Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. ágúst 2025 12:35 Eiríkur Finnsson ljóstraði upp um leyndardóma íslensku pítusósunnar í Bítinu. Guðfaðir íslensku pítusósunnar vildi upphaflega búa til sósu sem læki ekki of mikið og innihéldi minni hvítlauk en tzatziki-sósa. Fyrir stofnun Pítunnar þurfti að finna bakara sem gæti bakað pítubrauð og koma nafninu í gegnum Íslenska málnefnd. Eiríkur Finnsson, eigandi E. Finnsson og guðfaðir pítusósunnar, var á línunni frá Spáni í Bítinu á Bylgjunni og fræddi hlustendur um sögu pítusósunnar. „Pítusósan fæddist í Asparfellinu í Breiðholti, það kemur allt gott úr Breiðholti,“ segir Eiríkur sem segir hugmyndina þó hafa kviknað þegar hann heimsótti pítustað á ferðalagi í Danmörku. „Þá sá ég möguleika með pítubrauð og þetta var í fyrsta skiptið sem ég sá annað en þetta kebab. Þeir buðu upp á pítu með lambakótilettum, sem voru grilllaðar og hafðar sér, og svo bara grænmetispítu,“ segir hann. „Sósan var þessi hefðbundna sem þau eru með, jógúrt, böns af hvítlauk og smá saxaðar gúrkur. Á þessum tíma þegar ég byrja með Pítuna '82 var hvítlaukur ekki vinsæll á Íslandi.“ Fengu nafnið í gegn þó „píta væri ekki íslenska“ Eiríkur ákvað því að reyna að hefja eigin pítustað. Á þessum tíma voru ekki til pítubrauð og leitaði hann því til bakara fyrir pítubaksturinn en hann gekk afar brösuglega í byrjun. Ekki nóg með það heldur fór Háskólinn að vasast í stofnun staðarins. „Þegar við ætluðum að skrá fyrirtækið fengum við það ekki svo auðveldlega í gegn því það var einhver nefnd í Háskólanum og þetta þurfti að fara í gegnum hana og við mættum þarna á fund,“ segir Eiríkur. Hvað var verið að tala um í nefndinni, nafnið á staðnum? „Píta væri ekki íslenska,“ segir Eiríkur. „Það kom nú upp úr einum á þessum fundi, því þetta var svona brauð sem er hægt að opna: ,Er ekki hægt að kalla þetta vasabrauð?“ og þá sagði ég við manninn: ,Bíddu þá halda allir að ég sé að selja hérna sænskt hrökkbrauð frá Vasa.',“ segir Eiríkur. „En við fengum þetta í gegn, þetta varð nýyrði og varð að vera með í-i en ekki i-i,“ segir hann. „Einfaldleikinn er alltaf bestur“ „Þá var að fara að búa til einhverja sósu sem væri ekki með öllum þessum hvítlauk og læki ekki svona niður um allt. Þannig þetta var bara í eldhúsinu heima í Asparfelli,“ segir Eiríkur. „Einfaldleikinn er alltaf bestur. Þess vegna var svo gaman þegar fólk sagði: ,Ertu með þetta krydd og þetta krydd?' En þetta var bara ein tilbúin kryddblanda: mayoran, majónes og sýrður rjómi,“ segir hann. „Pítusósan í dag er ekkert eins og hún var, það er komin ný kynslóð sem veit ekkert hvernig hún var en samt er hún ennþá svona vinsæl,“ bætir hann við. Upphaflega bragðið, heldurðu að það myndi ekki falla í kramið í dag? „Jú jú jú, örugglega. Það voru rosaleg skrif á netinu, sem þið getið flett upp, eftir að ég seldi og þeir sem keyptu fóru að breyta. Það voru heitar umræður um að hún væri ekki eins og hún var,“ segir Eiríkur. Fólk nái ekki að endurgera pítusósuna heima því það flæki málið um of. Sjálfur segist Eiríkur búa yfir kryddbanka sem geri honum kleift að smakka hluti í heilanum áður en hann býr þá til. Bítið Sósur Matur Neytendur Mest lesið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
Eiríkur Finnsson, eigandi E. Finnsson og guðfaðir pítusósunnar, var á línunni frá Spáni í Bítinu á Bylgjunni og fræddi hlustendur um sögu pítusósunnar. „Pítusósan fæddist í Asparfellinu í Breiðholti, það kemur allt gott úr Breiðholti,“ segir Eiríkur sem segir hugmyndina þó hafa kviknað þegar hann heimsótti pítustað á ferðalagi í Danmörku. „Þá sá ég möguleika með pítubrauð og þetta var í fyrsta skiptið sem ég sá annað en þetta kebab. Þeir buðu upp á pítu með lambakótilettum, sem voru grilllaðar og hafðar sér, og svo bara grænmetispítu,“ segir hann. „Sósan var þessi hefðbundna sem þau eru með, jógúrt, böns af hvítlauk og smá saxaðar gúrkur. Á þessum tíma þegar ég byrja með Pítuna '82 var hvítlaukur ekki vinsæll á Íslandi.“ Fengu nafnið í gegn þó „píta væri ekki íslenska“ Eiríkur ákvað því að reyna að hefja eigin pítustað. Á þessum tíma voru ekki til pítubrauð og leitaði hann því til bakara fyrir pítubaksturinn en hann gekk afar brösuglega í byrjun. Ekki nóg með það heldur fór Háskólinn að vasast í stofnun staðarins. „Þegar við ætluðum að skrá fyrirtækið fengum við það ekki svo auðveldlega í gegn því það var einhver nefnd í Háskólanum og þetta þurfti að fara í gegnum hana og við mættum þarna á fund,“ segir Eiríkur. Hvað var verið að tala um í nefndinni, nafnið á staðnum? „Píta væri ekki íslenska,“ segir Eiríkur. „Það kom nú upp úr einum á þessum fundi, því þetta var svona brauð sem er hægt að opna: ,Er ekki hægt að kalla þetta vasabrauð?“ og þá sagði ég við manninn: ,Bíddu þá halda allir að ég sé að selja hérna sænskt hrökkbrauð frá Vasa.',“ segir Eiríkur. „En við fengum þetta í gegn, þetta varð nýyrði og varð að vera með í-i en ekki i-i,“ segir hann. „Einfaldleikinn er alltaf bestur“ „Þá var að fara að búa til einhverja sósu sem væri ekki með öllum þessum hvítlauk og læki ekki svona niður um allt. Þannig þetta var bara í eldhúsinu heima í Asparfelli,“ segir Eiríkur. „Einfaldleikinn er alltaf bestur. Þess vegna var svo gaman þegar fólk sagði: ,Ertu með þetta krydd og þetta krydd?' En þetta var bara ein tilbúin kryddblanda: mayoran, majónes og sýrður rjómi,“ segir hann. „Pítusósan í dag er ekkert eins og hún var, það er komin ný kynslóð sem veit ekkert hvernig hún var en samt er hún ennþá svona vinsæl,“ bætir hann við. Upphaflega bragðið, heldurðu að það myndi ekki falla í kramið í dag? „Jú jú jú, örugglega. Það voru rosaleg skrif á netinu, sem þið getið flett upp, eftir að ég seldi og þeir sem keyptu fóru að breyta. Það voru heitar umræður um að hún væri ekki eins og hún var,“ segir Eiríkur. Fólk nái ekki að endurgera pítusósuna heima því það flæki málið um of. Sjálfur segist Eiríkur búa yfir kryddbanka sem geri honum kleift að smakka hluti í heilanum áður en hann býr þá til.
Bítið Sósur Matur Neytendur Mest lesið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira