Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júlí 2025 11:02 Arnar Þór Ólafsson segir að sér virðist sem það eina sem skipti máli séu réttindi glæpamanna. Vísir/Ívar Fannar Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækis segir algjörlega sturlað að vera orðinn sakborningur í rannsókn lögreglu vegna meintra hótana hans í garð eiganda bíls sem notaður var til að stela díselolíu af flutningabílum. Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir aðfaranótt laugardags. Arnar Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri Fraktlausna, segir um að ræða fimmta skiptið sem stolið sé af þeim og heildartap nemi um þremur milljónum króna. „Við erum búin að setja upp myndavélar og verið með næturvörslu. Við höfum meira að segja verið sofandi niðri í vinnu og ætlað að ná þeim,“ sagði Arnar Þór í samtali við fréttastofu um helgina. Greint var frá því í maí að íbúar við Miklubraut hefðu áhyggjur af óhreyfðum bíl sem lagt var í götunni og var fullur af bensínbrúsum. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist bíllinn álíka þjófnaði og þeim sem fór fram á bílaplani Fraktlausna. Arnar segist telja borgina fulla af slíkum bílum. „Það eru lagerar út um allt höfuðborgarsvæðið. Upp í Seljahverfi eru fullt af bílum sem eru fullir af bensín og olíu og það eru bílar niður á Miklubraut sem er margbúið að kvarta yfir og tilkynna þetta til lögreglu og heilbrigðiseftirlits en lítið gerist.“ Arnar Þór fékk þó símtal frá lögreglu á mánudagsmorgun en erindið var óvænt. „Þetta mál er heldur betur að þróast í skrítna átt. Ég fekk símtal frá Lögreglunni í morgun vegna þess að ég hafði framið lögbrot og hótað eiganda bílsins.“ Arnar Þór segist hafa hringt í eiganda bílsins sem náðist á upptöku í eftirlitsmyndavélakerfi sem notaður var til að ferja bensínið með. „Ég hringdi í hann og bauð honum að skila þvi sem hann stal af okkur ella myndi ég hafa upp á honum og ég væri ekki viss um að ég yrði ábyrgur gjörða minna þegar ég næði í skottið á honum,“ segir Arnar Þór. Eigandi bílsins hafi í fyrsta símtali sagst myndu skila olíunni strax. Það hafi hann ekki gert. Í næsta símtali hafi hann sagst vera búinn að selja bílinn, þetta hefði ekki verið hann og að hann vissi ekkert um málið. „Hann fór niðrá lögreglu stöð og laug að lögreglunni og kærði mig fyrir hótanir. lögreglan var fljót að hringja í mig og lesa mér pistilinn. Lögreglan sagði að hjá sér væri maður í öngum sínum og vissi ekki hvað hann ætti að gera, hann hefði slysast til að lána einhverjum bílinn sinn í ölvunarástandi og vissi því ekkert um hvað væri að gerast.“ Arnar Þór segist hafa bent lögregluna á að bíllinn hefði ítrekað verið notaður við aðra glæpi. „Að hann hefði viðurkennt það fyrir mér að hann væri með olíuna frá okkur og myndi skila henni. Meiri segja bauðst hann til að greiða fyrir olíuna sem þeir tóku. En lögreglan tók ekki þessi rök frá mér og var í raun alveg sama hvað ég hefði um málið að segja. Ég hafði framið lögbrot og það fengi sko að fara sína leið,“ segir Arnar Þór. Ekki náðist í Arnar Þór við vinnslu fréttarinnar. Lögreglumál Reykjavík Bensín og olía Bílar Olíuþjófnaður Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir aðfaranótt laugardags. Arnar Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri Fraktlausna, segir um að ræða fimmta skiptið sem stolið sé af þeim og heildartap nemi um þremur milljónum króna. „Við erum búin að setja upp myndavélar og verið með næturvörslu. Við höfum meira að segja verið sofandi niðri í vinnu og ætlað að ná þeim,“ sagði Arnar Þór í samtali við fréttastofu um helgina. Greint var frá því í maí að íbúar við Miklubraut hefðu áhyggjur af óhreyfðum bíl sem lagt var í götunni og var fullur af bensínbrúsum. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist bíllinn álíka þjófnaði og þeim sem fór fram á bílaplani Fraktlausna. Arnar segist telja borgina fulla af slíkum bílum. „Það eru lagerar út um allt höfuðborgarsvæðið. Upp í Seljahverfi eru fullt af bílum sem eru fullir af bensín og olíu og það eru bílar niður á Miklubraut sem er margbúið að kvarta yfir og tilkynna þetta til lögreglu og heilbrigðiseftirlits en lítið gerist.“ Arnar Þór fékk þó símtal frá lögreglu á mánudagsmorgun en erindið var óvænt. „Þetta mál er heldur betur að þróast í skrítna átt. Ég fekk símtal frá Lögreglunni í morgun vegna þess að ég hafði framið lögbrot og hótað eiganda bílsins.“ Arnar Þór segist hafa hringt í eiganda bílsins sem náðist á upptöku í eftirlitsmyndavélakerfi sem notaður var til að ferja bensínið með. „Ég hringdi í hann og bauð honum að skila þvi sem hann stal af okkur ella myndi ég hafa upp á honum og ég væri ekki viss um að ég yrði ábyrgur gjörða minna þegar ég næði í skottið á honum,“ segir Arnar Þór. Eigandi bílsins hafi í fyrsta símtali sagst myndu skila olíunni strax. Það hafi hann ekki gert. Í næsta símtali hafi hann sagst vera búinn að selja bílinn, þetta hefði ekki verið hann og að hann vissi ekkert um málið. „Hann fór niðrá lögreglu stöð og laug að lögreglunni og kærði mig fyrir hótanir. lögreglan var fljót að hringja í mig og lesa mér pistilinn. Lögreglan sagði að hjá sér væri maður í öngum sínum og vissi ekki hvað hann ætti að gera, hann hefði slysast til að lána einhverjum bílinn sinn í ölvunarástandi og vissi því ekkert um hvað væri að gerast.“ Arnar Þór segist hafa bent lögregluna á að bíllinn hefði ítrekað verið notaður við aðra glæpi. „Að hann hefði viðurkennt það fyrir mér að hann væri með olíuna frá okkur og myndi skila henni. Meiri segja bauðst hann til að greiða fyrir olíuna sem þeir tóku. En lögreglan tók ekki þessi rök frá mér og var í raun alveg sama hvað ég hefði um málið að segja. Ég hafði framið lögbrot og það fengi sko að fara sína leið,“ segir Arnar Þór. Ekki náðist í Arnar Þór við vinnslu fréttarinnar.
Lögreglumál Reykjavík Bensín og olía Bílar Olíuþjófnaður Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira