Lífið

Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og full­orðnum í Tjarnar­bíói

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Verðlaunasirkusinn Briefs heldur sýningar bæði fyrir fullorðna og yngra fólk.
Verðlaunasirkusinn Briefs heldur sýningar bæði fyrir fullorðna og yngra fólk.

Ástralski hommasirkusinn Briefs International kemur fram á Hinsegin dögum og verður með þrjár sýningar í Tjarnarbíó, tvær bannaðar innan átján og eina barnasýningu. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Margréti Erlu Maack, sem stendur fyrir komu hópsins til landsins.

Fjöllistahópurinn Briefs International er í heimsreisu um þessar mundir, kom fram fyrir nokkrum vikum á Glastonbury, túraði síðan um England og fer frá Íslandi til Brasilíu. 

Húlahringjaskemmtun fyrir krakkana.

Ákveðnir meðlimir hópsins eru miklir Bjarkaraðdáendur og af þeim sökum hefur lengi verið á dagskrá hópsins að koma til Íslands.

Sýningunni „Dirty Laundry“ hefur verið lýst sem skemmtilegri blöndu af dragi, boylesque, pólitík og sirkus og verður hún sýnd í Tjarnarbíó á fimmtudags- og föstudagskvöld.

Break-dansi er alltaf sjónarspil.
Grímur, teygjur og háhæluð stígvél koma við sögu.

Hópurinn mun einnig svara eftirspurn eftir dragi fyrir börn og unglinga en almennt eru slíkar sýningar fyrir fullorðna og sýndar seint á kvöldin. 

Sérstaka fjölskyldusýningin „Brats Carnival,“ sem blandar saman dragi, glensi og sirkus, verður sýnd klukkan 16 á föstudag. Sýningin er níutíu mínútur með hléi og er fyrst og fremst sjónræn en inniheldur dálítið af ensku tali.

Fjölskyldusýningin inniheldur ýmiss konar glens.
Sýningagestir skemmta sér konunglega.
Briefs er margverðlaunaður fjöllistahópur.
Krakkar sem vilja sjá dragsýningu geta skellt sér á Briefs.
Þetta geta ekki allir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.