Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 16. ágúst 2025 15:03 Blikar fagna einu marka sinna í kvöld. Vísir/Anton Brink Breiðablik er Mjólkurbikarmeistarar eftir 3-2 sigur á FH á Laugardalsvellinum eftir jafnan og æsispennandi úrslitaleik. Breiðablik hefur tapað síðustu þremur úrslitaleikjum í bikarnum stóð uppi sem sigurvegari í dag. Blikar voru að vinna sinn tíunda leik í röð í öllum keppnum. FH geta gengið stoltar frá borði enda buðu þær upp á öfluga frammistöðu í þessum leik. Blikar sitja á toppi deildarinnar með 37 stig og eiga möguleika á að vinna tvöfalt í ár en FH er í öðru sæti með 31 stig en hafa leikið einum leik færra. Thelma Karen braut ísinn fyrir FH Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik og ljóst að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt. Á 9. mínútu braut Thelma Karen ísinn fyrir FH með góðu skoti fyrir utan teig sem hafði viðkomu í leikmann Breiðabliks á leið sinni í netið. Staðan 1-0 og stúkan ærðist af fögnuði. Bæði lið skiptust á að sækja eftir markið og á 31. mínútu jafnaði Samantha Smith leikinn með skoti hægri megin í teignum sem hafði viðkomu í tveimur leikmönnum FH. Allt jafnt og nú var það græni hluti stúkunnar sem trylltist af fögnuði. Bæði lið áttu sínar sóknir og hornspyrnur það sem eftir leið í fyrri hálfleik en staðan var 1-1 þegar Gunnar Oddur, dómari leiksins, blés fyrri hálfleikinn af. Stál í stál í seinni hálfleik Áfram var spennan og baráttan í stóru hlutverki í seinni hálfleiknum. Elísa Lana Sigurjónsdóttir kom FH yfir 2-1 eftir að Thelma Karen hafði skotið að marki en boltinn hafði viðkomu í Elísu Lönu og breytti um stefnu á leið sinni í markið. Stuttu síðar gerði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, þrefalda skiptingu á sínu liði. Ekki leið á löngu þangað til Breiðablik jafnaði leikinn en á 67. mínútu skoraði Birta fallegt mark með lágu skoti hægra megin í teignum alveg út við stöng og Macy í marki FH kom engum vörnum við. Allt var jafnt og spennan í hámarki. Hvorugu liði tókst hins vegar að skora það sem eftir liði leiks og því þurfti að grípa til framlengingar. Breiðablik skorar snemma í framlengingunni Strax á sjöttu mínútu framlengingar skorar Samantha Smith sitt annað mark í leiknum með fínu skoti í teignum og kemur Breiðablik yfir 3-2 og allt ærðist í græna hluta stúkunnar. Bæði lið héldu áfram að berjast og lögðu líf og sál í leikinn. Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, var orðin fremsti maður vallarins á 116. mínútu leiksins og sást að FH-ingar ætluðu að gera allt sem þær gátu til þess að jafna leikinn. Arna Eiríksdóttir kom boltanum í netið á 119. mínútu en var réttilega dæmd rangstaða Fleiri urðu mörkin ekki og eru Breiðablik Mjólkurbikarmeistarar árið 2025. Atvik leiksins Rangstöðumarkið hennar Örnu Eiríksdóttir situr eftir. Arna, fyrirliði FH, spilar venjulega í vörninni en var orðin fremsti maður vallarins á síðustu 5 mínútum síðari hálfleiks í framlengingunni. Hún kom boltanum í netið á síðustu mínútu í framlengingunni en markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Virkilega svekkjandi fyrir Hafnfirðingana sem gáfust aldrei upp. Stjörnur og skúrkar Thelma Karen Pálmadóttir öflug og átti þátt í báðum mörkum FH-inga. Samantha Smith og Birta Georgsdóttir flottar í sóknarlínu Blika í dag. Samantha með tvennu og Birta með eitt mark. Stemning og umgjörð Þvílík stemning á Laugardalsvelli en rúmlega 2.200 manns gerðu sér ferð á leikinn. Það var sungið og trallað nánast allan leikinn og heyrðist vel í stuðningsmönnum beggja liða. Hádramatískur leikur þar sem bæði lið börðust til enda. Dómarar Dómari leiksins í dag var Gunnar Oddur Hafliðason. Aðstoðardómarar hans voru Egill Guðvarður Guðlaugsson (AD1) og Guðmundur Ingi Bjarnason (AD2). Það er ekkert hægt að setja út á dómgæsluna að mínu mati. Leikurinn fékk að fljóta vel og hárréttur dómur í rangstöðu markinu. Mjólkurbikar kvenna FH Breiðablik
Breiðablik er Mjólkurbikarmeistarar eftir 3-2 sigur á FH á Laugardalsvellinum eftir jafnan og æsispennandi úrslitaleik. Breiðablik hefur tapað síðustu þremur úrslitaleikjum í bikarnum stóð uppi sem sigurvegari í dag. Blikar voru að vinna sinn tíunda leik í röð í öllum keppnum. FH geta gengið stoltar frá borði enda buðu þær upp á öfluga frammistöðu í þessum leik. Blikar sitja á toppi deildarinnar með 37 stig og eiga möguleika á að vinna tvöfalt í ár en FH er í öðru sæti með 31 stig en hafa leikið einum leik færra. Thelma Karen braut ísinn fyrir FH Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik og ljóst að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt. Á 9. mínútu braut Thelma Karen ísinn fyrir FH með góðu skoti fyrir utan teig sem hafði viðkomu í leikmann Breiðabliks á leið sinni í netið. Staðan 1-0 og stúkan ærðist af fögnuði. Bæði lið skiptust á að sækja eftir markið og á 31. mínútu jafnaði Samantha Smith leikinn með skoti hægri megin í teignum sem hafði viðkomu í tveimur leikmönnum FH. Allt jafnt og nú var það græni hluti stúkunnar sem trylltist af fögnuði. Bæði lið áttu sínar sóknir og hornspyrnur það sem eftir leið í fyrri hálfleik en staðan var 1-1 þegar Gunnar Oddur, dómari leiksins, blés fyrri hálfleikinn af. Stál í stál í seinni hálfleik Áfram var spennan og baráttan í stóru hlutverki í seinni hálfleiknum. Elísa Lana Sigurjónsdóttir kom FH yfir 2-1 eftir að Thelma Karen hafði skotið að marki en boltinn hafði viðkomu í Elísu Lönu og breytti um stefnu á leið sinni í markið. Stuttu síðar gerði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, þrefalda skiptingu á sínu liði. Ekki leið á löngu þangað til Breiðablik jafnaði leikinn en á 67. mínútu skoraði Birta fallegt mark með lágu skoti hægra megin í teignum alveg út við stöng og Macy í marki FH kom engum vörnum við. Allt var jafnt og spennan í hámarki. Hvorugu liði tókst hins vegar að skora það sem eftir liði leiks og því þurfti að grípa til framlengingar. Breiðablik skorar snemma í framlengingunni Strax á sjöttu mínútu framlengingar skorar Samantha Smith sitt annað mark í leiknum með fínu skoti í teignum og kemur Breiðablik yfir 3-2 og allt ærðist í græna hluta stúkunnar. Bæði lið héldu áfram að berjast og lögðu líf og sál í leikinn. Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, var orðin fremsti maður vallarins á 116. mínútu leiksins og sást að FH-ingar ætluðu að gera allt sem þær gátu til þess að jafna leikinn. Arna Eiríksdóttir kom boltanum í netið á 119. mínútu en var réttilega dæmd rangstaða Fleiri urðu mörkin ekki og eru Breiðablik Mjólkurbikarmeistarar árið 2025. Atvik leiksins Rangstöðumarkið hennar Örnu Eiríksdóttir situr eftir. Arna, fyrirliði FH, spilar venjulega í vörninni en var orðin fremsti maður vallarins á síðustu 5 mínútum síðari hálfleiks í framlengingunni. Hún kom boltanum í netið á síðustu mínútu í framlengingunni en markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Virkilega svekkjandi fyrir Hafnfirðingana sem gáfust aldrei upp. Stjörnur og skúrkar Thelma Karen Pálmadóttir öflug og átti þátt í báðum mörkum FH-inga. Samantha Smith og Birta Georgsdóttir flottar í sóknarlínu Blika í dag. Samantha með tvennu og Birta með eitt mark. Stemning og umgjörð Þvílík stemning á Laugardalsvelli en rúmlega 2.200 manns gerðu sér ferð á leikinn. Það var sungið og trallað nánast allan leikinn og heyrðist vel í stuðningsmönnum beggja liða. Hádramatískur leikur þar sem bæði lið börðust til enda. Dómarar Dómari leiksins í dag var Gunnar Oddur Hafliðason. Aðstoðardómarar hans voru Egill Guðvarður Guðlaugsson (AD1) og Guðmundur Ingi Bjarnason (AD2). Það er ekkert hægt að setja út á dómgæsluna að mínu mati. Leikurinn fékk að fljóta vel og hárréttur dómur í rangstöðu markinu.