„Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. júlí 2025 23:55 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Miðflokksins situr í utanríkismálanefnd. Vísir/Ívar Fannar/Getty Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, segir að áform ESB um nýja tolla gagnvart Íslandi og Noregi muni hafa gríðarleg áhrif á þarlendan iðnað. Þá hafi ekki verið minnst einu orði á fyrirætlanir Evrópusambandins á fundi utanríkismálanefndar í síðustu viku. Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnbeldni og kísiljárn frá Íslandi og öðrum EES-ríkjum eins og Noregi. Evrópusambandið tilkynnti EES-ríkjunum þetta í vikunni. Skrifstofustjóri hjá utanríkisráðuneytinu segir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin um þetta af hálfu Evrópusambandsins og Ísland muni áfram eiga í samtali við ESB. Framkvæmdastjórn ESB hafi hafið rannsókn í desember síðastliðnum til að kanna hvort ástæða væri til að grípa til verndarráðstafana vegna innflutnings á járnblendi og kísil. Hið manngerða ESB óveður Sigmundur Davíð segir í færslu á samfélagsmiðlum að rigning pirri hann ekki, en hið „manngerða ESB óveður sem við höfum þurft að þola þetta sumarið“ geri það. Segir hann að fundur utanríkismálanefndar í kjölfar heimsóknar Ursulu von der layen hafi verið undarlegasti nefndarfundur sem hann hefur setið. „Aðalatriðið virtist vera að segja að hin steindauða umsókn Íslands um ESB-aðild væri enn lifandi þvert á það sem komið hefur fram hjá Evrópusambandinu síðastliðinn áratug.“ „Fullyrt var að ESB hafi allt í einu komist að þeirri þversagnakenndu niðurstöðu að þrátt fyrir að Ísland væri sannarlega ekki umsóknarríki væri Ísland samt enn með virka umsókn.“ Þá segir Sigmundur að á fundinum hafi utanríkisráðherra lagt áherslu á hversu vel ríkisstjórnin og ráðuneytið stæðu sig í hagsmunagæslu gagnvart ESB. „Ekki var minnst einu orði á áform ESB um nýja tolla gagnvart Íslandi og Noregi sem munu hafa gríðarleg áhrif á iðnað í þessum löndum (það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnframleiðslu).“ „Í Noregi er hin þó ESB-sinnaða ríkisstjórn fjúkandi ill yfir þessu. Sú íslenska lítur þó væntanlega svo á að best sé að styggja ekki ESB heldur þiggja höggin athugasemdalaust svo pótintátar þar haldi áfram að segja það sem þarf til að plata Íslendinga inn í sambandið,“ segir Sigmundur. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafði svipaða sögu að segja í viðtali við Morgunblaðið, þar sem hún sagði skrýtið að lesa um jafn stórt mál og þetta tollamál í norskum fjölmiðlum. Engar upplýsingar hafi fengist um málið frá stjórnvöldum, sem hafi komið á óvart þar sem fundað hafi verið í vikunni með utanríkisráðherra. Evrópusambandið EES-samningurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram beiðni til utanríkisráðuneytisins um skrifleg svör við ýmsum atriðum er varða samskipti Íslands við ESB og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður. Spurt er um það hvaða lagaheimild hafi verið að baki samningi atvinnuvegaráðherra við ESB um aukið samstarf í sjávarútvegsmálum og hvort frekari samningar séu í undirbúningi. 21. júlí 2025 14:02 „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Boðað hefur verið til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis á mánudaginn eftir ósk stjórnarandstöðunnar þar um. Formaður Miðflokksins telur fundinn leikrit og segir allar aðgerðir ráðamanna snúast um að troða Íslandi inn í ESB. 19. júlí 2025 19:17 Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra furðar sig á ummælum meðlima stjórnarandstöðunnar um að heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í síðustu viku hafi verið liður í því að láta þjóðina ganga inn í Evrópusambandið. 21. júlí 2025 20:06 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnbeldni og kísiljárn frá Íslandi og öðrum EES-ríkjum eins og Noregi. Evrópusambandið tilkynnti EES-ríkjunum þetta í vikunni. Skrifstofustjóri hjá utanríkisráðuneytinu segir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin um þetta af hálfu Evrópusambandsins og Ísland muni áfram eiga í samtali við ESB. Framkvæmdastjórn ESB hafi hafið rannsókn í desember síðastliðnum til að kanna hvort ástæða væri til að grípa til verndarráðstafana vegna innflutnings á járnblendi og kísil. Hið manngerða ESB óveður Sigmundur Davíð segir í færslu á samfélagsmiðlum að rigning pirri hann ekki, en hið „manngerða ESB óveður sem við höfum þurft að þola þetta sumarið“ geri það. Segir hann að fundur utanríkismálanefndar í kjölfar heimsóknar Ursulu von der layen hafi verið undarlegasti nefndarfundur sem hann hefur setið. „Aðalatriðið virtist vera að segja að hin steindauða umsókn Íslands um ESB-aðild væri enn lifandi þvert á það sem komið hefur fram hjá Evrópusambandinu síðastliðinn áratug.“ „Fullyrt var að ESB hafi allt í einu komist að þeirri þversagnakenndu niðurstöðu að þrátt fyrir að Ísland væri sannarlega ekki umsóknarríki væri Ísland samt enn með virka umsókn.“ Þá segir Sigmundur að á fundinum hafi utanríkisráðherra lagt áherslu á hversu vel ríkisstjórnin og ráðuneytið stæðu sig í hagsmunagæslu gagnvart ESB. „Ekki var minnst einu orði á áform ESB um nýja tolla gagnvart Íslandi og Noregi sem munu hafa gríðarleg áhrif á iðnað í þessum löndum (það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnframleiðslu).“ „Í Noregi er hin þó ESB-sinnaða ríkisstjórn fjúkandi ill yfir þessu. Sú íslenska lítur þó væntanlega svo á að best sé að styggja ekki ESB heldur þiggja höggin athugasemdalaust svo pótintátar þar haldi áfram að segja það sem þarf til að plata Íslendinga inn í sambandið,“ segir Sigmundur. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafði svipaða sögu að segja í viðtali við Morgunblaðið, þar sem hún sagði skrýtið að lesa um jafn stórt mál og þetta tollamál í norskum fjölmiðlum. Engar upplýsingar hafi fengist um málið frá stjórnvöldum, sem hafi komið á óvart þar sem fundað hafi verið í vikunni með utanríkisráðherra.
Evrópusambandið EES-samningurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram beiðni til utanríkisráðuneytisins um skrifleg svör við ýmsum atriðum er varða samskipti Íslands við ESB og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður. Spurt er um það hvaða lagaheimild hafi verið að baki samningi atvinnuvegaráðherra við ESB um aukið samstarf í sjávarútvegsmálum og hvort frekari samningar séu í undirbúningi. 21. júlí 2025 14:02 „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Boðað hefur verið til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis á mánudaginn eftir ósk stjórnarandstöðunnar þar um. Formaður Miðflokksins telur fundinn leikrit og segir allar aðgerðir ráðamanna snúast um að troða Íslandi inn í ESB. 19. júlí 2025 19:17 Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra furðar sig á ummælum meðlima stjórnarandstöðunnar um að heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í síðustu viku hafi verið liður í því að láta þjóðina ganga inn í Evrópusambandið. 21. júlí 2025 20:06 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram beiðni til utanríkisráðuneytisins um skrifleg svör við ýmsum atriðum er varða samskipti Íslands við ESB og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður. Spurt er um það hvaða lagaheimild hafi verið að baki samningi atvinnuvegaráðherra við ESB um aukið samstarf í sjávarútvegsmálum og hvort frekari samningar séu í undirbúningi. 21. júlí 2025 14:02
„Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Boðað hefur verið til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis á mánudaginn eftir ósk stjórnarandstöðunnar þar um. Formaður Miðflokksins telur fundinn leikrit og segir allar aðgerðir ráðamanna snúast um að troða Íslandi inn í ESB. 19. júlí 2025 19:17
Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra furðar sig á ummælum meðlima stjórnarandstöðunnar um að heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í síðustu viku hafi verið liður í því að láta þjóðina ganga inn í Evrópusambandið. 21. júlí 2025 20:06