Jorge Costa látinn Valur Páll Eiríksson skrifar 5. ágúst 2025 15:51 Costa í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sumarið 2004. Porto vann leikinn við Mónakó 3-0 og varð Evrópumeistari í fyrsta sinn. Mike Egerton/EMPICS via Getty Images Jorge Costa, fyrrum fyrirliði og yfirmaður knattspyrnumála hjá Porto, er látinn aðeins 53 ára að aldri. Costa lést eftir hjartaáfall. Portúgalskir fjölmiðlar greina frá tíðindunum. Costa fékk hjartaáfall í dag og lést. Porto tilkynnti um fráfall hans og syrgir fallinn félaga. „Porto lýsir djúpri sorg og skelfingu vegna andláts goðsagnar í sögu félagsins,“ segir í yfirlýsingu Porto. „Arfleifð Jorge Costa mun lifa í minningum allra stuðningsmanna Porto. Þú munt aldrei gleymast, fyrirliði,“ segir þar enn fremur. Costa var starfandi sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Porto þegar hann lést. Samkvæmt portúgölskum fjölmiðlum fann hann til óþæginda í morgun og var fluttur á São João-spítala í Porto-borg. Þar fékk hann hjartaáfall á bráðamótttökunni og lést. Jorge Costa deixou-nos. Um de nós, um líder, capitão, exemplo. Um símbolo do FC Porto.Obrigado por seres FC Porto até ao fim.Até sempre, Jorge Costa. pic.twitter.com/XTmW5WVEHj— FC Porto (@FCPorto) August 5, 2025 Hann hafði sinnt starfinu frá því sumarið 2024 en áður hafði hann starfað sem þjálfari víða um heim. Hann stýrði til að mynda liðum Braga, Olhanense og Academica í Portúgal en þjálfaraferill hans hafði einnig dregið hann til Rúmeníu, Kýpur, Frakklands, Indlands og Túnis auk þess sem hann stýrði landsliði Gabon um tveggja ára skeið. Costa hafði starfað fyrir Porto í rúmt ár þegar hann lést. Hann hafði verið þjálfari víða um heim frá 2007 til 2024 áður en hann var ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Porto síðasta sumar.Gualter Fatia/Getty Images Costa er af mörgum talinn einn traustasti þjónn í sögu Porto sem leikmaður. Hann spilaði tæplega 400 leiki fyrir liðið frá 1992 til 2005. Hann vann portúgölsku deildina átta sinnum auk þess sem hann var hluti af liði Porto undir stjórn José Mourinho sem vann Meistaradeild Evrópu sumarið 2004. Costa lék 50 landsleiki fyrir Portúgal frá 1992 til 2002 og skoraði í þeim tvö mörk. Portúgal Portúgalski boltinn Andlát Fótbolti Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benóný tryggði sigurinn á ögurstundu Í beinni: Newcastle - Bournemouth | Gerir Howe sínu gamla félagi grikk Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Sjá meira
Portúgalskir fjölmiðlar greina frá tíðindunum. Costa fékk hjartaáfall í dag og lést. Porto tilkynnti um fráfall hans og syrgir fallinn félaga. „Porto lýsir djúpri sorg og skelfingu vegna andláts goðsagnar í sögu félagsins,“ segir í yfirlýsingu Porto. „Arfleifð Jorge Costa mun lifa í minningum allra stuðningsmanna Porto. Þú munt aldrei gleymast, fyrirliði,“ segir þar enn fremur. Costa var starfandi sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Porto þegar hann lést. Samkvæmt portúgölskum fjölmiðlum fann hann til óþæginda í morgun og var fluttur á São João-spítala í Porto-borg. Þar fékk hann hjartaáfall á bráðamótttökunni og lést. Jorge Costa deixou-nos. Um de nós, um líder, capitão, exemplo. Um símbolo do FC Porto.Obrigado por seres FC Porto até ao fim.Até sempre, Jorge Costa. pic.twitter.com/XTmW5WVEHj— FC Porto (@FCPorto) August 5, 2025 Hann hafði sinnt starfinu frá því sumarið 2024 en áður hafði hann starfað sem þjálfari víða um heim. Hann stýrði til að mynda liðum Braga, Olhanense og Academica í Portúgal en þjálfaraferill hans hafði einnig dregið hann til Rúmeníu, Kýpur, Frakklands, Indlands og Túnis auk þess sem hann stýrði landsliði Gabon um tveggja ára skeið. Costa hafði starfað fyrir Porto í rúmt ár þegar hann lést. Hann hafði verið þjálfari víða um heim frá 2007 til 2024 áður en hann var ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Porto síðasta sumar.Gualter Fatia/Getty Images Costa er af mörgum talinn einn traustasti þjónn í sögu Porto sem leikmaður. Hann spilaði tæplega 400 leiki fyrir liðið frá 1992 til 2005. Hann vann portúgölsku deildina átta sinnum auk þess sem hann var hluti af liði Porto undir stjórn José Mourinho sem vann Meistaradeild Evrópu sumarið 2004. Costa lék 50 landsleiki fyrir Portúgal frá 1992 til 2002 og skoraði í þeim tvö mörk.
Portúgal Portúgalski boltinn Andlát Fótbolti Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benóný tryggði sigurinn á ögurstundu Í beinni: Newcastle - Bournemouth | Gerir Howe sínu gamla félagi grikk Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Sjá meira