Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. júlí 2025 13:25 Ingibjörg segir utanríkisráðherra fela þingmönnum marklausa vinnu. Vísir/Vilhelm Þingkona Miðflokksins sagði sig úr þingmannahópi þvert á flokka um mótun öryggis- og varnarstefnu fyrir Ísland. Hún segir hópinn til marks um sýndarmennsku ríkisstjórnar og að verið sé að fela þingmönnum að vinna stefnu sem er síðan virt að vettugi. Utanríkisráðuneytið skipaði þennan samráðshóp þingmanna í mars á þessu ári. Hver þingflokkur átti sinn fulltrúa í hópnum og er hlutverk hans að fjalla um inntak og áherslur öryggis- og varnarstefnu fyrir Ísland. Slík stefna hefur ekki áður verið sett fram með formlegum hætti en er ætlað að lýsa helstu öryggisáskorunum til lengri og skemmri tíma og draga fram markmið Íslands í alþjóðlegu öryggis- og varnarsamstarfi. „Hann kemur mér fyrir sjónir eins og hálfgerð sýndarmennska þessi hópur. Ráðherrann er þegar búinn að ákveða hvernig þetta allt saman á að vera,“ segir hún í samtali við fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Ríkisútvarpið hefur það eftir heimildum sínum að beiting forseta Alþingis á 71. grein þingskaparlaga til að binda enda á umræðu um veiðigjöld hafi verið meginástæða þess að Ingibjörg yfirgaf hópinn en það fortekur hún. Ingibjörg segist hafa gert athugasemdir við efnisleg atriði í vinnu flokksins. Hún spyr sig að því hvers vegna verið sé að fela þingmönnum að vinna marklausa skýrslu. „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi,“ segir hún. Hópnum var falið að skila skýrslu eigi síðar en 21. maí síðastliðinn en ljóst er að af því verður ekki. Ríkisútvarpið hefur eftir sínum heimildum að vinna hópsins sé svo gott sem tilbúin en óvíst er hvernig vinnan verður kynnt. Alþingi Miðflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Utanríkisráðuneytið skipaði þennan samráðshóp þingmanna í mars á þessu ári. Hver þingflokkur átti sinn fulltrúa í hópnum og er hlutverk hans að fjalla um inntak og áherslur öryggis- og varnarstefnu fyrir Ísland. Slík stefna hefur ekki áður verið sett fram með formlegum hætti en er ætlað að lýsa helstu öryggisáskorunum til lengri og skemmri tíma og draga fram markmið Íslands í alþjóðlegu öryggis- og varnarsamstarfi. „Hann kemur mér fyrir sjónir eins og hálfgerð sýndarmennska þessi hópur. Ráðherrann er þegar búinn að ákveða hvernig þetta allt saman á að vera,“ segir hún í samtali við fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Ríkisútvarpið hefur það eftir heimildum sínum að beiting forseta Alþingis á 71. grein þingskaparlaga til að binda enda á umræðu um veiðigjöld hafi verið meginástæða þess að Ingibjörg yfirgaf hópinn en það fortekur hún. Ingibjörg segist hafa gert athugasemdir við efnisleg atriði í vinnu flokksins. Hún spyr sig að því hvers vegna verið sé að fela þingmönnum að vinna marklausa skýrslu. „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi,“ segir hún. Hópnum var falið að skila skýrslu eigi síðar en 21. maí síðastliðinn en ljóst er að af því verður ekki. Ríkisútvarpið hefur eftir sínum heimildum að vinna hópsins sé svo gott sem tilbúin en óvíst er hvernig vinnan verður kynnt.
Alþingi Miðflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira