Lífið

Ragga Holm og Elma giftu sig

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Ragnhildur Jónasdóttir, aka Ragga Holm, og Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir giftu sig í gær. Fyrir miðju er sonur þeirra Bjarki Bergþór.
Ragnhildur Jónasdóttir, aka Ragga Holm, og Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir giftu sig í gær. Fyrir miðju er sonur þeirra Bjarki Bergþór. Instagram

Tónlistarkonan og plötusnúðurinn Ragnhildur Jónasdóttir og kærasta hennar Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir giftu sig í gær.

Parið greinir frá þessu í sameiginlegri færslu á Instagram fyrr í dag, undir yfirskriftinni „Ekki lengur kærustupar 💍“ og rita dagsetningu gærdagsins með.

Með færslunni birta þær myndir af sér að því er virðist fyrir utan sýslumannsembættið í Kópavogi og á einni þeirra halda þær saman á hjúskaparvottorði þaðan.

Hjónin eignuðust saman dreng í október síðastliðnum sem fékk svo nafnið Bjarki Bergþór í febrúar.


Tengdar fréttir

Ragga Holm og Elma trúlofaðar

Reykjavíkurdóttirin og útvarpskonan Ragga Holm og Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir eru trúlofaðar. Frá þessu greinir Ragga í afmæliskveðju til Elmu á samfélagsmiðlum. 

„Óraunverulegustu fréttir sem við getum fært“

Tónlistarkonan og plötusnúðurinn Ragnhildur Jónasdóttir og kærastan hennar Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni í haust. Parið greinir frá gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum í gær. 

Ragga Holm og Elma trúlofaðar

Reykjavíkurdóttirin og útvarpskonan Ragga Holm og Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir eru trúlofaðar. Frá þessu greinir Ragga í afmæliskveðju til Elmu á samfélagsmiðlum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.