„Dómur af himnum ofan“ Árni Jóhannsson skrifar 3. ágúst 2025 19:57 Halldór Árnason var ekki sáttur með leikinn í dag. Vísir / Diego Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var öllu rólegri en von var á þegar hann kom í viðtal eftir jafntefli Breiðabliks og KA í dag. Leikurinn endaði 1-1 og var mark dæmt af Breiðablik í blálokin. Halldór var spurður út í hvort hann væri búinn að fá útskýringu á dómnum sem tók mark af Viktori Erni Margeirssyni sem hefði tryggt öll stigin í dag. „Það virðist enginn kannast við að hafa dæmt þetta af. Þetta hlýtur þá að hafa komið einhversstaðar af himnum ofan einhverjum fimm mínútum eftir að markið kom. Þá hlýtur þetta að vera rétt.“ Sá Halldór hvað gerðist? „Við skoruðum mark.“ Þá að leiknum sjálfum, getur Halldór verið ánægður með niðurstöðuna í leiknum burtséð frá því að mark hafi verið dæmt af hans mönnum í lokin? „Alls ekki ánægður með niðurstöðuna. Við spiluðum mjög góðan fyrri hálfleik þar sem við hefðum getað gert út um leikinn. Þeir reyndar gera gott mark, enda mjög gæðamikið KA lið en þeir voru lengi að byrja leikinn. Við áttum bara að klára þetta í fyrri hálfleik. Svo koma þeir öflugir inn í seinni hálfleikinn, það bætti hressilega í vindinn en það er aum afsökun, þeir voru bara góðir. Langan hluta af seinni hálfleik var þetta fram og til baka þar sem sóknir þeirra voru áhrifameiri. Þær voru færri en hættulegri og við vorum hálf slappir við teiginn þeirra þangað til í lokin. Það er ekki nógu gott. Ég er mjög ósáttur við að vinna ekki leikinn, við verðum að gera betur.“ Getur ástæðan fyrir því að Blikum gekk illa við teig KA manna að lappirnar hafi verið þungar eftir álag undanfarinna vikna? Snertingar og sendingar á sóknarhluta leikvangsins voru oft ekki nógu góðar. „Mögulega. Það er þá bara eitthvað sem við þurfum að komast yfir. Við þurfum að gera betur, einbeita okkur betur og vera með betri endurheimt. Þetta er það sem koma skal. Nei nei, ég held að við séum bara ferskir. Vorum hrikalega orkumiklir í fyrri hálfleik. Vorum frábærir í pressunni og spiluðum vel. Ég get ekki farið að tala um þreytu það er svo mikið eftir með fáa daga á milli leikja.“ Hvað er hægt að taka úr leiknum í dag inn í framhaldið? „Það er náttúrlega alltaf í hverjum leik sem við getum bætt okkur í. Við erum alltaf að reyna að vera betri. Ég þarf að átta mig á afhverju leikurinn breytist í seinni hálfleik. Eitthvað af því er taktískt en við megum ekki missa þetta niður. Við vorum með yfirburði í fyrri hálfleik og ef við hefðum haldið þeim þá er ég viss um að við hefðum klárað þetta. KA gerðu mjög vel stóran hluta seinni hálfleiks og ég þarf að skoða afhverju það er.“ Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Halldór var spurður út í hvort hann væri búinn að fá útskýringu á dómnum sem tók mark af Viktori Erni Margeirssyni sem hefði tryggt öll stigin í dag. „Það virðist enginn kannast við að hafa dæmt þetta af. Þetta hlýtur þá að hafa komið einhversstaðar af himnum ofan einhverjum fimm mínútum eftir að markið kom. Þá hlýtur þetta að vera rétt.“ Sá Halldór hvað gerðist? „Við skoruðum mark.“ Þá að leiknum sjálfum, getur Halldór verið ánægður með niðurstöðuna í leiknum burtséð frá því að mark hafi verið dæmt af hans mönnum í lokin? „Alls ekki ánægður með niðurstöðuna. Við spiluðum mjög góðan fyrri hálfleik þar sem við hefðum getað gert út um leikinn. Þeir reyndar gera gott mark, enda mjög gæðamikið KA lið en þeir voru lengi að byrja leikinn. Við áttum bara að klára þetta í fyrri hálfleik. Svo koma þeir öflugir inn í seinni hálfleikinn, það bætti hressilega í vindinn en það er aum afsökun, þeir voru bara góðir. Langan hluta af seinni hálfleik var þetta fram og til baka þar sem sóknir þeirra voru áhrifameiri. Þær voru færri en hættulegri og við vorum hálf slappir við teiginn þeirra þangað til í lokin. Það er ekki nógu gott. Ég er mjög ósáttur við að vinna ekki leikinn, við verðum að gera betur.“ Getur ástæðan fyrir því að Blikum gekk illa við teig KA manna að lappirnar hafi verið þungar eftir álag undanfarinna vikna? Snertingar og sendingar á sóknarhluta leikvangsins voru oft ekki nógu góðar. „Mögulega. Það er þá bara eitthvað sem við þurfum að komast yfir. Við þurfum að gera betur, einbeita okkur betur og vera með betri endurheimt. Þetta er það sem koma skal. Nei nei, ég held að við séum bara ferskir. Vorum hrikalega orkumiklir í fyrri hálfleik. Vorum frábærir í pressunni og spiluðum vel. Ég get ekki farið að tala um þreytu það er svo mikið eftir með fáa daga á milli leikja.“ Hvað er hægt að taka úr leiknum í dag inn í framhaldið? „Það er náttúrlega alltaf í hverjum leik sem við getum bætt okkur í. Við erum alltaf að reyna að vera betri. Ég þarf að átta mig á afhverju leikurinn breytist í seinni hálfleik. Eitthvað af því er taktískt en við megum ekki missa þetta niður. Við vorum með yfirburði í fyrri hálfleik og ef við hefðum haldið þeim þá er ég viss um að við hefðum klárað þetta. KA gerðu mjög vel stóran hluta seinni hálfleiks og ég þarf að skoða afhverju það er.“
Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira