Innherji

Míla gerir aðra at­lögu að því að kaupa ljós­leiðarafélag í Vest­manna­eyjum

Hörður Ægisson skrifar
Erik Figueras Torras, forstjóri Mílu. Eftir kaup Ardian hefur komið fram að fyrirtækið ætli að flýta uppbyggingu á 5G-tengingum um allt land og eins lagningu ljósleiðara til íslenskra heimila, en nokkuð hefur vantað upp á slíkar tengingar á mörgum dreifbýlisstöðum.
Erik Figueras Torras, forstjóri Mílu. Eftir kaup Ardian hefur komið fram að fyrirtækið ætli að flýta uppbyggingu á 5G-tengingum um allt land og eins lagningu ljósleiðara til íslenskra heimila, en nokkuð hefur vantað upp á slíkar tengingar á mörgum dreifbýlisstöðum.

Stjórn Eyglóar, eignarhaldsfélag um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum, hefur fallist á nýtt kauptilboð Mílu í fjarskiptainnviði fyrirtækisins en fyrr á árinu var samruni félaganna afturkallaðar vegna „mikillar mótspyrnu“ sem viðskiptin mættu í umsögnum til Samkeppniseftirlitsins, sérstaklega frá Ljósleiðaranum og Fjarskiptastofu. Ljósleiðarinn skilaði hins vegar ekki tilboði í innviði Eyglóar þegar þeir voru auglýstir til sölu fyrir skömmu.


Tengdar fréttir

Ardian: Auð­veldara að fjár­festa á Ís­landi ef sam­keppnis­lög­in eru eins og í Evrópu

Fjárfestingarstjóri hjá Ardian, sem stóð að stærstu erlendu fjárfestingunni hér á landi í meira en áratug með kaupunum á Mílu í lok síðasta árs, segir að fyrir erlenda langtímafjárfesta sé mikilvægt að þeir upplifi það að vera meðhöndlaðir af hálfu stjórnvalda með sama hætti og innlendir fjárfestar. Afar erfitt sé hins vegar að eiga við þá áhættu sem tengist vaxtastiginu og flökti í gengi krónunnar.

Ekki hlutverk eftirlitsins að vernda Ljósleiðarann, segir Ardian

Franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian og Síminn telja ljóst af umsögn Ljósleiðarans um söluna á Mílu að innviðafyrirtækið, sem er í opinberri eigu, vilji atbeina Samkeppniseftirlitsins til þess að takmarka samkeppni og verja „markaðsráðandi stöðu sína“. Þetta kemur ítrekað fram í athugasemdum fyrirtækjanna tveggja um umsögn Ljósleiðarans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×