Sport

Dag­skráin í dag: Verður marka­met efstu deildar karla bætt?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bætir hann markametið í kvöld?
Bætir hann markametið í kvöld? Vísir/Diego

Valur, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, sækir ÍA heim í dag. Að leik loknum eru Tilþrifin á dagskrá og þá er bein útsending frá MLB-deildinni í hafnabolta.

Sýn Sport Ísland

Klukkan 19.00 hefst útsending frá Akranesi þar sem topplið Vals kemur í heimsókn. Á sama tíma eru Skagamenn í bullandi fallbaráttu og þurfa nauðsynlega á þremur stigum að halda.

Takist hinum danska Patrick Pedersen að skora í kvöld verður hann markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar. Sem stendur er hann jafn Tryggva Guðmundssyni með 131 mark.

Klukkan 21.20 eru Tilþrifin á dagskrá. Þar verður farið yfir það helsta úr leikjunum sem fram fóru um Verslunarmannahelgina.

Sýn Sport Viaplay

Klukkan 22.30 er leikur Miami Marlins og Houston Astros í MLB-deildinni á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×