„Þetta var algjört bíómyndamóment“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 29. júlí 2025 10:33 Þórdís Erla Zoega listakona giftist Kristjáni Jóni Pálssyni við dásamlega athöfn í Hellisgerði. Owen Fiene „Ég var með vissa sýn á hvernig mig langaði að vera. Ég hef alltaf elskað slör og var einu sinni brúður á öskudag bara til að geta gengið með slör heilan dag,“ segir myndlistarkonan Þórdís Erla Zoega sem gifti sig við draumkennda athöfn í Hellisgerði fyrr í júlí. Þórdís Erla giftist Kristjáni Jóni Pálssyni sem er stafrænn hönnuður hjá Hugsmiðjunni en einnig reka hjónin saman hönnunarstúdíóið Stúdíó Flötur. Blaðamaður ræddi við Þórdísi um stóra daginn. Hjúin trúlofuðu sig eftir fimm ára samband og tíu ára vináttu. Hér eru þau á brúðkaupsdaginn með glæsilegt listaverk Þórdísar í bakgrunni.Aðsend Hvenær og hvernig trúlofuðust þið? Við áttum bara mjög heimilislegt augnablik árið 2019, vorum að borða saman nautasteik og drekka rauðvín heima meðan stelpan okkar svaf inn í herbergi. Við vorum búin að vera saman í fimm ár og vinir í tíu ár og ákváðum að það væri kannski bara gaman að gifta okkur og halda partý. Þórdís og Kristján stóðu fyrir alvöru brúðkaupspartýi í Hafnarfirði!Owen Fiene Hvað voruð þið búin að vera lengi að skipuleggja stóra daginn? Við ætluðum að gifta okkur 2020, vorum búin að finna sal og byrjuð að plana á fullu þegar að fréttirnar fóru að verða skrítnari og skrítnari. Um það leyti sem við ætluðum að senda boðskortin var fyrsta samkomutakmörkunin þannig að við ákváðum að fresta öllu skipulagi þangað til að allt róaðist. Þegar við sáum að það yrði langt í að lífið yrði venjulegt aftur ákváðum við frekar að nýta peninginn sem við höfðum safnað fyrir brúðkaupinu í að kaupa íbúð. Svo kom litli strákurinn okkar í heiminn 2021 þannig að við vildum bíða þangað til hann væri orðinn stærri. Þórdís og Kristján ásamt börnum þeirra tveimur Iðu og Huga. Owen Fiene Við ákváðum að gifta okkur hjá sýslumanni á 10 ára sambandsafmælinu okkar fyrsta vetrardag 2025. Við héldum svo smá sýslumannspartý heima hjá okkur eftir það fyrir vini, hálfgert „rehearsal party“. En skipulagningin fyrir stóra partýið byrjaði fyrir alvöru svona tveimur mánuðum fyrir stóra daginn, við vorum ansi slök þangað til við föttuðum hvað það væri orðið stutt í þetta og fórum þá á fullt í að gera og græja. Þórdís og Kristján byrjuðu að skipuleggja stóra daginn tveimur mánuðum fyrr.Owen Fiene Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Við vöknuðum og gáfum hvoru öðru morgungjöfina. Kristján fór af stað að græja salinn með góðum flokki af vinum og fjölskyldu. Á meðan fékk ég mömmu, tengdamömmu, mágkonu mína og systur heim í smink og áttum skemmtilega stund saman. Svo kom ljósmyndarinn okkar Owen Fiene heim og tók nokkrar fallegar fjölskyldumyndir af okkur að hafa okkur til með börnunum. Við lögðum af stað í Hellisgerði upp úr klukkan 14 og fórum á gömlum Benz sem pabbi á. Það var rosa gaman að keyra á honum í Hafnarfjörð í okkar fínasta pússi. Glæsileg brúðhjón í brúðkaups benzinum.Owen Fiene Athöfnin var við tjörnina í Hellisgerði klukkan 15. Það hafði verið rigningarspá alla vikuna en um leið og athöfnin byrjaði fór sólin að skína, algjört bíómyndamóment. Gestirnir fengu freyðivín þegar þau komu í garðinn og tónlistarteymið, vinkona mín Ingibjörg Elsa Turchi og eiginmaður hennar Hróðmar Sigurðsson, spiluðu ljúfa tóna á meðan. Við löbbuðum niður lítinn stíg undir brúðarvalsinum og komum okkur fyrir á brú fyrir ofan litla tjörn og foss í bakgrunni þar sem að vinur okkar Kolbeinn Tumi frá Siðmennt gaf okkur saman. Frænka mín Guðrún Ásgeirsdóttir söng L’amour est bleu og svo í lok athafnarinnar sungu hún og systir mín Kristjana Zoëga Það ert bara þú. Fylkingin rölti svo strandlengjuna í Ægi 220 sem er við smábátahöfnina í Hafnarfirði þar sem að við borðuðum líbanskan mat sem var settur á borðin og svo spilaði Kossanova, nýjasta stuðbandið í bænum, fyrir balli og Mr. Silla endaði á að þeyta skífum. Sólin skein um leið og athöfnin byrjaði!Owen Fiene Voruð þið sammála í skipulaginu? Já, við vorum alltaf nokkurn veginn á sömu blaðsíðu. Okkur langaði fyrst og fremst að halda skemmtilegt og eftirminnilegt partý fyrir fólkið okkar. Falleg stund í Hellisgerði.Owen Fiene Hvaðan sóttuð þið innblástur? Við erum búin að mæta í mörg skemmtileg brúðkaup hjá vinum og tókum innblástur frá þeim hvað okkur langaði til að gera í okkar. Okkur langaði í „rustic“ sal sem fólk gæti slakað á í, nenntum ekki alveg sveitabrúðkaupi samt. Ægir 220 var góð lending þar sem að við elskum Hafnarfjörðinn og gaman að taka smá „ferðalag“ af Seltjarnarnesinu þangað. Mér finnst skemmtilegt þegar gestir geta haldið hópinn eftir athöfnina þannig að dásamlega fallegi garðurinn Hellisgerði var sniðugur sem fyrsta stopp á deginum. Fyrsti dansinn!Owen Fiene Hvað stendur upp úr? Athöfnin í Hellisgerði var bara magic moment. Allt gekk upp! Svo var ógeðslega gaman að dansa við Kossanova. Þau nýttu alla extrovertana í veislunni til að taka lagið þannig að úr urðu geggjaðir tónleikar. Hljómsveitin Kossanova sló í gegn!Aðsend Sáu einhverjir um veislustjórn og voru skemmtiatriði? Já, frænka mín og flex cult-leader Sigríður Ásgeirsdóttir og vinur okkar og lífskúnstner Sigmann Þórðarson voru geggjað veislustjórnarteymi. Þau þekkja okkur og fjölskyldu og vini sjúklega vel þannig að þau vissu alveg hvað virkaði. Það voru fallegar ræður eftir foreldra og vini og einnig söng- og dansatriði. Við búum svo vel að eiga mjög hæfileikaríka vini og fjölskyldu sem gerðu daginn ógleymanlegan Veislustjórarnir Sigríður og Sigmann ásamt brúðhjónunum.Aðsend Var eitthvað sem kom ykkur á óvart? Ég er alveg ágætlega sjóuð í að skipuleggja viðburði, en þetta er alveg next level! Það þarf að skipuleggja hvert móment og flæðið í dagskránni mjög vel svo að það verði enginn klaufaskapur. Einnig (kom nú ekki endilega á óvart) hvað við eigum æðislega fjölskyldu og vini og hvað allir voru tilbúnir til að taka þátt og hjálpa. Allt þeirra besta fólk saman komið til að fagna ást þeirra!Owen Fiene Hvað voru margir gestir? Þegar við byrjuðum að plana vorum við með næstum 200 manns á lista, en svo þurftum við bara að sníða stakk eftir vexti. Gestalistinn endaði í 120 eftir smá afföll, og það var mjög þægileg tala til að vinna með í þessum sal, sérstaklega fyrir sitjandi borðhald. Það er rosalega erfitt að bjóða í brúðkaup og maður var alltaf að fatta fleiri sem mann langaði að bjóða. Frumleg og skemmtileg gestabók!Aðsend Hvernig gekk að velja kjólinn? Ég var með vissa sýn á hvernig mig langaði að vera. Ég elska hekl og grófa blúndu og finnst hún vera mjög myndræn. Ég hef líka alltaf elskað slör, var einu sinni brúður á Öskudag bara til að geta gengið með slör heilan dag. Ég endaði á að panta kjól á netinu sem ég fann í lítilli búð í Porto. Kjólinn fann ég með því að gera google image search með svipaðan kjól. Slörið var frá Etsy og einnig undirkjóllinn. Glæsileg brúður og slörið æðislegt.Owen Fiene Kristján keypti fötin sín í Húrra. Hann ætlaði sér að láta sníða á sig föt en fann svo bara akkúrat sniðið og lúkkið sem hann var að leita að. Einnig lét hann sérgera derhúfur með K+Þ logo-inu sem hann hannaði og bar á brúðkaupsdaginn. K+Þ derhúfur.Owen Fiene Ertu með eitthvað gullið ráð fyrir verðandi hjón sem eru að skipuleggja brúðkaup? Reyna að vera nokkuð tímanlega í að panta þjónustu sem þið vitið að þið pottþétt viljið, t.d. kokka, ljósmyndara, DJ eða hljómsveit. Þórdís Erla ásamt vinkonum í rosalegu stuði!Aðsend Ætlið þið í brúðkaupsferð? Já, við ætlum til Parísar. Allt þetta brúðkaupsferli var ekkert sérlega línulegt hjá okkur þannig að okkur fannst skemmtileg tilhugsun að taka brúðkaupsferðina í borg ástarinnar Brúðkaup Ástin og lífið Tíska og hönnun Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Þórdís Erla giftist Kristjáni Jóni Pálssyni sem er stafrænn hönnuður hjá Hugsmiðjunni en einnig reka hjónin saman hönnunarstúdíóið Stúdíó Flötur. Blaðamaður ræddi við Þórdísi um stóra daginn. Hjúin trúlofuðu sig eftir fimm ára samband og tíu ára vináttu. Hér eru þau á brúðkaupsdaginn með glæsilegt listaverk Þórdísar í bakgrunni.Aðsend Hvenær og hvernig trúlofuðust þið? Við áttum bara mjög heimilislegt augnablik árið 2019, vorum að borða saman nautasteik og drekka rauðvín heima meðan stelpan okkar svaf inn í herbergi. Við vorum búin að vera saman í fimm ár og vinir í tíu ár og ákváðum að það væri kannski bara gaman að gifta okkur og halda partý. Þórdís og Kristján stóðu fyrir alvöru brúðkaupspartýi í Hafnarfirði!Owen Fiene Hvað voruð þið búin að vera lengi að skipuleggja stóra daginn? Við ætluðum að gifta okkur 2020, vorum búin að finna sal og byrjuð að plana á fullu þegar að fréttirnar fóru að verða skrítnari og skrítnari. Um það leyti sem við ætluðum að senda boðskortin var fyrsta samkomutakmörkunin þannig að við ákváðum að fresta öllu skipulagi þangað til að allt róaðist. Þegar við sáum að það yrði langt í að lífið yrði venjulegt aftur ákváðum við frekar að nýta peninginn sem við höfðum safnað fyrir brúðkaupinu í að kaupa íbúð. Svo kom litli strákurinn okkar í heiminn 2021 þannig að við vildum bíða þangað til hann væri orðinn stærri. Þórdís og Kristján ásamt börnum þeirra tveimur Iðu og Huga. Owen Fiene Við ákváðum að gifta okkur hjá sýslumanni á 10 ára sambandsafmælinu okkar fyrsta vetrardag 2025. Við héldum svo smá sýslumannspartý heima hjá okkur eftir það fyrir vini, hálfgert „rehearsal party“. En skipulagningin fyrir stóra partýið byrjaði fyrir alvöru svona tveimur mánuðum fyrir stóra daginn, við vorum ansi slök þangað til við föttuðum hvað það væri orðið stutt í þetta og fórum þá á fullt í að gera og græja. Þórdís og Kristján byrjuðu að skipuleggja stóra daginn tveimur mánuðum fyrr.Owen Fiene Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Við vöknuðum og gáfum hvoru öðru morgungjöfina. Kristján fór af stað að græja salinn með góðum flokki af vinum og fjölskyldu. Á meðan fékk ég mömmu, tengdamömmu, mágkonu mína og systur heim í smink og áttum skemmtilega stund saman. Svo kom ljósmyndarinn okkar Owen Fiene heim og tók nokkrar fallegar fjölskyldumyndir af okkur að hafa okkur til með börnunum. Við lögðum af stað í Hellisgerði upp úr klukkan 14 og fórum á gömlum Benz sem pabbi á. Það var rosa gaman að keyra á honum í Hafnarfjörð í okkar fínasta pússi. Glæsileg brúðhjón í brúðkaups benzinum.Owen Fiene Athöfnin var við tjörnina í Hellisgerði klukkan 15. Það hafði verið rigningarspá alla vikuna en um leið og athöfnin byrjaði fór sólin að skína, algjört bíómyndamóment. Gestirnir fengu freyðivín þegar þau komu í garðinn og tónlistarteymið, vinkona mín Ingibjörg Elsa Turchi og eiginmaður hennar Hróðmar Sigurðsson, spiluðu ljúfa tóna á meðan. Við löbbuðum niður lítinn stíg undir brúðarvalsinum og komum okkur fyrir á brú fyrir ofan litla tjörn og foss í bakgrunni þar sem að vinur okkar Kolbeinn Tumi frá Siðmennt gaf okkur saman. Frænka mín Guðrún Ásgeirsdóttir söng L’amour est bleu og svo í lok athafnarinnar sungu hún og systir mín Kristjana Zoëga Það ert bara þú. Fylkingin rölti svo strandlengjuna í Ægi 220 sem er við smábátahöfnina í Hafnarfirði þar sem að við borðuðum líbanskan mat sem var settur á borðin og svo spilaði Kossanova, nýjasta stuðbandið í bænum, fyrir balli og Mr. Silla endaði á að þeyta skífum. Sólin skein um leið og athöfnin byrjaði!Owen Fiene Voruð þið sammála í skipulaginu? Já, við vorum alltaf nokkurn veginn á sömu blaðsíðu. Okkur langaði fyrst og fremst að halda skemmtilegt og eftirminnilegt partý fyrir fólkið okkar. Falleg stund í Hellisgerði.Owen Fiene Hvaðan sóttuð þið innblástur? Við erum búin að mæta í mörg skemmtileg brúðkaup hjá vinum og tókum innblástur frá þeim hvað okkur langaði til að gera í okkar. Okkur langaði í „rustic“ sal sem fólk gæti slakað á í, nenntum ekki alveg sveitabrúðkaupi samt. Ægir 220 var góð lending þar sem að við elskum Hafnarfjörðinn og gaman að taka smá „ferðalag“ af Seltjarnarnesinu þangað. Mér finnst skemmtilegt þegar gestir geta haldið hópinn eftir athöfnina þannig að dásamlega fallegi garðurinn Hellisgerði var sniðugur sem fyrsta stopp á deginum. Fyrsti dansinn!Owen Fiene Hvað stendur upp úr? Athöfnin í Hellisgerði var bara magic moment. Allt gekk upp! Svo var ógeðslega gaman að dansa við Kossanova. Þau nýttu alla extrovertana í veislunni til að taka lagið þannig að úr urðu geggjaðir tónleikar. Hljómsveitin Kossanova sló í gegn!Aðsend Sáu einhverjir um veislustjórn og voru skemmtiatriði? Já, frænka mín og flex cult-leader Sigríður Ásgeirsdóttir og vinur okkar og lífskúnstner Sigmann Þórðarson voru geggjað veislustjórnarteymi. Þau þekkja okkur og fjölskyldu og vini sjúklega vel þannig að þau vissu alveg hvað virkaði. Það voru fallegar ræður eftir foreldra og vini og einnig söng- og dansatriði. Við búum svo vel að eiga mjög hæfileikaríka vini og fjölskyldu sem gerðu daginn ógleymanlegan Veislustjórarnir Sigríður og Sigmann ásamt brúðhjónunum.Aðsend Var eitthvað sem kom ykkur á óvart? Ég er alveg ágætlega sjóuð í að skipuleggja viðburði, en þetta er alveg next level! Það þarf að skipuleggja hvert móment og flæðið í dagskránni mjög vel svo að það verði enginn klaufaskapur. Einnig (kom nú ekki endilega á óvart) hvað við eigum æðislega fjölskyldu og vini og hvað allir voru tilbúnir til að taka þátt og hjálpa. Allt þeirra besta fólk saman komið til að fagna ást þeirra!Owen Fiene Hvað voru margir gestir? Þegar við byrjuðum að plana vorum við með næstum 200 manns á lista, en svo þurftum við bara að sníða stakk eftir vexti. Gestalistinn endaði í 120 eftir smá afföll, og það var mjög þægileg tala til að vinna með í þessum sal, sérstaklega fyrir sitjandi borðhald. Það er rosalega erfitt að bjóða í brúðkaup og maður var alltaf að fatta fleiri sem mann langaði að bjóða. Frumleg og skemmtileg gestabók!Aðsend Hvernig gekk að velja kjólinn? Ég var með vissa sýn á hvernig mig langaði að vera. Ég elska hekl og grófa blúndu og finnst hún vera mjög myndræn. Ég hef líka alltaf elskað slör, var einu sinni brúður á Öskudag bara til að geta gengið með slör heilan dag. Ég endaði á að panta kjól á netinu sem ég fann í lítilli búð í Porto. Kjólinn fann ég með því að gera google image search með svipaðan kjól. Slörið var frá Etsy og einnig undirkjóllinn. Glæsileg brúður og slörið æðislegt.Owen Fiene Kristján keypti fötin sín í Húrra. Hann ætlaði sér að láta sníða á sig föt en fann svo bara akkúrat sniðið og lúkkið sem hann var að leita að. Einnig lét hann sérgera derhúfur með K+Þ logo-inu sem hann hannaði og bar á brúðkaupsdaginn. K+Þ derhúfur.Owen Fiene Ertu með eitthvað gullið ráð fyrir verðandi hjón sem eru að skipuleggja brúðkaup? Reyna að vera nokkuð tímanlega í að panta þjónustu sem þið vitið að þið pottþétt viljið, t.d. kokka, ljósmyndara, DJ eða hljómsveit. Þórdís Erla ásamt vinkonum í rosalegu stuði!Aðsend Ætlið þið í brúðkaupsferð? Já, við ætlum til Parísar. Allt þetta brúðkaupsferli var ekkert sérlega línulegt hjá okkur þannig að okkur fannst skemmtileg tilhugsun að taka brúðkaupsferðina í borg ástarinnar
Brúðkaup Ástin og lífið Tíska og hönnun Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira