Erlent

Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínu­menn ekki

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Rússnesku liðin fá greiðslur en úkraínsku liðin ekki.
Rússnesku liðin fá greiðslur en úkraínsku liðin ekki. Getty/LightRocket/SOPA/Daniel Felipe Kutepov

Evrópska knattspyrnusambandið (UEFA) hefur greitt 10,8 milljónir evra, jafnvirði milljarðs íslenskra króna, í samstöðustyrki til rússneskra knattspyrnuliða frá því að þeim var bannað að taka þátt í Evrópukeppnum í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.

 Á sama tíma var fimm úkraínskum liðum neitað um greiðslur á þeim forsendum að þau störfuðu á átakasvæðum.

Svokallaðar „samstöðustyrkir“ eru greiddir þeim liðum sem gengur ekki nógu vel innanlands til að fá að keppa í Evrópukeppnum.

Þrátt fyrir bannið á rússneskum liðin fékk rússneska knattspyrnusambandið greiddar 3,3 milljónir evra í samstöðustyrki fyrir keppnistímabilið 2022 til 2023, aðrar 3,3 milljónir evra fyrir tímabilið 2023 til 2024 og 4,2 milljónir evra fyrir tímabilið 2024 til 2025.

Úkraínsk lið í Odessa, Zaporizhzhia, Maríupól og Kharkív fengu hins vegar neitun fyrir tímabilin 2023 til20 24 og 2024 til 2025.

Málið þykir enn eitt dæmið um óþægilegar tengingar Evrópska knattspyrnusambandsins við stjórnvöld í Kreml. Þar má meðal annars nefna að Polina Yumasheva, fyrrverandi eiginkona „uppáhalds iðnjöfurs“ Kremlverja situr í stjórnskipunarnefnd UEFA en hún er einnig dóttir fyrrverandi ráðgjafa Vladimir Pútín Rússlandsforseta.

Guardian fjallar ítarlega um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×