Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2025 13:50 Scott McTominay átti magnað tímabil með Napoli og er nú tilnefndur sem besti knattspyrnumaður heims. getty/Francesco Pecoraro France Football hefur tekið saman hvaða þrjátíu karlar og þrjátíu konur eru tilefnd sem besta knattspyrnufólk ársins í ár en sigurvegarar kjörsins hljóta Gullknöttinn, Ballon d'Or. Tilnefningarnar voru opinberaðar í dag á miðlum franska blaðsins L'Equipe. Líklegustu mennirnir til að vinna Gullknöttinn í ár eru Ousmane Dembélé hjá Paris Saint-Germain, Lamine Yamal hjá Barcelona, Raphinha hjá Barcelona og Mohamed Salah hjá Liverpool. Líklegustu konurnar til að vinna Gullknöttinn í ár eru Aitana Bonmati og Alexia Putellas hjá Barcelona og Mariona Caldentey hjá Arsenal. Það stefnir þó í jafna keppni af því að þær spænsku Bonmati og Putellas urðu að sæta sig við silfur í báðum stórum Evrópukeppnunum. Meðal athyglisverðustu tilnefninganna í ár er skoski miðjumaðurinn Scott McTominay sem fór frá Manchester United til Napoli fyrir síðustu leiktíð og varð ítalskur meistari og leikmaður ársins á fyrsta tímabili í Seríu A. Stór hluti Evrópumeistaraliðs Paris Saint Germain er tilnefndur en alls eru níu leikmenn liðsins á listanum. Norski framherjinn Erling Braut Haaland hjá Manchester City er tilnefndur fimmta árið í röð. Átta af leikmönnunum sem eru tilnefndir spila í ensku úrvalsdeildinni en það eru Declan Rice og Viktor Gyokeres hjá Arsenal, Cole Palmer hjá Chelsea, Florian Wirtz, Mohamed Salah, Virgil van Dijk og Alexis Mac Allister hjá Liverpool og Haaland hjá Manchester City. Fjórar konur frá Norðurlöndum eru tilnefndar eða þær Caroline Graham Hansen og Frida Leonhardsen Maanum frá Noregi, Johanna Rytting Kaneryd frá Svíþjóð og Pernille Harder frá Danmörku. Fimm leikmenn úr Evrópumeistaraliði Englands eru einnig á listanum eða þær Lucy Bronze, Hannah Hampton, Chloe Kelly, Alessia Russo og Leah Williamson. Williamson, Russo og Kelly unnu allar líka Meistaradeildina með Arsenal. 30 karlar eru tilnefndir til Ballon d'Or 2025: Gianluigi Donnarumma, Paris Saint Germain Jude Bellingham, Real Madrid Ousmane Dembélé, Paris Saint Germain Désiré Doubé, Paris Saint Germain Erling Braut Haaland, Manchester City Denzel Dumfries, Internazionale Viktor Gyökeres, Sporting Serhou Guirassy, Dortmund Scott McTominay, Napoli Robert Lewandowski, Barcelona Khvicha Kvaratskhelia, Paris Saint Germain Harry Kane, Bayern München Achraf Hakimi, Paris Saint Germain Lautaro Martínez, Internazionale Alexis Mac Allister, Liverpool Kylian Mbappé, Real Madrid Nuno Mendes, Paris Saint Germain Joao Neves, Paris Saint Germain Michael Olise, Bayern München Fabian Ruiz, Paris Saint Germain Cole Palmer, Chelsea Pedri, Barcelona Raphinha, Barcelona Declan Rice, Arsenal Mohamed Salah. Liverpool Vinicius Junior, Real Madrid Virgil Van Dijk, Liverpool Vitinha, Paris Saint Germain Florian Wirtz, Bayer Leverkusen Lamine Yamal, Barcelona 30 konur eru tilnefndar til Ballon d'Or 2025: Lucy Bronze, Chelsea Barbra Banda, Orlando Pride Aitana Bonmati, Barcelona Sandy Baltimore, Chelsea Mariona Caldentey, Arsenal Klara Buhl, Bayern München Sofia Cantore, Washington Spirit Steph Catley, Arsenal Melchie Dumornay, Lyon Temwa Chawinga, Kansas City Current Emily Fox, Arsenal Cristiana Girelli, Juventus Esther Gonzalez, Gotham Caroline Graham Hansen, Barcelona Patri Guijarro, Barcelona Amanda Gutierres, Palmeiras Hannah Hampton, Chelsea Pernille Harder, Bayern München Lindsey Heaps , Lyon Chloe Kelly, Arsenal Marta, Orlando Pride Frida Leonhardsen Maanum, Arsenal Ewa Pajor, Barcelona Clara Mateo, Paris FC Alessia Russo, Arsenal Claudia Pina, Barcelona Alexia Putellas, Barcelona Johanna Rytting Kaneryd, Chelsea Caroline Weir, Real Madrid Leah Williamson, Arsenal Fótbolti Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
Tilnefningarnar voru opinberaðar í dag á miðlum franska blaðsins L'Equipe. Líklegustu mennirnir til að vinna Gullknöttinn í ár eru Ousmane Dembélé hjá Paris Saint-Germain, Lamine Yamal hjá Barcelona, Raphinha hjá Barcelona og Mohamed Salah hjá Liverpool. Líklegustu konurnar til að vinna Gullknöttinn í ár eru Aitana Bonmati og Alexia Putellas hjá Barcelona og Mariona Caldentey hjá Arsenal. Það stefnir þó í jafna keppni af því að þær spænsku Bonmati og Putellas urðu að sæta sig við silfur í báðum stórum Evrópukeppnunum. Meðal athyglisverðustu tilnefninganna í ár er skoski miðjumaðurinn Scott McTominay sem fór frá Manchester United til Napoli fyrir síðustu leiktíð og varð ítalskur meistari og leikmaður ársins á fyrsta tímabili í Seríu A. Stór hluti Evrópumeistaraliðs Paris Saint Germain er tilnefndur en alls eru níu leikmenn liðsins á listanum. Norski framherjinn Erling Braut Haaland hjá Manchester City er tilnefndur fimmta árið í röð. Átta af leikmönnunum sem eru tilnefndir spila í ensku úrvalsdeildinni en það eru Declan Rice og Viktor Gyokeres hjá Arsenal, Cole Palmer hjá Chelsea, Florian Wirtz, Mohamed Salah, Virgil van Dijk og Alexis Mac Allister hjá Liverpool og Haaland hjá Manchester City. Fjórar konur frá Norðurlöndum eru tilnefndar eða þær Caroline Graham Hansen og Frida Leonhardsen Maanum frá Noregi, Johanna Rytting Kaneryd frá Svíþjóð og Pernille Harder frá Danmörku. Fimm leikmenn úr Evrópumeistaraliði Englands eru einnig á listanum eða þær Lucy Bronze, Hannah Hampton, Chloe Kelly, Alessia Russo og Leah Williamson. Williamson, Russo og Kelly unnu allar líka Meistaradeildina með Arsenal. 30 karlar eru tilnefndir til Ballon d'Or 2025: Gianluigi Donnarumma, Paris Saint Germain Jude Bellingham, Real Madrid Ousmane Dembélé, Paris Saint Germain Désiré Doubé, Paris Saint Germain Erling Braut Haaland, Manchester City Denzel Dumfries, Internazionale Viktor Gyökeres, Sporting Serhou Guirassy, Dortmund Scott McTominay, Napoli Robert Lewandowski, Barcelona Khvicha Kvaratskhelia, Paris Saint Germain Harry Kane, Bayern München Achraf Hakimi, Paris Saint Germain Lautaro Martínez, Internazionale Alexis Mac Allister, Liverpool Kylian Mbappé, Real Madrid Nuno Mendes, Paris Saint Germain Joao Neves, Paris Saint Germain Michael Olise, Bayern München Fabian Ruiz, Paris Saint Germain Cole Palmer, Chelsea Pedri, Barcelona Raphinha, Barcelona Declan Rice, Arsenal Mohamed Salah. Liverpool Vinicius Junior, Real Madrid Virgil Van Dijk, Liverpool Vitinha, Paris Saint Germain Florian Wirtz, Bayer Leverkusen Lamine Yamal, Barcelona 30 konur eru tilnefndar til Ballon d'Or 2025: Lucy Bronze, Chelsea Barbra Banda, Orlando Pride Aitana Bonmati, Barcelona Sandy Baltimore, Chelsea Mariona Caldentey, Arsenal Klara Buhl, Bayern München Sofia Cantore, Washington Spirit Steph Catley, Arsenal Melchie Dumornay, Lyon Temwa Chawinga, Kansas City Current Emily Fox, Arsenal Cristiana Girelli, Juventus Esther Gonzalez, Gotham Caroline Graham Hansen, Barcelona Patri Guijarro, Barcelona Amanda Gutierres, Palmeiras Hannah Hampton, Chelsea Pernille Harder, Bayern München Lindsey Heaps , Lyon Chloe Kelly, Arsenal Marta, Orlando Pride Frida Leonhardsen Maanum, Arsenal Ewa Pajor, Barcelona Clara Mateo, Paris FC Alessia Russo, Arsenal Claudia Pina, Barcelona Alexia Putellas, Barcelona Johanna Rytting Kaneryd, Chelsea Caroline Weir, Real Madrid Leah Williamson, Arsenal
30 karlar eru tilnefndir til Ballon d'Or 2025: Gianluigi Donnarumma, Paris Saint Germain Jude Bellingham, Real Madrid Ousmane Dembélé, Paris Saint Germain Désiré Doubé, Paris Saint Germain Erling Braut Haaland, Manchester City Denzel Dumfries, Internazionale Viktor Gyökeres, Sporting Serhou Guirassy, Dortmund Scott McTominay, Napoli Robert Lewandowski, Barcelona Khvicha Kvaratskhelia, Paris Saint Germain Harry Kane, Bayern München Achraf Hakimi, Paris Saint Germain Lautaro Martínez, Internazionale Alexis Mac Allister, Liverpool Kylian Mbappé, Real Madrid Nuno Mendes, Paris Saint Germain Joao Neves, Paris Saint Germain Michael Olise, Bayern München Fabian Ruiz, Paris Saint Germain Cole Palmer, Chelsea Pedri, Barcelona Raphinha, Barcelona Declan Rice, Arsenal Mohamed Salah. Liverpool Vinicius Junior, Real Madrid Virgil Van Dijk, Liverpool Vitinha, Paris Saint Germain Florian Wirtz, Bayer Leverkusen Lamine Yamal, Barcelona
30 konur eru tilnefndar til Ballon d'Or 2025: Lucy Bronze, Chelsea Barbra Banda, Orlando Pride Aitana Bonmati, Barcelona Sandy Baltimore, Chelsea Mariona Caldentey, Arsenal Klara Buhl, Bayern München Sofia Cantore, Washington Spirit Steph Catley, Arsenal Melchie Dumornay, Lyon Temwa Chawinga, Kansas City Current Emily Fox, Arsenal Cristiana Girelli, Juventus Esther Gonzalez, Gotham Caroline Graham Hansen, Barcelona Patri Guijarro, Barcelona Amanda Gutierres, Palmeiras Hannah Hampton, Chelsea Pernille Harder, Bayern München Lindsey Heaps , Lyon Chloe Kelly, Arsenal Marta, Orlando Pride Frida Leonhardsen Maanum, Arsenal Ewa Pajor, Barcelona Clara Mateo, Paris FC Alessia Russo, Arsenal Claudia Pina, Barcelona Alexia Putellas, Barcelona Johanna Rytting Kaneryd, Chelsea Caroline Weir, Real Madrid Leah Williamson, Arsenal
Fótbolti Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira