Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Regalo ehf 29. júlí 2025 08:45 Fríða Rut Heimisdóttir hárgreiðslumeistari segir mikilvægt að sinna hársverðinum, sérstaklega þegar árin færast yfir. Fríða Rut Heimisdóttir hárgreiðslumeistari og eigandi heildverslunarinnar Regalo ehf segir hársvörðinn oft gleymast þegar kemur að húðumhirðu. Hún skrifar hér um mikilvægi þess að hreinsa, næra og vernda hársvörðinn reglulega og mælir með vörum. Að eldast er ekki aðeins þessi sýnilegu einkenni eins og hrukkur og fínar línur—hár og hársvörður eldist líka, þó svo að við tökum kannski ekki eftir því ef hárið er ekki byrjað að grána. Við lærum snemma að huga að húðinni með raka, næringu og vörn – sérstaklega þegar við eldumst. en hvað með hárið og hársvörðinn? Þrátt fyrir að vera augljóst framhald af húðinni, gleymist oft að hársvörðurinn og hársekkirnir lúta sömu lögmálum öldrunar og húðin sjálf. Að huga að hárinu eins og við hugsum um húðina er ein mikilvægasta breytingin í faglegri hárumhirðu í dag. Líkt og við hreinsum, nærum og verjum húðina, þurfum við nú að hreinsa, næra, vernda hársvörð og hár með sömu rútínu og virkni. Samverkandi þættir öldrunar í húð og hári Öldrun húðar og hárs er samspil margra þátta – bæði líffræðilegra og ytri – sem smám saman draga úr virkni, útliti og heilbrigði húðar, hárs og hársvarðar. Þegar einn þáttur veikist, hefur það keðjuverkandi áhrif á annan. Þess vegna er mikilvægt að huga að húð og hári saman þegar unnið er að vörn gegn öldrun. Helstu þættir öldrunar í húð og hári: Kollagen- og elastíntap: Með aldrinum minnkar framleiðsla þessara próteina í húð og hársverði, sem veldur slakari húð og veikari hársekkjum. Hægari frumuskipti: Þegar frumuskipti hægjast verður húðin daufari og hægist á hárvexti, hár þynnist og verður brothættara. Minnkað rakajafnvægi: Tap á náttúrulegri fitu (sebum) veldur þurrki í húð og hársverði, sem leiðir til að hárið verður viðkvæmara sem brotnar auðveldlega. Hormónabreytingar: Hormónajafnvægi breytist með aldrinum, sérstaklega hjá konum í tíðahvörfum. Minnkað estrogen leiðir oft til þynnra hárs og þurrari húðar. Oxunarálag og umhverfisþættir: UV-geislar, mengun og aðrir utanaðkomandi þættir valda skemmdum í húð- og hárfrumum sem flýta fyrir öldrun. Hárvöruiðnaðurinn byrjaði fyrir alvöru að huga að notkun sömu innihaldsefna og eru í húðvörum um og upp úr árinu 2010, en þessi þróun fór svo á verulegt flug á árunum 2015–2020. Þá fóru hárvöruframleiðendur að kynna vörur með húðvörutengd innihaldsefni eins og: Hyalúrónsýru – gefur raka, eykur teyjanleika og kemur í veg fyrir þurrk og ertingu. Peptíð –örvar hárvöxt, styrkir og örvar kollagen framleiðslu. Kollageni –eykur styrk, teyjanleika og þéttir. Ceramíðum –endurbyggir og verndar gegn skemmdum. Andoxunarefnum – verndar sindurefni, viðheldur lit hársins og styrkir almennt ástand hársins. Ástæðan var aukin eftirspurn eftir vörn gegn öldrun í hár og hársverði og aukin skilningur neytenda á að hársvörðurinn er hluti af húðkerfinu. Undanfarin 5–10 ár hefur orðið mikil vitundarvakning meðal fagfólks og neytenda um mikilvægi þessarar samhliða nálgunar í umhirðu húðar og hárs, og í dag eru flest leiðandi hárvörumerki með línur sem sérhæfa sig í þessari þróun. Faglegar hárvörur eins og Kérastase Chronologiste og Joico YouthLock eru dæmi um vörulínur sem sem nota húðvörutækni til að endurvekja æsku hársins. Báðar byggðar á vísindum og hannaðar til að vinna gegn öldrunareinkennum í hári og á hársverði. Kérastase Chronologiste: Endurvekjandi lúxus Kérastase hefur sameinað tækni og lúxus fyrir skynfærin og útkoman er hárumhirðulína sem endurnærir hárið eins og best verður á kosið, frá hársverði til enda. Chronologiste er fyrir allar hárgerðir sem leita eftir vörn gegn öldrun og einstakri upplifun. Hún byggir á háþróuðum innihaldsefnum eins og hyalúrónsýru, abyssine, E-vítamíni og keramíð sem: Auka raka í hársverði og hári. Endurnýja frumustarfsemi í hársekkjum. Bæta teygjanleika og styrkja hárstrá. Styrkja hárið innan frá og veita betra viðnám gegn skemmdum frá ytri áreitum. Útkoman er heilbrigðara, sterkara og unglegra hár með meiri glans og fyllingu. Joico YouthLock: Unglegt útlit með hjálp kollagens Joico YouthLock var hannað með það að markmiði að styrkja, þykkja og endurnýja hárið með sérstakri áherslu á öldrunareinkenni. Með kollageni sem lykil innihaldsefni vinnur hún gegn broti, eykur glans og mýkt – og styður við heilbrigt og unglegt hár. Önnur innihaldsefni og virkni eru: Buriti-olía: Inniheldur mikið magn andoxunarefna, verndar gegn UV-geislum og djúpnærir hárið. SmartRelease Technology: Einstök tækni Joico þar sem arginín, keratín og rósahip olía losna hægt inn í hárstráin, styrkja þau og draga úr broti. Peptíð-blanda: Örvar virkni hársekkja, bætir efnaskipti í hársverði og eykur hárvöxt og þéttni. YouthLock er tilvalin fyrir þá sem finna fyrir breytingum í hári vegna aldurs eða hormónabreytinga svo sem brothætt og/eða þunnt hár og vilja halda í unglegt og heilbrigt hár. Með vörulínum eins og Kérastase Chronologiste og Joico YouthLock hafa notendur nú aðgang að háþróuðum lausnum sem byggja á vísindum og virkni – með það að markmiði að endurvekja unglegt útlit. Með réttum vörum, umhyggju og meðvitund er hægt að halda hárinu fallegu, sterku og líflegu – á hvaða aldri sem er. Hár og förðun Heilsa Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Fleiri fréttir Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Flottasti garður landsins er á Selfossi Myndaveisla: Bylgjulestin lokaði sumrinu í Vaglaskógi Íslendingar geta verið sóðar Vertu hress um verslunarmannahelgina með After Party! Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Er þetta hinn fullkomni pulled pork borgari? Bylgjulestin mætti á Götubitahátíðina - Ilmandi myndaveisla Strumpaður dagur á forsýningu á Strumpum Bylgjulestin og dásamlegur götubiti í Hljómskálagarðinum Kjóstu flottasta garð ársins 2025! „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Góð ráð fyrir garðinn í sumar „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Bylgjulestin mætir á Kótelettuna Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Flottasti garður landsins - taktu þátt! Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Íslandsmótsins í golfi 2025 Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Sjá meira
Að eldast er ekki aðeins þessi sýnilegu einkenni eins og hrukkur og fínar línur—hár og hársvörður eldist líka, þó svo að við tökum kannski ekki eftir því ef hárið er ekki byrjað að grána. Við lærum snemma að huga að húðinni með raka, næringu og vörn – sérstaklega þegar við eldumst. en hvað með hárið og hársvörðinn? Þrátt fyrir að vera augljóst framhald af húðinni, gleymist oft að hársvörðurinn og hársekkirnir lúta sömu lögmálum öldrunar og húðin sjálf. Að huga að hárinu eins og við hugsum um húðina er ein mikilvægasta breytingin í faglegri hárumhirðu í dag. Líkt og við hreinsum, nærum og verjum húðina, þurfum við nú að hreinsa, næra, vernda hársvörð og hár með sömu rútínu og virkni. Samverkandi þættir öldrunar í húð og hári Öldrun húðar og hárs er samspil margra þátta – bæði líffræðilegra og ytri – sem smám saman draga úr virkni, útliti og heilbrigði húðar, hárs og hársvarðar. Þegar einn þáttur veikist, hefur það keðjuverkandi áhrif á annan. Þess vegna er mikilvægt að huga að húð og hári saman þegar unnið er að vörn gegn öldrun. Helstu þættir öldrunar í húð og hári: Kollagen- og elastíntap: Með aldrinum minnkar framleiðsla þessara próteina í húð og hársverði, sem veldur slakari húð og veikari hársekkjum. Hægari frumuskipti: Þegar frumuskipti hægjast verður húðin daufari og hægist á hárvexti, hár þynnist og verður brothættara. Minnkað rakajafnvægi: Tap á náttúrulegri fitu (sebum) veldur þurrki í húð og hársverði, sem leiðir til að hárið verður viðkvæmara sem brotnar auðveldlega. Hormónabreytingar: Hormónajafnvægi breytist með aldrinum, sérstaklega hjá konum í tíðahvörfum. Minnkað estrogen leiðir oft til þynnra hárs og þurrari húðar. Oxunarálag og umhverfisþættir: UV-geislar, mengun og aðrir utanaðkomandi þættir valda skemmdum í húð- og hárfrumum sem flýta fyrir öldrun. Hárvöruiðnaðurinn byrjaði fyrir alvöru að huga að notkun sömu innihaldsefna og eru í húðvörum um og upp úr árinu 2010, en þessi þróun fór svo á verulegt flug á árunum 2015–2020. Þá fóru hárvöruframleiðendur að kynna vörur með húðvörutengd innihaldsefni eins og: Hyalúrónsýru – gefur raka, eykur teyjanleika og kemur í veg fyrir þurrk og ertingu. Peptíð –örvar hárvöxt, styrkir og örvar kollagen framleiðslu. Kollageni –eykur styrk, teyjanleika og þéttir. Ceramíðum –endurbyggir og verndar gegn skemmdum. Andoxunarefnum – verndar sindurefni, viðheldur lit hársins og styrkir almennt ástand hársins. Ástæðan var aukin eftirspurn eftir vörn gegn öldrun í hár og hársverði og aukin skilningur neytenda á að hársvörðurinn er hluti af húðkerfinu. Undanfarin 5–10 ár hefur orðið mikil vitundarvakning meðal fagfólks og neytenda um mikilvægi þessarar samhliða nálgunar í umhirðu húðar og hárs, og í dag eru flest leiðandi hárvörumerki með línur sem sérhæfa sig í þessari þróun. Faglegar hárvörur eins og Kérastase Chronologiste og Joico YouthLock eru dæmi um vörulínur sem sem nota húðvörutækni til að endurvekja æsku hársins. Báðar byggðar á vísindum og hannaðar til að vinna gegn öldrunareinkennum í hári og á hársverði. Kérastase Chronologiste: Endurvekjandi lúxus Kérastase hefur sameinað tækni og lúxus fyrir skynfærin og útkoman er hárumhirðulína sem endurnærir hárið eins og best verður á kosið, frá hársverði til enda. Chronologiste er fyrir allar hárgerðir sem leita eftir vörn gegn öldrun og einstakri upplifun. Hún byggir á háþróuðum innihaldsefnum eins og hyalúrónsýru, abyssine, E-vítamíni og keramíð sem: Auka raka í hársverði og hári. Endurnýja frumustarfsemi í hársekkjum. Bæta teygjanleika og styrkja hárstrá. Styrkja hárið innan frá og veita betra viðnám gegn skemmdum frá ytri áreitum. Útkoman er heilbrigðara, sterkara og unglegra hár með meiri glans og fyllingu. Joico YouthLock: Unglegt útlit með hjálp kollagens Joico YouthLock var hannað með það að markmiði að styrkja, þykkja og endurnýja hárið með sérstakri áherslu á öldrunareinkenni. Með kollageni sem lykil innihaldsefni vinnur hún gegn broti, eykur glans og mýkt – og styður við heilbrigt og unglegt hár. Önnur innihaldsefni og virkni eru: Buriti-olía: Inniheldur mikið magn andoxunarefna, verndar gegn UV-geislum og djúpnærir hárið. SmartRelease Technology: Einstök tækni Joico þar sem arginín, keratín og rósahip olía losna hægt inn í hárstráin, styrkja þau og draga úr broti. Peptíð-blanda: Örvar virkni hársekkja, bætir efnaskipti í hársverði og eykur hárvöxt og þéttni. YouthLock er tilvalin fyrir þá sem finna fyrir breytingum í hári vegna aldurs eða hormónabreytinga svo sem brothætt og/eða þunnt hár og vilja halda í unglegt og heilbrigt hár. Með vörulínum eins og Kérastase Chronologiste og Joico YouthLock hafa notendur nú aðgang að háþróuðum lausnum sem byggja á vísindum og virkni – með það að markmiði að endurvekja unglegt útlit. Með réttum vörum, umhyggju og meðvitund er hægt að halda hárinu fallegu, sterku og líflegu – á hvaða aldri sem er.
Hár og förðun Heilsa Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Fleiri fréttir Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Flottasti garður landsins er á Selfossi Myndaveisla: Bylgjulestin lokaði sumrinu í Vaglaskógi Íslendingar geta verið sóðar Vertu hress um verslunarmannahelgina með After Party! Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Er þetta hinn fullkomni pulled pork borgari? Bylgjulestin mætti á Götubitahátíðina - Ilmandi myndaveisla Strumpaður dagur á forsýningu á Strumpum Bylgjulestin og dásamlegur götubiti í Hljómskálagarðinum Kjóstu flottasta garð ársins 2025! „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Góð ráð fyrir garðinn í sumar „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Bylgjulestin mætir á Kótelettuna Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Flottasti garður landsins - taktu þátt! Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Íslandsmótsins í golfi 2025 Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Sjá meira