Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 30. júlí 2025 16:25 Áætlað er að um ein og hálf milljón manna noti þyngdarstjórnunarlyf í Bretlandi. Getty Rannsókn er hafin í Bretlandi á því hvort notkun þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy geti valdið alvarlegum aukaverkunum í brisi. Heilbrigðisyfirvöldum þar í landi hafa borist mörg hundruð ábendingar um brisbólgu, þar af tíu dauðsföll þess vegna, eftir notkun þyngdarstjórnunarlyfja. Heilbrigðisyfivöld í Bretlandi hafa beðið fólk sem notar þyngdarstjórnunarlyf og hefur verið lagt inn á spítala vegna brisbólgu að hafa samband og tilkynna um veikindin. Nokkur hundruð tilkynningar hafa borist af brisbólgu hjá fólki sem notar þessi lyf, en tengsl lyfjanna við sjúkdómin hafa ekki verið staðfest. Brisið er sérstakur kirtill sem framleiðir hormón og brissafa. Kirtilblöðrur á útkirtilshluta brissins mynda brissafa og seyta honum út í brisgöng sem bera hann ofan í skeifugörnina. Meltingarensím brissafans sjá svo um að melta allar helstu stóru fæðusameindirnar. Hægt er að lesa meira um brisið á Vísindavefnum. Samkvæmt tilkynningu frá forstjóra lyfjaeftirlits Bretlands er markmið rannsóknarinnar að finna þá sem eru útsettari en aðrir fyrir mögulegum aukaverkunum af völdum lyfjanna. Þá er einnig biðlað til fólks sem notar lyfin vegna meðferðar við sykursýki 2 og hefur fengið slæmar aukaverkanir að hafa samband. Rannsakað verði hvort sumir séu erfðafræðilega líklegri en aðrir til að fá brisbólgu vegna lyfjanna. „Með þessari rannsókn munum við vonandi finna þá sem eru líklegri en aðrir til að finna fyrir þessum hugsanlegum aukaverkunum í brisi. Í kjölfarið getum við fundið bestu lyfin fyrir þau, með gen og þarfir þeirra að leiðarljósi,“ segir Alison Cave, forstjóri lyfjaeftirlits Bretlands. Frekari umfjöllun um málið má finna í breskum miðlum á borð við Telegraph, Guardian og BBC. Þyngdarstjórnunarlyf Bretland Heilbrigðismál Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Heilbrigðisyfivöld í Bretlandi hafa beðið fólk sem notar þyngdarstjórnunarlyf og hefur verið lagt inn á spítala vegna brisbólgu að hafa samband og tilkynna um veikindin. Nokkur hundruð tilkynningar hafa borist af brisbólgu hjá fólki sem notar þessi lyf, en tengsl lyfjanna við sjúkdómin hafa ekki verið staðfest. Brisið er sérstakur kirtill sem framleiðir hormón og brissafa. Kirtilblöðrur á útkirtilshluta brissins mynda brissafa og seyta honum út í brisgöng sem bera hann ofan í skeifugörnina. Meltingarensím brissafans sjá svo um að melta allar helstu stóru fæðusameindirnar. Hægt er að lesa meira um brisið á Vísindavefnum. Samkvæmt tilkynningu frá forstjóra lyfjaeftirlits Bretlands er markmið rannsóknarinnar að finna þá sem eru útsettari en aðrir fyrir mögulegum aukaverkunum af völdum lyfjanna. Þá er einnig biðlað til fólks sem notar lyfin vegna meðferðar við sykursýki 2 og hefur fengið slæmar aukaverkanir að hafa samband. Rannsakað verði hvort sumir séu erfðafræðilega líklegri en aðrir til að fá brisbólgu vegna lyfjanna. „Með þessari rannsókn munum við vonandi finna þá sem eru líklegri en aðrir til að finna fyrir þessum hugsanlegum aukaverkunum í brisi. Í kjölfarið getum við fundið bestu lyfin fyrir þau, með gen og þarfir þeirra að leiðarljósi,“ segir Alison Cave, forstjóri lyfjaeftirlits Bretlands. Frekari umfjöllun um málið má finna í breskum miðlum á borð við Telegraph, Guardian og BBC.
Þyngdarstjórnunarlyf Bretland Heilbrigðismál Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira