„Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2025 11:02 Hafþór Júlíus Björnsson var vinsæll úti í Þýskalandi enda ein af stærstu stjörnunum í aflraunaheiminum. @thorbjornsson Hafþór Júlíus Björnsson mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi afrek sitt frá helginni þegar hann setti nýtti heimsmet í réttstöðulyftu. Hafþór lyfti 505 kílóum á kraftlyftingamóti í Þýskalandi. Hann hefur fengið hamingjuóskir alls staðar að og frá mörgum heimsþekktum mönnum eins og Elon Musk og Arnold Schwarzenegger. „Ég átti náttúrulega metið fyrir en það var svolítið umdeilt vegna þess hvernig það fór fram. Það fór fram í Covid 2020. Það var samt eitthvað sem ég gat ekkert gert við, því ég gat ekki stjórnað kórónuveirufaraldrinum. Ég setti það met heima. Ég náði síðan að slá metið mitt aftur í Þýskalandi,“ sagði Hafþór Júlíus í viðtali í Bítinu. Það þarf allt að vinna með þér „Það þarf allt að vinna með þér því smá mistök geta haft leiðinlegar afleiðingar og orðið til þess að þú getur klikkað á lyftunni,“ sagði Hafþór. Það kom upp vandamál þegar hann mætti út til Þýskalands. „Ég kem þarna út, það lítur allt vel út og flott aðstaða. Þegar við erum að hita upp þá sé ég að þeir nota grasmottu sem ég er ekki vanur. Ég hef aldrei keppt á slíku áður og þarna á miðju móti þurfti ég að aðlagast. Með svona grasmottu þá get ég ekki notað mína tækni,“ sagði Hafþór. „Þar sem að þessi grasmotta var þá átti ég erfitt með að rúlla stönginni að mér. Ég þurfti að aðlagast og toga 505 kíló án þess að nota mína tækni sem ég hef notað síðastliðinn tíu ár,“ sagði Hafþór. Hafþór hefur talað um að hann ætlaði sér að lyfta þessari þyngd en hversu lengi er hann búinn að vera með slíkar pælingar? Hætti í aflraunum árið 2020 „Ég hætti í aflraunum í smá tíma árið 2020. Ég fór að boxa og vann þar bardaga á móti Eddie Hall. Ég kem svo til baka og fer aftur að æfa af fullum krafti fyrir tveimur árum síðan,“ sagði Hafþór. „Ég létti mig ábyggilega um einhver fimmtíu kíló. Ég var 206 kíló áður en ég hætti, létti mig niður í 144 kíló á tveimur árum. Eftir það þá kem ég til baka, þyngi mig aftur um fimmtíu kíló og er núna aftur búinn að bæta metið,“ sagði Hafþór. „Mér leið miklu betur þegar ég var búinn að taka fimmtíu kíló af skrokknum en ástríðan, sem ég hef fyrir aflraunum og að vera sterkur, er það mikil að mig langaði aftur í þetta,“ sagði Hafþór. Átti erfitt með að sleppa takinu „Ég er orðinn 36 ára gamall og ég byrjaði að keppa í aflraunum þegar ég var tvítugur. Ég er búinn að eiga góðan feril en ég átti erfitt með að sleppa takinu. Mitt líf hefur snúist um þetta síðustu tvo áratugi,“ sagði Hafþór. Honum fannst tíminn vera að renna frá honum. „Ég fór að hugsa um það að ég ætti svona fimm ár eftir að hámarki í mínu sporti. Ef ég fer í þetta núna þá á ég aftur möguleika á að verða bestur. Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi,“ sagði Hafþór. Það má hlusta á allt viðtali hér fyrir neðan en þar talar hann líka um leik sinn í kvikmyndum og auglýsingum. Aflraunir Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sjá meira
Hafþór lyfti 505 kílóum á kraftlyftingamóti í Þýskalandi. Hann hefur fengið hamingjuóskir alls staðar að og frá mörgum heimsþekktum mönnum eins og Elon Musk og Arnold Schwarzenegger. „Ég átti náttúrulega metið fyrir en það var svolítið umdeilt vegna þess hvernig það fór fram. Það fór fram í Covid 2020. Það var samt eitthvað sem ég gat ekkert gert við, því ég gat ekki stjórnað kórónuveirufaraldrinum. Ég setti það met heima. Ég náði síðan að slá metið mitt aftur í Þýskalandi,“ sagði Hafþór Júlíus í viðtali í Bítinu. Það þarf allt að vinna með þér „Það þarf allt að vinna með þér því smá mistök geta haft leiðinlegar afleiðingar og orðið til þess að þú getur klikkað á lyftunni,“ sagði Hafþór. Það kom upp vandamál þegar hann mætti út til Þýskalands. „Ég kem þarna út, það lítur allt vel út og flott aðstaða. Þegar við erum að hita upp þá sé ég að þeir nota grasmottu sem ég er ekki vanur. Ég hef aldrei keppt á slíku áður og þarna á miðju móti þurfti ég að aðlagast. Með svona grasmottu þá get ég ekki notað mína tækni,“ sagði Hafþór. „Þar sem að þessi grasmotta var þá átti ég erfitt með að rúlla stönginni að mér. Ég þurfti að aðlagast og toga 505 kíló án þess að nota mína tækni sem ég hef notað síðastliðinn tíu ár,“ sagði Hafþór. Hafþór hefur talað um að hann ætlaði sér að lyfta þessari þyngd en hversu lengi er hann búinn að vera með slíkar pælingar? Hætti í aflraunum árið 2020 „Ég hætti í aflraunum í smá tíma árið 2020. Ég fór að boxa og vann þar bardaga á móti Eddie Hall. Ég kem svo til baka og fer aftur að æfa af fullum krafti fyrir tveimur árum síðan,“ sagði Hafþór. „Ég létti mig ábyggilega um einhver fimmtíu kíló. Ég var 206 kíló áður en ég hætti, létti mig niður í 144 kíló á tveimur árum. Eftir það þá kem ég til baka, þyngi mig aftur um fimmtíu kíló og er núna aftur búinn að bæta metið,“ sagði Hafþór. „Mér leið miklu betur þegar ég var búinn að taka fimmtíu kíló af skrokknum en ástríðan, sem ég hef fyrir aflraunum og að vera sterkur, er það mikil að mig langaði aftur í þetta,“ sagði Hafþór. Átti erfitt með að sleppa takinu „Ég er orðinn 36 ára gamall og ég byrjaði að keppa í aflraunum þegar ég var tvítugur. Ég er búinn að eiga góðan feril en ég átti erfitt með að sleppa takinu. Mitt líf hefur snúist um þetta síðustu tvo áratugi,“ sagði Hafþór. Honum fannst tíminn vera að renna frá honum. „Ég fór að hugsa um það að ég ætti svona fimm ár eftir að hámarki í mínu sporti. Ef ég fer í þetta núna þá á ég aftur möguleika á að verða bestur. Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi,“ sagði Hafþór. Það má hlusta á allt viðtali hér fyrir neðan en þar talar hann líka um leik sinn í kvikmyndum og auglýsingum.
Aflraunir Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sjá meira