Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Atli Ísleifsson skrifar 6. ágúst 2025 08:53 Rannsóknaskipið Árni Friðriksson lauk þátttöku þann 25. júli í árlegum alþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum að sumarlagi. Vísir/Vilhelm Bráðabirgðaniðurstöður nýrra mælinga Hafrannsóknastofnunar sýna að þéttleiki makríls í íslenskri landhelgi sé sá minnsti sem mælst hefur síðan leiðangur var fyrst farinn sumarið 2010. Einungis veiddist makríll austur af landinu. Frá þessu segir á vef stofnunarinnar en rannsóknaskipið Árni Friðriksson lauk þátttöku í árlegum alþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum að sumarlagi þann 25. júli. Í leiðangrinum veiddist makríll á þrettán af 46 yfirborðstogstöðvum sem allar voru á austanverðu svæðinu. Aflinn var lítill eða var frá hálfu kílói til 23 kílóa. „Heildarafli makríls í leiðangrinum var einungis 97 kg eða 164 fiskar. Makríllinn var stór með meðallengd 40 cm og meðalþyngd 590 grömm,“ segir á vef Hafrannsóknastofnunar. 26 dagar Um leiðangurinn segir að í þessum 26 daga leiðangri Árna kringum Ísland og Jan Mayen hafi verið teknar 56 togstöðvar, þar af 46 staðlaðar og fyrirfram ákveðnar yfirborðstogstöðvar, og sigldar um 5000 sjómílur eða ríflega 9 þúsund kílómetra. Þá voru gerðar sjómælingar og teknir átuháfar á öllum yfirborðstogstöðvum. „Líkt og undanfarin ár tóku skip frá Noregi, Færeyjum og Danmörku þátt í leiðangrinum. Gögn frá skipunum fimm verða tekin saman og greind upp úr miðjum ágúst og niðurstöður kynntar undir lok ágúst. Bráðabirgðaniðurstöður íslenska hlutans liggja hinsvegar fyrir. Þéttleiki makríls við landið sá minnsti sem mælst hefur. Makríll í Keflavíkurhöfn.Vísir/Arnar Minnsti þéttlæki makríls síðan 2010 Bráðbirgðaniðurstöður mælinga sýna að þéttleiki makríls í íslenskri landhelgi er sá minnsti sem mælst hefur síðan leiðangurinn var fyrst farinn sumarið 2010. Makríll veiddist á 13 af 46 yfirborðstogstöðvum sem allar voru á austanverðu svæðinu (mynd 1, efst). Aflinn var lítill eða var frá 0,5 kg til 23 kg. Heildarafli makríls í leiðangrinum var einungis 97 kg eða 164 fiskar. Makríllinn var stór með meðallengd 40 cm og meðalþyngd 590 g. Síld mældist umhverfis landið Líkt og undanfarin ár var norsk-íslenska vorgotssíld að finna á mörgum togstöðvum fyrir norðan og austan landið. Þá fékkst íslensk sumargotssíld á landgrunninu fyrir sunnan og vestan landið líkt og jafnan (mynd 1, miðja, sjá neðst). Mikið af kolmunna Kolmunni mældist við landgrunnsbrúnina austan, sunnan og vestan við landið í meiri þéttleika en síðustu sumur. Þá fékkst kolmunni í 8 yfirborðstogstöðvum fyrir austan og sunnan landið sem er óvengjulegt (mynd 1, neðst). Meðalstærð kolmunna var 23 cm og 84 g. Loðna á stóru svæði fyrir norðan land Loðna fannst á átta togstöðvum, þarf af voru sjö yfirborðstogstöðvar, fyrir norðan landið og fyri sunnan Jan Mayen (mynd 1, neðst). Stærð loðnunnar var frá 9 cm til 19 cm og að meðaltali var loðnan 16 cm og vóg 20 g. Það er sjaldgæft að fá loðnu á eins stóru svæði í leiðangrinum þó það hafi gerst áður að loðna hafi fengist á 1-3 togstöð í Grænlandssundi. Bráðabirgðaniðurstöður sýna að hitastig í yfirborðslagi sjávar var hærri en sumarið 2024 allt umhverfis landið. Veðrið var einstaklega lygnt í leiðangrinum. Það er líklegt að þetta hafi valdið því að yfirborðslagið hélst stöðugt í langan tíma, sem gefur sólinni tækifæri til að hita það,“ segir í tilkynningunni. Sjávarútvegur Hafrannsóknastofnun Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Frá þessu segir á vef stofnunarinnar en rannsóknaskipið Árni Friðriksson lauk þátttöku í árlegum alþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum að sumarlagi þann 25. júli. Í leiðangrinum veiddist makríll á þrettán af 46 yfirborðstogstöðvum sem allar voru á austanverðu svæðinu. Aflinn var lítill eða var frá hálfu kílói til 23 kílóa. „Heildarafli makríls í leiðangrinum var einungis 97 kg eða 164 fiskar. Makríllinn var stór með meðallengd 40 cm og meðalþyngd 590 grömm,“ segir á vef Hafrannsóknastofnunar. 26 dagar Um leiðangurinn segir að í þessum 26 daga leiðangri Árna kringum Ísland og Jan Mayen hafi verið teknar 56 togstöðvar, þar af 46 staðlaðar og fyrirfram ákveðnar yfirborðstogstöðvar, og sigldar um 5000 sjómílur eða ríflega 9 þúsund kílómetra. Þá voru gerðar sjómælingar og teknir átuháfar á öllum yfirborðstogstöðvum. „Líkt og undanfarin ár tóku skip frá Noregi, Færeyjum og Danmörku þátt í leiðangrinum. Gögn frá skipunum fimm verða tekin saman og greind upp úr miðjum ágúst og niðurstöður kynntar undir lok ágúst. Bráðabirgðaniðurstöður íslenska hlutans liggja hinsvegar fyrir. Þéttleiki makríls við landið sá minnsti sem mælst hefur. Makríll í Keflavíkurhöfn.Vísir/Arnar Minnsti þéttlæki makríls síðan 2010 Bráðbirgðaniðurstöður mælinga sýna að þéttleiki makríls í íslenskri landhelgi er sá minnsti sem mælst hefur síðan leiðangurinn var fyrst farinn sumarið 2010. Makríll veiddist á 13 af 46 yfirborðstogstöðvum sem allar voru á austanverðu svæðinu (mynd 1, efst). Aflinn var lítill eða var frá 0,5 kg til 23 kg. Heildarafli makríls í leiðangrinum var einungis 97 kg eða 164 fiskar. Makríllinn var stór með meðallengd 40 cm og meðalþyngd 590 g. Síld mældist umhverfis landið Líkt og undanfarin ár var norsk-íslenska vorgotssíld að finna á mörgum togstöðvum fyrir norðan og austan landið. Þá fékkst íslensk sumargotssíld á landgrunninu fyrir sunnan og vestan landið líkt og jafnan (mynd 1, miðja, sjá neðst). Mikið af kolmunna Kolmunni mældist við landgrunnsbrúnina austan, sunnan og vestan við landið í meiri þéttleika en síðustu sumur. Þá fékkst kolmunni í 8 yfirborðstogstöðvum fyrir austan og sunnan landið sem er óvengjulegt (mynd 1, neðst). Meðalstærð kolmunna var 23 cm og 84 g. Loðna á stóru svæði fyrir norðan land Loðna fannst á átta togstöðvum, þarf af voru sjö yfirborðstogstöðvar, fyrir norðan landið og fyri sunnan Jan Mayen (mynd 1, neðst). Stærð loðnunnar var frá 9 cm til 19 cm og að meðaltali var loðnan 16 cm og vóg 20 g. Það er sjaldgæft að fá loðnu á eins stóru svæði í leiðangrinum þó það hafi gerst áður að loðna hafi fengist á 1-3 togstöð í Grænlandssundi. Bráðabirgðaniðurstöður sýna að hitastig í yfirborðslagi sjávar var hærri en sumarið 2024 allt umhverfis landið. Veðrið var einstaklega lygnt í leiðangrinum. Það er líklegt að þetta hafi valdið því að yfirborðslagið hélst stöðugt í langan tíma, sem gefur sólinni tækifæri til að hita það,“ segir í tilkynningunni.
Sjávarútvegur Hafrannsóknastofnun Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira