Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. ágúst 2025 15:00 Sævar Helgi og halastjarnan, nú eða geimskipið sem er væntanlegt nálægt jörðu í nóvember. Vísir Halastjarna úr öðru sólkerfi sem mun fljúga nálægt jörðu í nóvember gæti í raun verið geimskip sem ætlað er að ráðast á jörðina. Þetta er tilgáta tveggja stjarneðlisfræðinga við Harvard háskóla. Íslenskur sérfræðingur segir hinsvegar ekkert að óttast. Það var þann 1. júlí síðastliðinn sem stjarneðlisfræðingar í Síle komu fyrst auga á halastjörnuna, en þá var hún nýkomin inn í sólkerfi okkar. Vísindamenn telja stjörnuna vera allt að ellefu kílómetrar að þvermáli, eða því sem nemur fjarlægðinni milli Reykjavíkurtjarnar og Mosfellsbæjar. Halastjarnan, nú eða geimskipið, er rúmir 11 kílómetrar að lengd. Vísir/Grafík Halastjarnan verður næst jörðu í lok október en frá september verður hún of nálægt sólu svo að hægt verði að sjá hana. Tilgáta tveggja stjarneðlisfræðinga við Harvard um að halastjarnan geti mögulega verið geimskip byggir einmitt á þeirri staðreynd. Þeir velta því fyrir sér, í óritrýndri fræðigrein sem vakið hefur mikla athygli misvirtra erlendra fjölmiðla, hvort um sé í raun að ræða geimskip þar sem innanborðs séu óvinveittar geimverur í könnunarleiðangri eða árásarferð. Sævar Helgi Bragason einn frægasti stjörnu sérfræðingur landsins, er efins. „Þetta fyrirbæri, þetta er 3I Atlas og þetta er þriðji gestur úr öðru sólkerfi sem við finnum. Þetta er halastjarna, í raun og veru ísjaki sem er að falla í kringum sólina okkar núna, eða framhjá henni öllu heldur og svona miðað við allar mælingar stærstu sjónauka í heimi að þá bendir ekkert til þess að þarna sé um að ræða óvinveitt geimskip sem ætli að ráðast á jörðina.“ Eldri en sólkerfið Um sé að ræða kunnuglegar furðuvangaveltur stjarneðlisfræðings sem þyki gaman að vekja á sér athygli með ýmsum kenningum um geimverur. „Hugmyndir um að þarna sé um að ræða einhverskonar geimskip er eitthvað sem fólk skoðar í alvörunni af því að þetta kemur úr öðru sólkerfi, en svo um leið og við beinum sjónaukum okkar að því þá kemur í ljós að um er að ræða ósköp venjulega halastjörnu sem er kannski óvenjuleg að því leytinu til að hún er líklega miklu eldri en sólkerfið okkar og þetta er bara eitt af ótalmörgum svipuðum fyrirbærum sem koma til með að finnast næstu ár og áratugi þegar nýr sjónauki hefur hafið störf fyrir alvöru sem heitir Vera Rubin sjónaukinn, þannig það eru spennandi tímar framundan.“ En er til líf á öðrum hnöttum? „Það hlýtur að vera líf þarna einhvers staðar annars staðar en á jörðinni og vandinn er sá að bilið á milli stjarna er svo rosalegt að þetta er svona eins og nál í risa eða stærsta heystakki sem er hægt að ímynda sér sem er allur alheimurinn þannig ég er rosalega skeptískur á að það sé verið að heimsækja okkur. En hver veit, þess vegna erum við að rannsaka þetta og leita og vonandi leita af okkur allan grun.“ Geimurinn Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Það var þann 1. júlí síðastliðinn sem stjarneðlisfræðingar í Síle komu fyrst auga á halastjörnuna, en þá var hún nýkomin inn í sólkerfi okkar. Vísindamenn telja stjörnuna vera allt að ellefu kílómetrar að þvermáli, eða því sem nemur fjarlægðinni milli Reykjavíkurtjarnar og Mosfellsbæjar. Halastjarnan, nú eða geimskipið, er rúmir 11 kílómetrar að lengd. Vísir/Grafík Halastjarnan verður næst jörðu í lok október en frá september verður hún of nálægt sólu svo að hægt verði að sjá hana. Tilgáta tveggja stjarneðlisfræðinga við Harvard um að halastjarnan geti mögulega verið geimskip byggir einmitt á þeirri staðreynd. Þeir velta því fyrir sér, í óritrýndri fræðigrein sem vakið hefur mikla athygli misvirtra erlendra fjölmiðla, hvort um sé í raun að ræða geimskip þar sem innanborðs séu óvinveittar geimverur í könnunarleiðangri eða árásarferð. Sævar Helgi Bragason einn frægasti stjörnu sérfræðingur landsins, er efins. „Þetta fyrirbæri, þetta er 3I Atlas og þetta er þriðji gestur úr öðru sólkerfi sem við finnum. Þetta er halastjarna, í raun og veru ísjaki sem er að falla í kringum sólina okkar núna, eða framhjá henni öllu heldur og svona miðað við allar mælingar stærstu sjónauka í heimi að þá bendir ekkert til þess að þarna sé um að ræða óvinveitt geimskip sem ætli að ráðast á jörðina.“ Eldri en sólkerfið Um sé að ræða kunnuglegar furðuvangaveltur stjarneðlisfræðings sem þyki gaman að vekja á sér athygli með ýmsum kenningum um geimverur. „Hugmyndir um að þarna sé um að ræða einhverskonar geimskip er eitthvað sem fólk skoðar í alvörunni af því að þetta kemur úr öðru sólkerfi, en svo um leið og við beinum sjónaukum okkar að því þá kemur í ljós að um er að ræða ósköp venjulega halastjörnu sem er kannski óvenjuleg að því leytinu til að hún er líklega miklu eldri en sólkerfið okkar og þetta er bara eitt af ótalmörgum svipuðum fyrirbærum sem koma til með að finnast næstu ár og áratugi þegar nýr sjónauki hefur hafið störf fyrir alvöru sem heitir Vera Rubin sjónaukinn, þannig það eru spennandi tímar framundan.“ En er til líf á öðrum hnöttum? „Það hlýtur að vera líf þarna einhvers staðar annars staðar en á jörðinni og vandinn er sá að bilið á milli stjarna er svo rosalegt að þetta er svona eins og nál í risa eða stærsta heystakki sem er hægt að ímynda sér sem er allur alheimurinn þannig ég er rosalega skeptískur á að það sé verið að heimsækja okkur. En hver veit, þess vegna erum við að rannsaka þetta og leita og vonandi leita af okkur allan grun.“
Geimurinn Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira