Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2025 09:02 Það geta ekki allir skorað þegar þeir eru ekki inn á vellinum en Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur tókst það í gærkvöldi samkvæmt leikskýrslu KSÍ. Getty/Pat Elmont Blikinn Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir var á skotskónum í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta í gær. Það er ef þú skoðar leikskýrsluna. Ef þú horfðir á leikinn þá passar það ekki alveg enda hún ekki einu sinni inn á vellinum þegar annað markanna var skorað. Breiðablik vann 3-2 sigur á Lengjudeildarliði ÍBV sem veittu toppliði Bestu deildarinnar óvænta keppni. Breiðablik tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum á móti FH. Staðfest leikskýrsla Knattspyrnusambands Íslands úr leik Breiðabliks og ÍBV.KSÍ Áslaug Munda kom inn á sem varamaður í hálfleiknum þegar Breiðablik var 1-0 undir. Blikar lentu 2-0 undir en komu til baka og tryggðu sér sigurinn í blálokin. Áslaug Munda er skráð, á staðfestri leiksskýrslu dómaranna, hafa skorað annað mark Breiðabliks á 53. mínútu og einnig sigurmarkið í uppbótatíma leiksins. Hún var meira að segja farin af velli þegar sigurmarkið var skorað. Hið rétta er að Berglind Björg Þorvaldsdóttir jafnaði metin og Barbára Sól Gísladóttir skoraði sigurmarkið. Báðar skoruðu þær með skalla. Í fyrra markinu þó byrjar Áslaug Munda sóknina en á ekki stoðsendinguna og er ekki inn í vítateig þegar markið er skorað úr markteignum. Hún stendur meira segja við hlið dómarans og þau horfa saman á Berglindi skalla boltann í markið. Berglind og Barbára munu væntanlega láta heyra í sér og láta breyta þessu. Sönnunina má sjá hér fyrir neðan þar sem sjá má bæði þessi mörk. Áslaug Munda hefur ekki skorað mark í deild eða bikar á Íslandi síðan 10. júní 2022 eða í meira en þrjú ár. Það breytist væntanlega ekki nema að dómaratróið vilji halda þessu til streitu. ⚡️Það var dramatík í Kópavogi þar sem Breiðablik skoraði sigurmark í uppbótartíma og fer í bikarúrslitin gegn FH🏆⚽️Barbára Sól Gísladóttir '91 pic.twitter.com/6lZPnnqRSF— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 31, 2025 Hér er 3 fyrir 1 tilboð. Þrjú mörk á fimm mínútum. ÍBV komst í 0-2 en Breiðablik svaraði með tveimur mörkum.⚽️0-2 Olga Sevcova '48 (ÍBV)⚽️1-2 Elín Helena Karlsdóttir' 49 (Breiðablik)⚽️2-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir '53 (Breiðablik)🎟️Farseðill í bikarúrslitaleik í boði🏆 pic.twitter.com/D5cwZiKQoR— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 31, 2025 Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Breiðablik vann 3-2 sigur á Lengjudeildarliði ÍBV sem veittu toppliði Bestu deildarinnar óvænta keppni. Breiðablik tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum á móti FH. Staðfest leikskýrsla Knattspyrnusambands Íslands úr leik Breiðabliks og ÍBV.KSÍ Áslaug Munda kom inn á sem varamaður í hálfleiknum þegar Breiðablik var 1-0 undir. Blikar lentu 2-0 undir en komu til baka og tryggðu sér sigurinn í blálokin. Áslaug Munda er skráð, á staðfestri leiksskýrslu dómaranna, hafa skorað annað mark Breiðabliks á 53. mínútu og einnig sigurmarkið í uppbótatíma leiksins. Hún var meira að segja farin af velli þegar sigurmarkið var skorað. Hið rétta er að Berglind Björg Þorvaldsdóttir jafnaði metin og Barbára Sól Gísladóttir skoraði sigurmarkið. Báðar skoruðu þær með skalla. Í fyrra markinu þó byrjar Áslaug Munda sóknina en á ekki stoðsendinguna og er ekki inn í vítateig þegar markið er skorað úr markteignum. Hún stendur meira segja við hlið dómarans og þau horfa saman á Berglindi skalla boltann í markið. Berglind og Barbára munu væntanlega láta heyra í sér og láta breyta þessu. Sönnunina má sjá hér fyrir neðan þar sem sjá má bæði þessi mörk. Áslaug Munda hefur ekki skorað mark í deild eða bikar á Íslandi síðan 10. júní 2022 eða í meira en þrjú ár. Það breytist væntanlega ekki nema að dómaratróið vilji halda þessu til streitu. ⚡️Það var dramatík í Kópavogi þar sem Breiðablik skoraði sigurmark í uppbótartíma og fer í bikarúrslitin gegn FH🏆⚽️Barbára Sól Gísladóttir '91 pic.twitter.com/6lZPnnqRSF— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 31, 2025 Hér er 3 fyrir 1 tilboð. Þrjú mörk á fimm mínútum. ÍBV komst í 0-2 en Breiðablik svaraði með tveimur mörkum.⚽️0-2 Olga Sevcova '48 (ÍBV)⚽️1-2 Elín Helena Karlsdóttir' 49 (Breiðablik)⚽️2-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir '53 (Breiðablik)🎟️Farseðill í bikarúrslitaleik í boði🏆 pic.twitter.com/D5cwZiKQoR— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 31, 2025
Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira