„Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. ágúst 2025 14:58 Bílar á vegum björgunarsveitarinnar Þorbjarnar. Mynd tengist frétt því ekki beint. Björgunarsveitir hjálpuðu þremur ferðamönnum á Fimmvörðuhálsi í nótt. Fólkið var orðið blautt, skalf af kulda og var varla gangfært. Einnig þurfti að aðstoða ferðamenn sem festu bíl í Stóru-Laxá í nótt og hafa björgunarsveitir sinnt tveimur útköllum á Snæfellsnesi í dag. Björgunarsveitir voru kallaðar út tvívegis fyrr í dag á Snæfellsnesi, annars vegar vegna báts sem slóst utan í bryggju og hins vegar vegna þaks sem hafði fokið á Hellissandi. „Fyrir utan lætin í Vestmannaeyjum í gærkvöldi voru tvær beiðnir sem bárust björgunarsveitunum,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við fréttastofu „Blaut, mjög köld og treystu sér ekki lengra“ „Annars vegar frá ferðamönnum sem höfðu fest bíl sinn í Stóru-Laxá inni á Hálendinu. Þangað fóru tvær björgunarsveitir og leystu það mál tiltölulega hratt og örugglega þó það væri erfitt að komast að þeim.“ „Síðan barst beiðni frá þremur ferðamönnum sem höfðu ætlað að ganga Fimmvörðuháls frá Skógum yfir í Þórsmörk, höfðu með sér tjald og höfðu hugsað sér að gista í tjaldi á leiðinni,“ sagði hann. „Veður var orðið þannig að það var ekki gerlegt og þau náðu ekki að hemja tjaldið til þess að tjalda því, voru orðin blaut, mjög köld og treystu sér ekki lengra.“ Varla gangfær og „skulfu eins og hríslur“ Björgunarsveitir fóru annars vegar gangandi upp úr Þórsmörk, Kattarhryggina og inn á Morinsheiði og hins vegar með því að keyra inn á Fimmvörðuhálsinn frá Skógum og voru komin að þeim um tvö í nótt. „Þá var ástandið orðið þannig að þau voru varla gangfær en með því að hlúa aðeins að þeim og nota hitateppi til að koma aðeins hita í þau aftur þá treystu þau sér til þess að ganga niður með björgunarsveitarmönnum,“ segir Jón Þór. „Þessu lauk nú ekki fyrr en á sjöunda tímanum í morgun,“ bætir hann við. Þau hafi verið köld, hrakin og illa á sig komin og heppin að ekki fór verr. „Ég held að þarna hafi verið aðstæður sem eru dæmigerðar fyrir það þegar fólk verður úti. Þau voru blaut, þeim var kalt og skulfu eins og hríslur. Ég held þau hafi verið þessari aðstoð fegin,“ segir hann. Björgunarsveitir Rangárþing eystra Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Björgunarsveitir voru kallaðar út tvívegis fyrr í dag á Snæfellsnesi, annars vegar vegna báts sem slóst utan í bryggju og hins vegar vegna þaks sem hafði fokið á Hellissandi. „Fyrir utan lætin í Vestmannaeyjum í gærkvöldi voru tvær beiðnir sem bárust björgunarsveitunum,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við fréttastofu „Blaut, mjög köld og treystu sér ekki lengra“ „Annars vegar frá ferðamönnum sem höfðu fest bíl sinn í Stóru-Laxá inni á Hálendinu. Þangað fóru tvær björgunarsveitir og leystu það mál tiltölulega hratt og örugglega þó það væri erfitt að komast að þeim.“ „Síðan barst beiðni frá þremur ferðamönnum sem höfðu ætlað að ganga Fimmvörðuháls frá Skógum yfir í Þórsmörk, höfðu með sér tjald og höfðu hugsað sér að gista í tjaldi á leiðinni,“ sagði hann. „Veður var orðið þannig að það var ekki gerlegt og þau náðu ekki að hemja tjaldið til þess að tjalda því, voru orðin blaut, mjög köld og treystu sér ekki lengra.“ Varla gangfær og „skulfu eins og hríslur“ Björgunarsveitir fóru annars vegar gangandi upp úr Þórsmörk, Kattarhryggina og inn á Morinsheiði og hins vegar með því að keyra inn á Fimmvörðuhálsinn frá Skógum og voru komin að þeim um tvö í nótt. „Þá var ástandið orðið þannig að þau voru varla gangfær en með því að hlúa aðeins að þeim og nota hitateppi til að koma aðeins hita í þau aftur þá treystu þau sér til þess að ganga niður með björgunarsveitarmönnum,“ segir Jón Þór. „Þessu lauk nú ekki fyrr en á sjöunda tímanum í morgun,“ bætir hann við. Þau hafi verið köld, hrakin og illa á sig komin og heppin að ekki fór verr. „Ég held að þarna hafi verið aðstæður sem eru dæmigerðar fyrir það þegar fólk verður úti. Þau voru blaut, þeim var kalt og skulfu eins og hríslur. Ég held þau hafi verið þessari aðstoð fegin,“ segir hann.
Björgunarsveitir Rangárþing eystra Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira