Aðlögunar krafist eftir U-beygju Valur Páll Eiríksson skrifar 17. ágúst 2025 09:00 Jökull Elísabetarson er þjálfari Stjörnumanna. vísir/Diego Nóg var að gera á skrifstofu Stjörnunnar í vikunni þar sem liðið fékk þrjá nýja leikmenn fyrir seinni hluta tímabilsins í Bestu deild karla. Þrír erlendir leikmenn sömdu við Stjörnuna, tveir frá Síerra Leóne, og einn Hollendingur. Fyrir leiktíðina var ekki einn einasti útlendingur á mála hjá Garðbæingum en nú eru þeir skyndilega orðnir fjórir, eftir að Steven Caulker varð spilandi aðstoðarþjálfari í júlí. Hann hafði einmitt mikið með skiptin að gera, enda tveir leikmannana sem spiluðu með honum fyrir landslið Síerra Leóne. En er þetta U-beygja í leikmannamálum Stjörnunnar? „Ef við skilgreinum hópinn út frá Íslendingum og útlendingum, þá er það klárlega þannig. Auðvitað er þetta aðeins öðruvísi en við höfum gert. En svo höfum við misst rosalegt magn af kreatívum leikmönnum úr hópnum og ekki sótt mikið inn í staðinn,“ segir Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar. „Þetta er auðvitað öðruvísi en spennandi líka. Aðeins út fyrir þægindarammann fyrir okkur alla, og gera öðruvísi hluti. Við þurfum að passa að ýta okkur út úr þægindarammanum, bæði hópurinn, ég og allir,“ bætir hann við. Caulker talaði fallega um félagið Annar tveggja leikmannana frá Sierra Leone er enn ekki kominn til landsins en væntanlegur innan tíðar. Kantmaðurinn Alpha Conteh er aftur á móti kominn á fullt í Garðabæ og eftir veru í Búlgaríu, Ísrael og síðast Aserbaídsjan er hann klár í nýtt ævintýri. Klippa: Síerraleónskur heimshornaflakkari í Garðabæinn Caulker hafi þá haft áhrif á ákvörðun hans að koma hingað. „Ég fékk símtal frá Stjörnunni, svo ég mætti. Fyrrum félagi minn var hérna fyrir, Steve, við spiluðum saman fyrir Síerra Leóne. Hann sagði mér mikið frá félaginu, hversu frábært félag þetta sé. Það fékk mig hingað,“ „Það er fallegt hér, og fallegt veður þó það sé kalt. Ég mun aðlagast þessu, það er eðlilegt. Ég vandist köldum vetrum í Búlgaríu og það mun gerast hér. Það tekur bara smá tíma,“ Hlýrra viðmót en veður Þá er Hollendingurinn Damil Dankerlui einnig nýr leikmaður Stjörnunnar sem er stór prófíll, á að baki yfir 150 leiki í Eredivisie, efstu deild Hollands. „Hvað fær mig hingað? Það er góð spurning sem margir spyrja mig. Af hverju ég komi til Íslands. Stundum þarf að gera hlutina öðruvísi. Fyrir mig er þetta spennandi ævintýri,“ „Ég hlakka til að spila, að sýna mig fyrir fólkinu og stuðningsmönnunum. Ég finn hlýjuna hér. Nema veðrið,“ segir Dankerlui að hlær eftir æfingu á heldur köldum föstudegi. Viðtöl við þá Alpha Conteh og Damil Dankerlui má sjá í heild í spilurunum að ofan. Áhugavert viðtal við Jökul má sjá í heild að neðan. Stjarnan Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Þrír erlendir leikmenn sömdu við Stjörnuna, tveir frá Síerra Leóne, og einn Hollendingur. Fyrir leiktíðina var ekki einn einasti útlendingur á mála hjá Garðbæingum en nú eru þeir skyndilega orðnir fjórir, eftir að Steven Caulker varð spilandi aðstoðarþjálfari í júlí. Hann hafði einmitt mikið með skiptin að gera, enda tveir leikmannana sem spiluðu með honum fyrir landslið Síerra Leóne. En er þetta U-beygja í leikmannamálum Stjörnunnar? „Ef við skilgreinum hópinn út frá Íslendingum og útlendingum, þá er það klárlega þannig. Auðvitað er þetta aðeins öðruvísi en við höfum gert. En svo höfum við misst rosalegt magn af kreatívum leikmönnum úr hópnum og ekki sótt mikið inn í staðinn,“ segir Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar. „Þetta er auðvitað öðruvísi en spennandi líka. Aðeins út fyrir þægindarammann fyrir okkur alla, og gera öðruvísi hluti. Við þurfum að passa að ýta okkur út úr þægindarammanum, bæði hópurinn, ég og allir,“ bætir hann við. Caulker talaði fallega um félagið Annar tveggja leikmannana frá Sierra Leone er enn ekki kominn til landsins en væntanlegur innan tíðar. Kantmaðurinn Alpha Conteh er aftur á móti kominn á fullt í Garðabæ og eftir veru í Búlgaríu, Ísrael og síðast Aserbaídsjan er hann klár í nýtt ævintýri. Klippa: Síerraleónskur heimshornaflakkari í Garðabæinn Caulker hafi þá haft áhrif á ákvörðun hans að koma hingað. „Ég fékk símtal frá Stjörnunni, svo ég mætti. Fyrrum félagi minn var hérna fyrir, Steve, við spiluðum saman fyrir Síerra Leóne. Hann sagði mér mikið frá félaginu, hversu frábært félag þetta sé. Það fékk mig hingað,“ „Það er fallegt hér, og fallegt veður þó það sé kalt. Ég mun aðlagast þessu, það er eðlilegt. Ég vandist köldum vetrum í Búlgaríu og það mun gerast hér. Það tekur bara smá tíma,“ Hlýrra viðmót en veður Þá er Hollendingurinn Damil Dankerlui einnig nýr leikmaður Stjörnunnar sem er stór prófíll, á að baki yfir 150 leiki í Eredivisie, efstu deild Hollands. „Hvað fær mig hingað? Það er góð spurning sem margir spyrja mig. Af hverju ég komi til Íslands. Stundum þarf að gera hlutina öðruvísi. Fyrir mig er þetta spennandi ævintýri,“ „Ég hlakka til að spila, að sýna mig fyrir fólkinu og stuðningsmönnunum. Ég finn hlýjuna hér. Nema veðrið,“ segir Dankerlui að hlær eftir æfingu á heldur köldum föstudegi. Viðtöl við þá Alpha Conteh og Damil Dankerlui má sjá í heild í spilurunum að ofan. Áhugavert viðtal við Jökul má sjá í heild að neðan.
Stjarnan Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira