Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. ágúst 2025 18:46 Lögreglan hélt uppi öflugu umferðareftirliti nærri Landeyjahöfn í gær. Vísir/Magnús Hlynur Konu á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur í gær var sagt að hún væri bær til að aka þegar hún blés í áfengismæli lögreglu við Landeyjahöfn en var handtekin vegna gruns um ölvunarakstur eftir að hafa blásið á næsta eftirlitspósti, nokkrum mínútum síðar. Hún reiknar með hárri sekt og að missa ökuréttindin. Aðalvarðstjóri segir ökumenn alfarið ábyrga í tilfellum sem þessu og að áfengismælar gefi einungis vísbendingu um vínandamagn. Svala Birna Þórisdóttir kom í land í Landeyjahöfn um níuleytið í gærmorgun eftir að hafa eytt helginni í Vestmannaeyjum. „Ég fer í röðina þar sem fólk fær að blása áður en það fer út í bíl. Þar er mér sagt að það mælist ekkert og að ég megi keyra. Ég spyr, ertu viss um það? Og þau segja: Já, ef þú treystir þér til,“ segir Svala í samtali við fréttastofu. Hún segist hafa klárað síðasta áfenga drykkinn sinn um eittleytið nóttina áður. Þá hafi hún ekið af stað ásamt vinkonu sinni. Eftir að hafa ekið í nokkrar mínútur hafi hún verið látin blása á ný við eftirlitspóst skammt frá. „Þar er mér tjáð að það mælist vínandi hjá mér. Ég segi að mér finnist það skrítið því ég fékk go á að keyra á hinum staðnum,“ segir Svala. Þá hafi henni verið tjáð að hún væri handtekin og henni vísað inn í lögreglubíl þar sem henni var ekið á lögreglustöð og blóðsýni tekið af henni. Bíður niðurstaðna sem gætu kostað réttindin Svala segist ekki hafa verið sú eina sem lenti í að mælast innan marka á einum stað en utan marka á öðrum. „Það var önnur stelpa með mér í bílnum sem fékk líka go hinu megin en mældist síðan með vínanda. Við vorum settar saman í þennan gám og blóðsýni tekin af okkur.“ Svala bíður nú niðurstaðna úr blóðsýnatökunni, sem henni er sagt að taki allt að mánuð að berast. Hún segist hafa spurt lögreglumenn á staðnum hverjar afleiðingarnar verði mælist vínandamagn utan marka og fengið þau svör að hún megi reikna með að missa ökuréttindin og fá sekt. „Mér finnst þetta gríðarlega óréttlátt. Ég fer til fyrri löggu til að athuga hvort ég megi ekki keyra. Annars hefði ég aldrei sest undir stýri. Óréttlæti er eiginlega bara orðið sem kemur upp í hugann, mér finnst þetta ekki mér að kenna,“ segir Svala, sem segist vera með hreint sakavottorð og ekki einn punkt á ökuskírteininu sínu. „Mér finnst þetta glatað, ömurlegur endir á góðri helgi.“ Ekki við lögreglu að sakast Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, sagðist ekki hafa heyrt um atvik eins og þetta þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann segir fyrst og fremst á ábyrgð ökumanns að huga að ástandi sínu áður en hann sest undir stýri eftir áfengisneyslu. Áfengismælarnir séu einungis próf og ekkert segi raunverulega til um áfengismagn í blóði nema blóðsýni. Mælarnir gefi bara vísbendingar. „Menn eru ekki tilbúnir að aka bifreiðum eftir mikla áfengisneyslu. Ef menn eru til dæmis að koma í land eftir að hafa tekið ferjuna klukkan átta og voru kannski að drekka fram á nótt kvöldið áður þá eru mjög miklar líkur á að þeir séu ekki í standi. En þetta er líka einstaklingsbundið,“ segir Þorsteinn. Er að einhverju leyti við lögreglumennina að sakast? „Nei, það er fyrst og fremst ökumanns að passa upp á sitt ástand.“ Lögreglumál Þjóðhátíð í Eyjum Umferð Áfengi Rangárþing eystra Umferðaröryggi Landeyjahöfn Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
Svala Birna Þórisdóttir kom í land í Landeyjahöfn um níuleytið í gærmorgun eftir að hafa eytt helginni í Vestmannaeyjum. „Ég fer í röðina þar sem fólk fær að blása áður en það fer út í bíl. Þar er mér sagt að það mælist ekkert og að ég megi keyra. Ég spyr, ertu viss um það? Og þau segja: Já, ef þú treystir þér til,“ segir Svala í samtali við fréttastofu. Hún segist hafa klárað síðasta áfenga drykkinn sinn um eittleytið nóttina áður. Þá hafi hún ekið af stað ásamt vinkonu sinni. Eftir að hafa ekið í nokkrar mínútur hafi hún verið látin blása á ný við eftirlitspóst skammt frá. „Þar er mér tjáð að það mælist vínandi hjá mér. Ég segi að mér finnist það skrítið því ég fékk go á að keyra á hinum staðnum,“ segir Svala. Þá hafi henni verið tjáð að hún væri handtekin og henni vísað inn í lögreglubíl þar sem henni var ekið á lögreglustöð og blóðsýni tekið af henni. Bíður niðurstaðna sem gætu kostað réttindin Svala segist ekki hafa verið sú eina sem lenti í að mælast innan marka á einum stað en utan marka á öðrum. „Það var önnur stelpa með mér í bílnum sem fékk líka go hinu megin en mældist síðan með vínanda. Við vorum settar saman í þennan gám og blóðsýni tekin af okkur.“ Svala bíður nú niðurstaðna úr blóðsýnatökunni, sem henni er sagt að taki allt að mánuð að berast. Hún segist hafa spurt lögreglumenn á staðnum hverjar afleiðingarnar verði mælist vínandamagn utan marka og fengið þau svör að hún megi reikna með að missa ökuréttindin og fá sekt. „Mér finnst þetta gríðarlega óréttlátt. Ég fer til fyrri löggu til að athuga hvort ég megi ekki keyra. Annars hefði ég aldrei sest undir stýri. Óréttlæti er eiginlega bara orðið sem kemur upp í hugann, mér finnst þetta ekki mér að kenna,“ segir Svala, sem segist vera með hreint sakavottorð og ekki einn punkt á ökuskírteininu sínu. „Mér finnst þetta glatað, ömurlegur endir á góðri helgi.“ Ekki við lögreglu að sakast Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, sagðist ekki hafa heyrt um atvik eins og þetta þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann segir fyrst og fremst á ábyrgð ökumanns að huga að ástandi sínu áður en hann sest undir stýri eftir áfengisneyslu. Áfengismælarnir séu einungis próf og ekkert segi raunverulega til um áfengismagn í blóði nema blóðsýni. Mælarnir gefi bara vísbendingar. „Menn eru ekki tilbúnir að aka bifreiðum eftir mikla áfengisneyslu. Ef menn eru til dæmis að koma í land eftir að hafa tekið ferjuna klukkan átta og voru kannski að drekka fram á nótt kvöldið áður þá eru mjög miklar líkur á að þeir séu ekki í standi. En þetta er líka einstaklingsbundið,“ segir Þorsteinn. Er að einhverju leyti við lögreglumennina að sakast? „Nei, það er fyrst og fremst ökumanns að passa upp á sitt ástand.“
Lögreglumál Þjóðhátíð í Eyjum Umferð Áfengi Rangárþing eystra Umferðaröryggi Landeyjahöfn Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira