Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2025 14:48 Orri Hrafn Kjartansson, leikmaður KR. Vísir/Ívar Orri Hrafn Kjartansson skipti nýverið frá toppliði Vals yfir til KR sem situr í fallsæti í Bestu deild karla. Liðin eru Reykjavíkurstórveldi og erkifjendur en það truflar Orra lítið, sem fékk þó einhver skilaboð frá Völsurum eftir skiptin. Hann kveðst viss um að KR geti snúið blaðinu við. Aðdragandinn að skiptum Orra var ekki langur en KR fékk hann til að fylla í skarð Jóhannesar Kristins Bjarnasonar sem hélt til Danmerkur. „Ég get ekki sagt það. Ég frétti að Valur hefði samþykkt tilboð og heyrði frá Óskari og hann kynnti fyrir mér verkefnið. Ég varð strax spenntur fyrir þessu,“ segir Orri Hrafn en hlutverk hans hafði farið minnkandi hjá Val. Hann var þó ekki að leita að leið út. „Ég var í fínasta hlutverki í byrjun tímabils en svo fór mínútunum að fækka en liðið spilaði vel. Þó það hafi tekið á er erfitt að mótmæla því. Svo gerist þetta.“ Hvað er spennandi við þetta verkefni? „Eins og flestir hafi séð í sumar, þá spilar KR skemmtilega, það er hátt tempo og ég held það henti leikstíl mínum. Það vantar bara lítil fínatriði upp á að allt fari að smella, held ég,“ segir Orri. En er ekki sérkennilegt að fara frá liði sem er efst í deildinni til liðs sem er í fallsæti? „Ég horfði aldrei á það þannig. Þetta er risastór klúbbur líka, einn stærsti klúbbur í sögu Íslands, það gengur smá illa í stigasöfnun en það vantar lítið upp á að við séum í flottri baráttu,“ segir Orri Hrafn. En hvað þá með að skipta frá einu Reykjavíkurstórveldi til annars? Rígur er á milli liðanna - truflar það ekki? „Ég hef reyndar fengið bara mjög jákvæð skilaboð. Fólk heldur bara með manni og maður er Fylkismaður í grunninn svo það er kannski aðeins leyfilegra,“ segir Orri en hafa Valsarar ekkert skotið á hann? „Eitthvað aðeins, en ekkert af viti,“ segir Orri og hlær. Staðan á KR er ekki góð. Liðið situr í fallsæti og hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum, nú síðast tap fyrir ÍBV. Orri Hrafn segir þó liðið jákvætt á framhaldið, þrátt fyrir allt. „Við erum meðvitaðir um það. Óskar hefur imprað á því að vera ekki að ofhugsa það en vera meðvitaðir um það. Við þurfum að halda fókus. Liðsandinn er mjög góður, ég fann það frá fyrstu sekúndu. Menn eru alveg tilbúnir í þetta verkefni og við þurfum bara aðeins að fínstilla okkur.“ Viðtalið má sjá í spilaranum. Klippa: Ekki stórmál að skipta úr Val í KR KR Besta deild karla Valur Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Fleiri fréttir Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Sjá meira
Aðdragandinn að skiptum Orra var ekki langur en KR fékk hann til að fylla í skarð Jóhannesar Kristins Bjarnasonar sem hélt til Danmerkur. „Ég get ekki sagt það. Ég frétti að Valur hefði samþykkt tilboð og heyrði frá Óskari og hann kynnti fyrir mér verkefnið. Ég varð strax spenntur fyrir þessu,“ segir Orri Hrafn en hlutverk hans hafði farið minnkandi hjá Val. Hann var þó ekki að leita að leið út. „Ég var í fínasta hlutverki í byrjun tímabils en svo fór mínútunum að fækka en liðið spilaði vel. Þó það hafi tekið á er erfitt að mótmæla því. Svo gerist þetta.“ Hvað er spennandi við þetta verkefni? „Eins og flestir hafi séð í sumar, þá spilar KR skemmtilega, það er hátt tempo og ég held það henti leikstíl mínum. Það vantar bara lítil fínatriði upp á að allt fari að smella, held ég,“ segir Orri. En er ekki sérkennilegt að fara frá liði sem er efst í deildinni til liðs sem er í fallsæti? „Ég horfði aldrei á það þannig. Þetta er risastór klúbbur líka, einn stærsti klúbbur í sögu Íslands, það gengur smá illa í stigasöfnun en það vantar lítið upp á að við séum í flottri baráttu,“ segir Orri Hrafn. En hvað þá með að skipta frá einu Reykjavíkurstórveldi til annars? Rígur er á milli liðanna - truflar það ekki? „Ég hef reyndar fengið bara mjög jákvæð skilaboð. Fólk heldur bara með manni og maður er Fylkismaður í grunninn svo það er kannski aðeins leyfilegra,“ segir Orri en hafa Valsarar ekkert skotið á hann? „Eitthvað aðeins, en ekkert af viti,“ segir Orri og hlær. Staðan á KR er ekki góð. Liðið situr í fallsæti og hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum, nú síðast tap fyrir ÍBV. Orri Hrafn segir þó liðið jákvætt á framhaldið, þrátt fyrir allt. „Við erum meðvitaðir um það. Óskar hefur imprað á því að vera ekki að ofhugsa það en vera meðvitaðir um það. Við þurfum að halda fókus. Liðsandinn er mjög góður, ég fann það frá fyrstu sekúndu. Menn eru alveg tilbúnir í þetta verkefni og við þurfum bara aðeins að fínstilla okkur.“ Viðtalið má sjá í spilaranum. Klippa: Ekki stórmál að skipta úr Val í KR
KR Besta deild karla Valur Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Fleiri fréttir Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Sjá meira