Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2025 15:29 Embætti ríkislögreglustjóra segir erfitt að alhæfa um fjármögnun gereyðingarvopna hér á landi þar sem erfitt sé að greina slík brot. Vísir/Anton Ríkislögreglustjóri segir engar vísbendingar hafa fundist um það að fjármögnun fyrir gereyðingarvopn eigi sér stað hér á landi. Það sama eigi við um það hvort hér séu framin brot gegn alþjóðlegum þvingunaraðgerðum eða sniðganga á þeim. Þetta er samkvæmt nýju áhættumati embættisins á fjármögnun gereyðingarvopna sem birt var í dag. Um er að ræða viðbót við áhættumat um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem gefið var út í lok árs 2023. Markmið þessa mats er að greina og meta áhættu á fjármögnun gereyðingarvopna með heildstæðum hætti og er matið gert í samræmi við lög um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og frystingu fjármuna. Mat þetta felur í sér greiningu á þremur flokkum ógna. Fyrsti flokkurinn eru ríki sem sæta þvingunaraðgerðum, eins og Norður-Kórea og Íran. Annar flokkurinn snýr að aðilum óháðum ríkjum og sá þriðji snýr að útflutningi á hlutum með tvíþætt notagildi. Það er að segja hluti sem hægt er að nota í bæði borgaralegum og hernaðarlegum tilgangi. Skjáskot úr mati ríkislögreglustjóra. Strax í upphafi matsins kemur fram að engar vísbendingar hafi fundist um að fjármögnun gereyðingarvopna hafi átt sér stað hér á landi. Það sama eigi við um brot gegn alþjóðlegum þvingunaraðgerðum eða sniðgöngu á þeim. Hins vegar segir að almennt sé viðurkennt að erfitt sé að greina slík brot og því sé ekki hægt að fullyrða að þau eigi sér ekki stað. „Ríki sem sæta þvingunaraðgerðum eru ávallt að leita nýrra leiða til að fjármagna gereyðingarvopn. Eftir því sem önnur ríki herða regluverk og auka eftirlit verður Ísland fýsilegri kostur fyrir slíka brotastarfsemi. Öflugar fyrirbyggjandi aðgerðir, reglulegt áhættumat, regluverk sem er uppfært eftir þörfum og skilvirkt eftirlit eru lykilþættir í að draga úr hættu á að Ísland verði nýtt sem milliliður eða skjól fyrir fjármögnun gereyðingarvopna,“ segir í matinu. Lögreglumál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Þetta er samkvæmt nýju áhættumati embættisins á fjármögnun gereyðingarvopna sem birt var í dag. Um er að ræða viðbót við áhættumat um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem gefið var út í lok árs 2023. Markmið þessa mats er að greina og meta áhættu á fjármögnun gereyðingarvopna með heildstæðum hætti og er matið gert í samræmi við lög um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og frystingu fjármuna. Mat þetta felur í sér greiningu á þremur flokkum ógna. Fyrsti flokkurinn eru ríki sem sæta þvingunaraðgerðum, eins og Norður-Kórea og Íran. Annar flokkurinn snýr að aðilum óháðum ríkjum og sá þriðji snýr að útflutningi á hlutum með tvíþætt notagildi. Það er að segja hluti sem hægt er að nota í bæði borgaralegum og hernaðarlegum tilgangi. Skjáskot úr mati ríkislögreglustjóra. Strax í upphafi matsins kemur fram að engar vísbendingar hafi fundist um að fjármögnun gereyðingarvopna hafi átt sér stað hér á landi. Það sama eigi við um brot gegn alþjóðlegum þvingunaraðgerðum eða sniðgöngu á þeim. Hins vegar segir að almennt sé viðurkennt að erfitt sé að greina slík brot og því sé ekki hægt að fullyrða að þau eigi sér ekki stað. „Ríki sem sæta þvingunaraðgerðum eru ávallt að leita nýrra leiða til að fjármagna gereyðingarvopn. Eftir því sem önnur ríki herða regluverk og auka eftirlit verður Ísland fýsilegri kostur fyrir slíka brotastarfsemi. Öflugar fyrirbyggjandi aðgerðir, reglulegt áhættumat, regluverk sem er uppfært eftir þörfum og skilvirkt eftirlit eru lykilþættir í að draga úr hættu á að Ísland verði nýtt sem milliliður eða skjól fyrir fjármögnun gereyðingarvopna,“ segir í matinu.
Lögreglumál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira