Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Agnar Már Másson skrifar 2. ágúst 2025 23:00 Þóra sagði að það væri löngu búið að semja við alla landeigendur á áhrifasvæði Hvammsvirkjunar. „Við höfum aldrei heyrt frá þeim, hvorki múkk né neitt,“ segir landeigandi. Samsett mynd Landeigendur í nágrenni við Þjórsá sem telja sig munu finna fyrir miklum áhrifum af byggingu Hvammsvirjunar segja að Landsvirkjun hafi aldrei samið við sig í tengslum við uppbygginguna og þvertaka fyrir ummæli Þóru Arnórsdóttur, samskiptastjóra Landsvirkjunar, um að löngu sé búið að semja við landeigendur á áhrifasvæði virkjunarinnar. Þóra stendur við ummælin. Þóra sagði í setti í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi að það væri „löngu búið að semja við alla landeigendur, alla vatnsréttarhafa á áhrifasvæði Hvammsvirkjunar.“ Þóra er forstöðumaður samskipta- og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun. Í viðtalinu tók hún enn fremur fram að vandað hafi gríðarlega til verka við undirbúning virkjunarinnar. Hannes Þ. Sigurðsson, sem á um átta hektara bústaðaland í Fagralandi 1 og 2 við Þjórsá, segir að Landsvirkjun hafi aldrei samið við sig. Lóð hans liggur upp að Þjórsárdalsvegi en Hannes segir að landið verði fyrir tölvuverðum áhrifum af væntanlegri hækkun vatsnborðs sem nái að gili á hans landi. Þá sé gert ráð fyrir landfyllingum á lóð Hannesar. Bústaður hans er í rúmlega hundrað metra fjarlægð frá Þjórsá. „Við höfum aldrei heyrt frá þeim, hvorki múkk né neitt,“ segir Hannes en hann segir að Landsvirkjun hafi á sínum tíma sagst ætla að semja við landeigendur á svæðinu um leið og dómsmálið væri leitt til lykta en Héraðsdómur staðfesti í síðasta mánuði úrskurð héraðsdóms um ólögmæti virkjunarinn en nú hefur lögunum verið breytt. Hannes veiddi þetta kvikindi í Þjórsá í dag. Aðsend Hannes segir að einu samskiptin sem landeigendur hafi átt við Landsvirkjun hafi verið á upplýsingafundi sem foreldrar Hannesar sátu árið 2012, en þeir áttu landið þá. Þá hafi heldur ekki verið samið um neitt. Héraðsdómur dæmdi landeigendum í vil og Hæstaréttur staðfesti það. Kveðst Hannes vita til fleiri landeigenda á svæðinu sem hafi sömu sögu að segja. Jón Benjamín Jónson, landeigandi Undralands við bakka Þjórsár, tekur undir með Hannesi. „Það hefur aldrei verið samið við okkur,“ segir hann við fréttastofu en hans bústaðaland er í landi Haga í Þjórsárdal. Hannes segir að samskiptastjórinn hafi einnig haldið því ranglega fram að undirbúningur Hvammsvirkjunar hafi verið fullnægjandi enda hafi hún verið úrksuðuð ólögmæt. Hann nefnir einnig að enn hafi ekki verið sýnt fram á að hin „seiðafleytuaðferð“ virki í stöðuvatni sem Hagalón muni verða. Þóra segir í samtali við fréttastofu að hún standi við ummælin og ítrekar að búið sé að semja við alla landeigendur og vatnsréttarhafa á áhrifasvæði Hvammsvirkjunar og kveðst hafa það eftir aðallögfræðingi Landsvirkjunar. Að öðru leyti vildi hún engu við bæta. Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar og landeigendur við Þjórsá þar sem fyrirhugað er að reisa Hvammsvirkjun lýsa vinnubrögðum Landsvirkjunar sem ofbeldi. Of miklu sé fórnað í nafni gróða. Landeigendur ætla, að eigin sögn, að halda í þrjóskuna og berjast gegn áformunum. 1. ágúst 2025 19:13 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Þóra sagði í setti í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi að það væri „löngu búið að semja við alla landeigendur, alla vatnsréttarhafa á áhrifasvæði Hvammsvirkjunar.“ Þóra er forstöðumaður samskipta- og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun. Í viðtalinu tók hún enn fremur fram að vandað hafi gríðarlega til verka við undirbúning virkjunarinnar. Hannes Þ. Sigurðsson, sem á um átta hektara bústaðaland í Fagralandi 1 og 2 við Þjórsá, segir að Landsvirkjun hafi aldrei samið við sig. Lóð hans liggur upp að Þjórsárdalsvegi en Hannes segir að landið verði fyrir tölvuverðum áhrifum af væntanlegri hækkun vatsnborðs sem nái að gili á hans landi. Þá sé gert ráð fyrir landfyllingum á lóð Hannesar. Bústaður hans er í rúmlega hundrað metra fjarlægð frá Þjórsá. „Við höfum aldrei heyrt frá þeim, hvorki múkk né neitt,“ segir Hannes en hann segir að Landsvirkjun hafi á sínum tíma sagst ætla að semja við landeigendur á svæðinu um leið og dómsmálið væri leitt til lykta en Héraðsdómur staðfesti í síðasta mánuði úrskurð héraðsdóms um ólögmæti virkjunarinn en nú hefur lögunum verið breytt. Hannes veiddi þetta kvikindi í Þjórsá í dag. Aðsend Hannes segir að einu samskiptin sem landeigendur hafi átt við Landsvirkjun hafi verið á upplýsingafundi sem foreldrar Hannesar sátu árið 2012, en þeir áttu landið þá. Þá hafi heldur ekki verið samið um neitt. Héraðsdómur dæmdi landeigendum í vil og Hæstaréttur staðfesti það. Kveðst Hannes vita til fleiri landeigenda á svæðinu sem hafi sömu sögu að segja. Jón Benjamín Jónson, landeigandi Undralands við bakka Þjórsár, tekur undir með Hannesi. „Það hefur aldrei verið samið við okkur,“ segir hann við fréttastofu en hans bústaðaland er í landi Haga í Þjórsárdal. Hannes segir að samskiptastjórinn hafi einnig haldið því ranglega fram að undirbúningur Hvammsvirkjunar hafi verið fullnægjandi enda hafi hún verið úrksuðuð ólögmæt. Hann nefnir einnig að enn hafi ekki verið sýnt fram á að hin „seiðafleytuaðferð“ virki í stöðuvatni sem Hagalón muni verða. Þóra segir í samtali við fréttastofu að hún standi við ummælin og ítrekar að búið sé að semja við alla landeigendur og vatnsréttarhafa á áhrifasvæði Hvammsvirkjunar og kveðst hafa það eftir aðallögfræðingi Landsvirkjunar. Að öðru leyti vildi hún engu við bæta.
Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar og landeigendur við Þjórsá þar sem fyrirhugað er að reisa Hvammsvirkjun lýsa vinnubrögðum Landsvirkjunar sem ofbeldi. Of miklu sé fórnað í nafni gróða. Landeigendur ætla, að eigin sögn, að halda í þrjóskuna og berjast gegn áformunum. 1. ágúst 2025 19:13 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
„Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar og landeigendur við Þjórsá þar sem fyrirhugað er að reisa Hvammsvirkjun lýsa vinnubrögðum Landsvirkjunar sem ofbeldi. Of miklu sé fórnað í nafni gróða. Landeigendur ætla, að eigin sögn, að halda í þrjóskuna og berjast gegn áformunum. 1. ágúst 2025 19:13