Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Agnar Már Másson skrifar 24. júlí 2025 11:43 Frá ferjubryggjunni við Flatey. Mynd úr safni. Sýn/Sigurjón Ábúendur í Flatey lýsa áhyggjum af fyrirhugaðri stækkun Hótels Flateyjar sem hefur óskað eftir að breytingar verði gerðar á deiliskipulagi á friðlýstu landi. „Ég vil alls ekki sjá þetta,“ segir Hafsteinn Guðmundsson, bóndi og einn örfárra ábúenda í eynni, í samtali við Vísi, spurður út í álit sitt á því að Hótel Flatey hafi óskað eftir því við Reykhólahrepp að breyta deiliskipulagi á eynni svo hótelið gæti stækkað við sig. Hafsteinn lýsir áhyggjum af því að forsvarsmenn hótelsins vilji byggja tvö gistihús inni í gamla þorpinu sem var árið 2019 staðfest af menningarmálaráðherra sem verndarsvæði í byggð. Bóndinn segir aðra ábúendur og fólk með tengingar við eyna leggjast alfarið gegn breytingunum. Í byrjun júlí greindi mbl.is frá því að hótelið hefði óskað eftir breytingum á deiliskipulagi og að lóðin yrði stækkuð um 550 fermetra. Frá Flatey á Breiðafirði.Vísi/Sigurjón „Þessar friðlýsingar eru bara gerðar til þess að sýnast,“ segir Hafsteinn. „Það er sama hvaða friðlýsing það er. Ef einhverjum dettur eitthvað í hug og pólitíkin leyfir, þá er þeim breytt líka.“ Hafsteini þykir einnig skjóta skökku við að hótelið vilji byggja rétt upp við sjóinn. „Og þar er ekki tekið mikið mark á því sem fræðimenn kalla hækkun sjávar,“ bætir hann við. Forsvarsmenn hótelsins vilja nefnilega líka byggja nýja flotbryggju í víkinni Þýskuvör, upp við hótelið, og sú yrði í einkaeigu. Reykhólahreppur á enn eftir að afgreiða umsóknina frá Hótel Flatey og liggur málið enn hjá skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins sem var 11. júní falið að kynna lýsinguna samkvæmt skipulagslögum. Til stendur að halda íbúafund í eynni vegna málsins eftir verslunarmannahelgi, að sögn Hafsteins. Hótel Flatey er í eigu Þórarinns Arnar Sævarssonar og Gunnars Sverris Harðarsonar, sem eiga hvor sinn þriðjungshlut í fasteignasölunni Remax. Hótelið er með gistirými fyrir allt að 30 manns og sækir hana nokkur fjöldi ferðamanna á ári. Skemmtiferðaskip að eynni og ferja ferðamenn með bátum að ströndum hennar. Samkvæmt nýjasta ársreikningi tapaði hótelið 45 milljóna króna fyrir skatt árið 2024, þar sem tekjur af sölu voru helmingi minni en árið áður, en árið 2023 skilaði hótelið tæplega sjö milljóna króna tapi fyrir skatt. Eigið fé félagsins nam 3.168 milljónum króna í árslok 2024. Flatey Reykhólahreppur Ferðaþjónusta Ferðalög Hótel á Íslandi Veitingastaðir Landbúnaður Skipulag Tengdar fréttir Búið að selja Hótel Flatey á Breiðafirði Minjavernd hefur selt Hótel Flatey á Breiðafirði til nýrra aðila. Bæði er um að ræða rekstur og húsakost en til stendur að halda áfram gistirekstri og ferðaþjónustu á svæðinu. 3. mars 2022 09:44 Hótel Flatey á Breiðafirði komið á sölu Rekstur og húsakostur Hótel Flatey á Breiðafirði er nú til sölu, alls 678,3 fermetrar. 17. desember 2021 13:03 Lundinn finnur griðland í Flatey á Skjálfanda Lundinn virðist vera búinn að finna sér griðland norður í Flatey á Skjálfandaflóa, samkvæmt rannsóknum Náttúrustofu Norðausturlands. 26. september 2007 12:45 Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri, sem áformað er að hefji áætlunarsiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar í næstu viku. Ferjan fór í reynslusiglingu síðdegis eftir endurbætur í Hafnarfirði. 9. nóvember 2023 21:48 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Framsóknarmenn velja sér ritara Innlent Fleiri fréttir Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Sjá meira
„Ég vil alls ekki sjá þetta,“ segir Hafsteinn Guðmundsson, bóndi og einn örfárra ábúenda í eynni, í samtali við Vísi, spurður út í álit sitt á því að Hótel Flatey hafi óskað eftir því við Reykhólahrepp að breyta deiliskipulagi á eynni svo hótelið gæti stækkað við sig. Hafsteinn lýsir áhyggjum af því að forsvarsmenn hótelsins vilji byggja tvö gistihús inni í gamla þorpinu sem var árið 2019 staðfest af menningarmálaráðherra sem verndarsvæði í byggð. Bóndinn segir aðra ábúendur og fólk með tengingar við eyna leggjast alfarið gegn breytingunum. Í byrjun júlí greindi mbl.is frá því að hótelið hefði óskað eftir breytingum á deiliskipulagi og að lóðin yrði stækkuð um 550 fermetra. Frá Flatey á Breiðafirði.Vísi/Sigurjón „Þessar friðlýsingar eru bara gerðar til þess að sýnast,“ segir Hafsteinn. „Það er sama hvaða friðlýsing það er. Ef einhverjum dettur eitthvað í hug og pólitíkin leyfir, þá er þeim breytt líka.“ Hafsteini þykir einnig skjóta skökku við að hótelið vilji byggja rétt upp við sjóinn. „Og þar er ekki tekið mikið mark á því sem fræðimenn kalla hækkun sjávar,“ bætir hann við. Forsvarsmenn hótelsins vilja nefnilega líka byggja nýja flotbryggju í víkinni Þýskuvör, upp við hótelið, og sú yrði í einkaeigu. Reykhólahreppur á enn eftir að afgreiða umsóknina frá Hótel Flatey og liggur málið enn hjá skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins sem var 11. júní falið að kynna lýsinguna samkvæmt skipulagslögum. Til stendur að halda íbúafund í eynni vegna málsins eftir verslunarmannahelgi, að sögn Hafsteins. Hótel Flatey er í eigu Þórarinns Arnar Sævarssonar og Gunnars Sverris Harðarsonar, sem eiga hvor sinn þriðjungshlut í fasteignasölunni Remax. Hótelið er með gistirými fyrir allt að 30 manns og sækir hana nokkur fjöldi ferðamanna á ári. Skemmtiferðaskip að eynni og ferja ferðamenn með bátum að ströndum hennar. Samkvæmt nýjasta ársreikningi tapaði hótelið 45 milljóna króna fyrir skatt árið 2024, þar sem tekjur af sölu voru helmingi minni en árið áður, en árið 2023 skilaði hótelið tæplega sjö milljóna króna tapi fyrir skatt. Eigið fé félagsins nam 3.168 milljónum króna í árslok 2024.
Flatey Reykhólahreppur Ferðaþjónusta Ferðalög Hótel á Íslandi Veitingastaðir Landbúnaður Skipulag Tengdar fréttir Búið að selja Hótel Flatey á Breiðafirði Minjavernd hefur selt Hótel Flatey á Breiðafirði til nýrra aðila. Bæði er um að ræða rekstur og húsakost en til stendur að halda áfram gistirekstri og ferðaþjónustu á svæðinu. 3. mars 2022 09:44 Hótel Flatey á Breiðafirði komið á sölu Rekstur og húsakostur Hótel Flatey á Breiðafirði er nú til sölu, alls 678,3 fermetrar. 17. desember 2021 13:03 Lundinn finnur griðland í Flatey á Skjálfanda Lundinn virðist vera búinn að finna sér griðland norður í Flatey á Skjálfandaflóa, samkvæmt rannsóknum Náttúrustofu Norðausturlands. 26. september 2007 12:45 Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri, sem áformað er að hefji áætlunarsiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar í næstu viku. Ferjan fór í reynslusiglingu síðdegis eftir endurbætur í Hafnarfirði. 9. nóvember 2023 21:48 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Framsóknarmenn velja sér ritara Innlent Fleiri fréttir Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Sjá meira
Búið að selja Hótel Flatey á Breiðafirði Minjavernd hefur selt Hótel Flatey á Breiðafirði til nýrra aðila. Bæði er um að ræða rekstur og húsakost en til stendur að halda áfram gistirekstri og ferðaþjónustu á svæðinu. 3. mars 2022 09:44
Hótel Flatey á Breiðafirði komið á sölu Rekstur og húsakostur Hótel Flatey á Breiðafirði er nú til sölu, alls 678,3 fermetrar. 17. desember 2021 13:03
Lundinn finnur griðland í Flatey á Skjálfanda Lundinn virðist vera búinn að finna sér griðland norður í Flatey á Skjálfandaflóa, samkvæmt rannsóknum Náttúrustofu Norðausturlands. 26. september 2007 12:45
Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri, sem áformað er að hefji áætlunarsiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar í næstu viku. Ferjan fór í reynslusiglingu síðdegis eftir endurbætur í Hafnarfirði. 9. nóvember 2023 21:48