Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Agnar Már Másson skrifar 5. ágúst 2025 11:58 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. vísir/arnar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur svarar starfsbróður sínum fullum hálsi og sendir „dylgjur“ til föðurhúsanna um að spá sín um eldgos á Snæfellsnesi innan þriggja ára sé órökstudd. Hann telur að gos geti hafist á Snæfellsnesi með skömmum fyrirvara. Greint var frá því í gær að Þorvaldur hefði sætt gagnrýndi af hálfu kollega síns, Haralds Sigurðssonar, fyrir að spá því að ekki væri langt í eldgos í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi. Haraldur vildi meina í færslu á Facebook að spá Þorvalds væri „órökstudd og vitnaði í jarðeðlisfræðinginn Pál Einarsson, sem hefði sagt að upptök skjálftanna í Ljósufjallakerfinu hefði ekki færst til svo marktækt sé. Haraldur Sigurðsson, sem fæddist og ólst upp í Stykkishólmi, hefur sjálfur mikið rannsakað eldvirkni Snæfellsness. Fyrir áratug vakti hann athygli á því að ný rannsókn sýndi að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll væru virkar eldstöðvar.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Þorvaldur hafði haldið fram í viðtali á mbl.is að upptök skjálfta við Grjótárvatn hefðu færst ofar í jarðskorpunni en hann hefur áður spáð eldgosi á Snæfelssnesi innan þriggja ára. „En eins og karlinn sagði, ef þú spáir nógu oft, þá hittir þú á rétta niðurstöðu einhvern tímann,“ skrifaði Haraldur um Þorvald, sem er gjarnan talinn yfirlýsingaglaður. Þorvaldur svarar Haraldi í færslu á Facebook-síðu Rannsóknareiningar í eldfjallafræði og náttúruvá hjá Háskóla Íslands. Það má vel vera, að sögn Þorvalds, að spá hans um eldgos á Snæfellsnesi innan þriggja ára reynist röng. En allar dylgjur um að hún sé ekki rökstudd sendi hann aftur til föðurhúsanna. Sinni spá til rökstuðnings bendir hann þrennt; að skjálfta þyrpist þétt við Grjótárvatn, að fleiri og fleiri skjálftar séu að mælast grynnra en tíu kílómetra, og að nýjar rannsóknir á gosmyndunum á Snæfellsnesi (Kahl o.fl., 2024; Baxter o.fl, 2023) sýni að í aðdraganda eldgosa á svæðinu byrji kvikusöfnun á um 20 km dýpi og færi sig síðan upp á 10 km dýpi áður en kemur til eldgoss. Hann bendir þó á að breytingar á skjálftavirkninni sé hægt að túlka á fleiri en eina vegu, en honum þyki líklegast að kvika sé að byrja að safnast á grynnra dýpi. „Jafnframt benda þessar rannsóknir á að þegar svo er komið geti gos hafist með stuttum fyrirvara.“ Í desember var fjallað um Ljósufjallakerfið í kvöldfréttum Stöðvar 2, nú Sýnar. Eldgos og jarðhræringar Snæfellsbær Stykkishólmur Grundarfjörður Facebook Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Greint var frá því í gær að Þorvaldur hefði sætt gagnrýndi af hálfu kollega síns, Haralds Sigurðssonar, fyrir að spá því að ekki væri langt í eldgos í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi. Haraldur vildi meina í færslu á Facebook að spá Þorvalds væri „órökstudd og vitnaði í jarðeðlisfræðinginn Pál Einarsson, sem hefði sagt að upptök skjálftanna í Ljósufjallakerfinu hefði ekki færst til svo marktækt sé. Haraldur Sigurðsson, sem fæddist og ólst upp í Stykkishólmi, hefur sjálfur mikið rannsakað eldvirkni Snæfellsness. Fyrir áratug vakti hann athygli á því að ný rannsókn sýndi að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll væru virkar eldstöðvar.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Þorvaldur hafði haldið fram í viðtali á mbl.is að upptök skjálfta við Grjótárvatn hefðu færst ofar í jarðskorpunni en hann hefur áður spáð eldgosi á Snæfelssnesi innan þriggja ára. „En eins og karlinn sagði, ef þú spáir nógu oft, þá hittir þú á rétta niðurstöðu einhvern tímann,“ skrifaði Haraldur um Þorvald, sem er gjarnan talinn yfirlýsingaglaður. Þorvaldur svarar Haraldi í færslu á Facebook-síðu Rannsóknareiningar í eldfjallafræði og náttúruvá hjá Háskóla Íslands. Það má vel vera, að sögn Þorvalds, að spá hans um eldgos á Snæfellsnesi innan þriggja ára reynist röng. En allar dylgjur um að hún sé ekki rökstudd sendi hann aftur til föðurhúsanna. Sinni spá til rökstuðnings bendir hann þrennt; að skjálfta þyrpist þétt við Grjótárvatn, að fleiri og fleiri skjálftar séu að mælast grynnra en tíu kílómetra, og að nýjar rannsóknir á gosmyndunum á Snæfellsnesi (Kahl o.fl., 2024; Baxter o.fl, 2023) sýni að í aðdraganda eldgosa á svæðinu byrji kvikusöfnun á um 20 km dýpi og færi sig síðan upp á 10 km dýpi áður en kemur til eldgoss. Hann bendir þó á að breytingar á skjálftavirkninni sé hægt að túlka á fleiri en eina vegu, en honum þyki líklegast að kvika sé að byrja að safnast á grynnra dýpi. „Jafnframt benda þessar rannsóknir á að þegar svo er komið geti gos hafist með stuttum fyrirvara.“ Í desember var fjallað um Ljósufjallakerfið í kvöldfréttum Stöðvar 2, nú Sýnar.
Eldgos og jarðhræringar Snæfellsbær Stykkishólmur Grundarfjörður Facebook Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira