Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2025 08:04 Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, er að setja saman nýtt lið og vill fá Alexander Isak sem fremsta mann. Getty/Yu Chun Christopher Wong/George Wood Liverpool hefur farið mikinn á félagsskiptamarkaðnum í sumar og keypt hvern stjörnuleikmanninn á fætur öðrum. Englandsmeistararnir eru samt ekki hættir og það vekur upp spurningarmerki hjá mörgum. Sterkur orðrómur er um það í enskum fjölmiðlum að Liverpool ætli líka að kaupa sænska framherjann Alexander Isak frá Newcastle sem verður þá dýrasti, ekki bara í sögu Liverpool heldur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. 44 milljarðar króna Liverpool er þegar búið að eyða 265 milljónum punda í glugganum. Það eru 44 milljarðar íslenskra króna. Sóknarmiðjumaðurinn Florian Wirtz var keyptur fyrir 100 milljónir punda frá Bayer Leverkusen. Bakvörðurinn Jeremie Frimpong var keyptur fyrir 29,5 milljónir punda frá Bayer Leverkusen. Bakvörðurinn Milos Kerkez var keyptur fyrir 40 milljónir punda frá England Bournemouth. Markvörðurinn Giorgi Mamardashvili var keyptur fyrir 25 milljónir punda frá Valencia. Framherjinn Hugo Ekitike var keyptur fyrir 69 milljónir punda frá Eintracht Frankfurt. Hvernig er þetta hægt? Margir og þá sérstaklega stuðningsmenn andstæðinga Liverpool skilja ekki hvernig Liverpool getur haldið áfram að kaupa leikmenn fyrir stórar upphæðir þrátt fyrir alla þessa eyðslu. Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Hann kostar liðið allt upp í 140 milljónir punda ef ekki meira. Mark McAdam reyndi að útskýra þetta og svara þessari spurningu fyrir Sky Sports. Það eru strangar rekstrarreglur í ensku úrvalsdeildinni og við höfum séð stig vera tekin af félögum vegna brota á þeim. Skynsamir og sparsamir Lykillinn fyrir Liverpool liggur í skynsömum og sparsömum rekstri síðustu ár. Félagið hefur eytt litlu og líka selt leikmenn. Liverpool er að ganga frá sölu á Luiz Diaz til Bayern München fyrir væna upphæð og hefur selt fleiri leikmenn. McAdam sýndi töflu yfir það hversu litlu Liverpool hefur eytt miðað við félög eins og Chelsea, Manchester United og Arsenal. Þar er verið að tala um nettóeyðslu þegar bæði er tekið saman kaup og sölur. Stuðningsmenn Liverpool kvörtuðu mikið yfir alltof sparsömum eigendum í síðustu gluggum en það er einmitt fyrir þá litlu eyðslu þá að félagið getur eytt svona miklu núna. Peningarnir streyma að Það skiptir líka máli fyrir Liverpool að liðið átti frábært síðasta tímabil, þrátt fyrir nánast enga eyðslu, vann enska meistaratitilinn sem skilaði miklum tekjum og náði sér í væna upphæð í Meisataradeildinni. Peningarnir streyma því að Liverpool úr öllum áttum og það hjálpar til við að eiga fyrir þessum rosalega félagsskiptaglugga sem á að leggja grunninn að næstu meistarakynslóð félagsins. Hér fyrir neðan má sjá McAdam fara yfir þetta. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=g4xCyBKnFoA">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira
Sterkur orðrómur er um það í enskum fjölmiðlum að Liverpool ætli líka að kaupa sænska framherjann Alexander Isak frá Newcastle sem verður þá dýrasti, ekki bara í sögu Liverpool heldur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. 44 milljarðar króna Liverpool er þegar búið að eyða 265 milljónum punda í glugganum. Það eru 44 milljarðar íslenskra króna. Sóknarmiðjumaðurinn Florian Wirtz var keyptur fyrir 100 milljónir punda frá Bayer Leverkusen. Bakvörðurinn Jeremie Frimpong var keyptur fyrir 29,5 milljónir punda frá Bayer Leverkusen. Bakvörðurinn Milos Kerkez var keyptur fyrir 40 milljónir punda frá England Bournemouth. Markvörðurinn Giorgi Mamardashvili var keyptur fyrir 25 milljónir punda frá Valencia. Framherjinn Hugo Ekitike var keyptur fyrir 69 milljónir punda frá Eintracht Frankfurt. Hvernig er þetta hægt? Margir og þá sérstaklega stuðningsmenn andstæðinga Liverpool skilja ekki hvernig Liverpool getur haldið áfram að kaupa leikmenn fyrir stórar upphæðir þrátt fyrir alla þessa eyðslu. Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Hann kostar liðið allt upp í 140 milljónir punda ef ekki meira. Mark McAdam reyndi að útskýra þetta og svara þessari spurningu fyrir Sky Sports. Það eru strangar rekstrarreglur í ensku úrvalsdeildinni og við höfum séð stig vera tekin af félögum vegna brota á þeim. Skynsamir og sparsamir Lykillinn fyrir Liverpool liggur í skynsömum og sparsömum rekstri síðustu ár. Félagið hefur eytt litlu og líka selt leikmenn. Liverpool er að ganga frá sölu á Luiz Diaz til Bayern München fyrir væna upphæð og hefur selt fleiri leikmenn. McAdam sýndi töflu yfir það hversu litlu Liverpool hefur eytt miðað við félög eins og Chelsea, Manchester United og Arsenal. Þar er verið að tala um nettóeyðslu þegar bæði er tekið saman kaup og sölur. Stuðningsmenn Liverpool kvörtuðu mikið yfir alltof sparsömum eigendum í síðustu gluggum en það er einmitt fyrir þá litlu eyðslu þá að félagið getur eytt svona miklu núna. Peningarnir streyma að Það skiptir líka máli fyrir Liverpool að liðið átti frábært síðasta tímabil, þrátt fyrir nánast enga eyðslu, vann enska meistaratitilinn sem skilaði miklum tekjum og náði sér í væna upphæð í Meisataradeildinni. Peningarnir streyma því að Liverpool úr öllum áttum og það hjálpar til við að eiga fyrir þessum rosalega félagsskiptaglugga sem á að leggja grunninn að næstu meistarakynslóð félagsins. Hér fyrir neðan má sjá McAdam fara yfir þetta. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=g4xCyBKnFoA">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira