguðust Þorlákshafnarveg til Hveragerðis. Sóley stefndi í átt að þrengslum og ferðamaður að koma úr áttinni frá Hveragerði. Eins og sjá má á myndbandinu að neðan mátti afar litlu muna að alvarlegt slys yrði þegar ferðamaðurinn virti ekki skyldu til að stöðva heldur ók í veg fyrir þær. „Þau voru heppinn að hann olli ekki stórslysi enda hraðinn töluverður,“ segir Sævar Örn Eiríksson, eiginmaður Sóleyjar og faðir Jóhönnu, í færslu á Facebook sem fengið hefur 65 þúsund áhorf þegar þetta er skrifað. Mæðgurnar voru á 82 kílómetra hraða. Sævar Örn segir í samtali við fréttastofu telja líklegt að bílstjórinn hafi verið að horfa eitthvað allt annað en á veginn. Hann hrósar konu sinni fyrir viðbrögðin. „Sóley bregst algjörlega rétt við eins og hægt er, sveigir frá eins og mögulegt er þó bílar komi á móti, bremsar og flautar,“ segir Sævar. Á eftir henni ók flutningabíll, eins og sést líka í myndbanidnu, sem náði naumlega að stöðva áður en hann lenti á bíl ferðamannsins. „Ótrúleg lukka að þarna hafi ekki orðið mikið slys,“ segir Sævar. Hann hefur verið fastagestur á vegum landsins frá árinu 2008 og aldrei vitað annað eins. „Túristinn var mjög heppinn að ég var ekki með í för, því hann stöðvaði og ræddi við Sóley, og kunni engar skýringar á atferðinu aðrar en að honum hafi fundist Sóley hægja ferðina og talið öruggt að skjótast yfir, þá vill svo til að á þessum gatnamótum, og öðrum á þessari leið er skilyrðislaus stöðvunarskylda, einmitt af ofangreindum ástæðum,“ segir Sævar Örn. „Þó ég sé ekki ofbeldishneigður þá er ég viss um það að ég hefði hrifsað lyklana af manninum og fleygt þeim eins og ég gæti út í hraunið, og látið hann hugsa sinn gang meðan hann leitaði þeirra.“ Sævar Örn segir mæðgurnar njóta lífsins á Tenerife í augnablikinu og jafna sig á atvikinu. Hann var sjálfur hætt kominn á Hringveginum nærri Laugabakka í maí þegar sendiferðabíll birtist allt í einu á móti honum á röngum vegahelmingi. Eins og sjá má á myndbandinu að neðan var hann á kringum 90 kílómetra hraða. Sævar vekur athygli á því að ökumaður sendiferðabílsins var með auka baksýnisspegla en ætti kannski að leggja áherslu á að horfa ekki síður fram á veginn. Sævar Örn telur mikilvægt að hafa myndavélar í bílum og birta atvik sem þessi til að minna fólk á ábyrgð þess í umferðinni. Hann hefur verið fastagestur undir stýri á vegum landsins frá árinu 2008 en segist aldrei hafa lent í öðru eins og þeim uppákomum sem drifið hafa á fjölskylduna undanfarna tvo mánuði. Umferð Ferðaþjónusta Lögreglumál Samgönguslys Ölfus Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Mæðgurnar Sóley og Jóhanna níu mánaða voru á ferðinni síðastliðinn föstudag á Þrengslaveg og nálguðust Þorlákshafnarveg til Hveragerðis. Sóley stefndi í átt að þrengslum og ferðamaður að koma úr áttinni frá Hveragerði. Eins og sjá má á myndbandinu að neðan mátti afar litlu muna að alvarlegt slys yrði þegar ferðamaðurinn virti ekki skyldu til að stöðva heldur ók í veg fyrir þær. „Þau voru heppinn að hann olli ekki stórslysi enda hraðinn töluverður,“ segir Sævar Örn Eiríksson, eiginmaður Sóleyjar og faðir Jóhönnu, í færslu á Facebook sem fengið hefur 65 þúsund áhorf þegar þetta er skrifað. Mæðgurnar voru á 82 kílómetra hraða. Sævar Örn segir í samtali við fréttastofu telja líklegt að bílstjórinn hafi verið að horfa eitthvað allt annað en á veginn. Hann hrósar konu sinni fyrir viðbrögðin. „Sóley bregst algjörlega rétt við eins og hægt er, sveigir frá eins og mögulegt er þó bílar komi á móti, bremsar og flautar,“ segir Sævar. Á eftir henni ók flutningabíll, eins og sést líka í myndbanidnu, sem náði naumlega að stöðva áður en hann lenti á bíl ferðamannsins. „Ótrúleg lukka að þarna hafi ekki orðið mikið slys,“ segir Sævar. Hann hefur verið fastagestur á vegum landsins frá árinu 2008 og aldrei vitað annað eins. „Túristinn var mjög heppinn að ég var ekki með í för, því hann stöðvaði og ræddi við Sóley, og kunni engar skýringar á atferðinu aðrar en að honum hafi fundist Sóley hægja ferðina og talið öruggt að skjótast yfir, þá vill svo til að á þessum gatnamótum, og öðrum á þessari leið er skilyrðislaus stöðvunarskylda, einmitt af ofangreindum ástæðum,“ segir Sævar Örn. „Þó ég sé ekki ofbeldishneigður þá er ég viss um það að ég hefði hrifsað lyklana af manninum og fleygt þeim eins og ég gæti út í hraunið, og látið hann hugsa sinn gang meðan hann leitaði þeirra.“ Sævar Örn segir mæðgurnar njóta lífsins á Tenerife í augnablikinu og jafna sig á atvikinu. Hann var sjálfur hætt kominn á Hringveginum nærri Laugabakka í maí þegar sendiferðabíll birtist allt í einu á móti honum á röngum vegahelmingi. Eins og sjá má á myndbandinu að neðan var hann á kringum 90 kílómetra hraða. Sævar vekur athygli á því að ökumaður sendiferðabílsins var með auka baksýnisspegla en ætti kannski að leggja áherslu á að horfa ekki síður fram á veginn. Sævar Örn telur mikilvægt að hafa myndavélar í bílum og birta atvik sem þessi til að minna fólk á ábyrgð þess í umferðinni. Hann hefur verið fastagestur undir stýri á vegum landsins frá árinu 2008 en segist aldrei hafa lent í öðru eins og þeim uppákomum sem drifið hafa á fjölskylduna undanfarna tvo mánuði.
Umferð Ferðaþjónusta Lögreglumál Samgönguslys Ölfus Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira