„Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. júlí 2025 11:02 Arna Eiríksdóttir gekk til liðs við FH fyrir rúmum tveimur árum og sér ekki eftir því. vísir / ívar Kvennalið FH er á leið í bikarúrslitaleik í fyrsta sinn í sögu félagsins. Árangurinn kemur fyrirliðanum Örnu Eiríksdóttir ekki á óvart, hún segir mikla vinnu liggja þar að baki og sér ekki eftir því að hafa sagt skilið við systur sínar í Val. FH lagði Val að velli með 3-2 sigri í framlengdum undanúrslitaleik á Hlíðarenda í fyrradag og er á leið í bikarúrslitaleikinn þann 16. ágúst gegn annaðhvort Breiðablik eða ÍBV. Sömuleiðis er FH í toppbaráttu Bestu deildarinnar, í öðru sæti, aðeins þremur stigum frá toppnum. Árangur FH í sumar hefur komið mörgum á óvart, en ekki þeim sem hafa tekið þátt í uppbyggingu liðsins undanfarin ár. „Við erum fyrst og fremst bara með mikið af leikmönnum sem eru rosalega góðar í fótbolta, með góða tækni, nútímaleikmenn. Svo erum við búnar að vera í svakalegu prógrammi hjá styrktarþjálfaranum okkar síðustu ár, þannig að við erum með líkamlega burði sem ekkert endilega öll lið hafa og náum að keyra leikinn hratt“ segir Arna. Arna hefur skorað tvö mörk fyrir FH í sumar, bæði í heimaleiknum gegn FHL. vísir / guðmundur Þegar Arna kom í Kaplakrikann fyrir rúmum tveimur árum var FH nýliði í efstu deild, langt frá þeim stað sem liðið er á í dag. „Ég man ennþá eftir því þegar ég kom hingað á fyrsta fundinn með þjálfurunum. Þeir seldu mér einhverja vegferð og pælingu sem þeir vildu fylgja og mér fannst henta mér vel. Þannig að þetta er nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ segir Arna um uppbyggingu FH síðan hún gekk til liðs við félagið. Lítið rætt leikinn við systur sínar Arna var áður leikmaður Vals og þar spila tvær af þremur systrum hennar, þær öfunda Örnu eflaust af velgengninni með FH, en hún segir bikarsigurinn ekkert sætari fyrir vikið. „Það var bara gaman, ég hef svosem ekkert mikið rætt leikinn við systur mínar, ég faðmaði þær bara eftir leik og svo heldur lífið áfram... Málfríður í leiknum gegn FH.vísir ...Elsta systir mín, Málfríður, er náttúrulega Valsari algjörlega út í gegn. Fyrir utan eitt ár í Danmörku hefur hún aldrei spilað fyrir annað félag. Valsari númer eitt, tvö og þrjú, þannig að ég held að hún myndi aldrei öfunda neinn í nokkru öðru liði en Val. Svo er litla systir mín að eiga sitt breakout season núna með Val, ég held að þeim líði bara mjög vel þar“ segir Arna um systur sínar í Val, sem eru dottnar út úr bikarnum og langt frá toppbaráttu Bestu deildarinnar. FH Mjólkurbikar kvenna Besta deild kvenna Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
FH lagði Val að velli með 3-2 sigri í framlengdum undanúrslitaleik á Hlíðarenda í fyrradag og er á leið í bikarúrslitaleikinn þann 16. ágúst gegn annaðhvort Breiðablik eða ÍBV. Sömuleiðis er FH í toppbaráttu Bestu deildarinnar, í öðru sæti, aðeins þremur stigum frá toppnum. Árangur FH í sumar hefur komið mörgum á óvart, en ekki þeim sem hafa tekið þátt í uppbyggingu liðsins undanfarin ár. „Við erum fyrst og fremst bara með mikið af leikmönnum sem eru rosalega góðar í fótbolta, með góða tækni, nútímaleikmenn. Svo erum við búnar að vera í svakalegu prógrammi hjá styrktarþjálfaranum okkar síðustu ár, þannig að við erum með líkamlega burði sem ekkert endilega öll lið hafa og náum að keyra leikinn hratt“ segir Arna. Arna hefur skorað tvö mörk fyrir FH í sumar, bæði í heimaleiknum gegn FHL. vísir / guðmundur Þegar Arna kom í Kaplakrikann fyrir rúmum tveimur árum var FH nýliði í efstu deild, langt frá þeim stað sem liðið er á í dag. „Ég man ennþá eftir því þegar ég kom hingað á fyrsta fundinn með þjálfurunum. Þeir seldu mér einhverja vegferð og pælingu sem þeir vildu fylgja og mér fannst henta mér vel. Þannig að þetta er nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ segir Arna um uppbyggingu FH síðan hún gekk til liðs við félagið. Lítið rætt leikinn við systur sínar Arna var áður leikmaður Vals og þar spila tvær af þremur systrum hennar, þær öfunda Örnu eflaust af velgengninni með FH, en hún segir bikarsigurinn ekkert sætari fyrir vikið. „Það var bara gaman, ég hef svosem ekkert mikið rætt leikinn við systur mínar, ég faðmaði þær bara eftir leik og svo heldur lífið áfram... Málfríður í leiknum gegn FH.vísir ...Elsta systir mín, Málfríður, er náttúrulega Valsari algjörlega út í gegn. Fyrir utan eitt ár í Danmörku hefur hún aldrei spilað fyrir annað félag. Valsari númer eitt, tvö og þrjú, þannig að ég held að hún myndi aldrei öfunda neinn í nokkru öðru liði en Val. Svo er litla systir mín að eiga sitt breakout season núna með Val, ég held að þeim líði bara mjög vel þar“ segir Arna um systur sínar í Val, sem eru dottnar út úr bikarnum og langt frá toppbaráttu Bestu deildarinnar.
FH Mjólkurbikar kvenna Besta deild kvenna Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira