Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Samúel Karl Ólason skrifar 2. ágúst 2025 14:55 Frá Les Sables-d'Olonne, vinsælum strandbæ í Frakklandi. Getty/Gazeau J/Andia Á hverju sumri fyllist strandbærinn Les Sables d‘Olonne á vesturströnd Frakklands af ferðamönnum, sem flestir eru franskir, en þeir þykja gjarnir, jafnvel of gjarnir, á það að ganga um bæinn á sundfötum sínum eða berir að ofan. Íbúar hafa fengið nóg og eru byrjaðir að beita sektum. Ráðamenn og íbúar í bænum Les Sables d’Olonne í Frakklandi hafa beðið ferðamenn um að sýna hófsemi í bænum. „Smá stilling, gerið það,“ skrifaði Yannick Moreau, bæjarstjóri, á samfélagsmiðla í síðustu viku. Tilefnið var að gerðar hafa verið breytingar á reglum bæjarins og verður fólk nú sektað fyrir að ganga nakið eða á sundfötum um götur og verslanir bæjarins. „Þetta er spurning um virðingu við íbúa Sables sem vilja ekki að fólk gangi hálf nakið um bæinn. Þetta er líka spurning um hreinlæti í mörkuðum, verslunum og á götum okkar.“ Bæjarstjórinn sagði fólki frjálst að bera sig á ellefu kílómetra langri strandlengju bæjarins. Ein baðströndin er nektarströnd og þar er því eitthvað fyrir alla. Í viðtali við New York Times sagði Moreau að þessi tilhneiging ferðamanna að spóka sig fáklæddir um bæinn hefði færst í aukana á undanförnum árum. Þeir færu af ströndunum í sundfötum sínum og gengu um bæinn og færu inn í matvöruverslanir og inn á veitingastaði svo gott sem berir. „Ef þú ferð inn í verslun til að kaupa mat, ávexti, grænmeti og kjöt, getur þú ekki verið hálf nakinn svo hár falla á grænmetið. Þetta er spurning um velsæmi.“ Sambærilegar reglur hafa litið dagsins ljós víðsvegar um Evrópu á undanförnum árum. Það á við staði á Spáni, Ítalíu, Króatíu og víðar. Frakkland Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Íbúar hafa fengið nóg og eru byrjaðir að beita sektum. Ráðamenn og íbúar í bænum Les Sables d’Olonne í Frakklandi hafa beðið ferðamenn um að sýna hófsemi í bænum. „Smá stilling, gerið það,“ skrifaði Yannick Moreau, bæjarstjóri, á samfélagsmiðla í síðustu viku. Tilefnið var að gerðar hafa verið breytingar á reglum bæjarins og verður fólk nú sektað fyrir að ganga nakið eða á sundfötum um götur og verslanir bæjarins. „Þetta er spurning um virðingu við íbúa Sables sem vilja ekki að fólk gangi hálf nakið um bæinn. Þetta er líka spurning um hreinlæti í mörkuðum, verslunum og á götum okkar.“ Bæjarstjórinn sagði fólki frjálst að bera sig á ellefu kílómetra langri strandlengju bæjarins. Ein baðströndin er nektarströnd og þar er því eitthvað fyrir alla. Í viðtali við New York Times sagði Moreau að þessi tilhneiging ferðamanna að spóka sig fáklæddir um bæinn hefði færst í aukana á undanförnum árum. Þeir færu af ströndunum í sundfötum sínum og gengu um bæinn og færu inn í matvöruverslanir og inn á veitingastaði svo gott sem berir. „Ef þú ferð inn í verslun til að kaupa mat, ávexti, grænmeti og kjöt, getur þú ekki verið hálf nakinn svo hár falla á grænmetið. Þetta er spurning um velsæmi.“ Sambærilegar reglur hafa litið dagsins ljós víðsvegar um Evrópu á undanförnum árum. Það á við staði á Spáni, Ítalíu, Króatíu og víðar.
Frakkland Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira