Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2025 11:19 Rodrigo Paz bætti verulega við sig fylgi í aðdraganda kosninganna og fékk flest atkvæði. Hann kallaði í gær etir miklum breytingum í Bólivíu. AP/Freddy Barragan Útlit er fyrir að kjósendur í Bólivíu muni í fyrsta sinn í tæp tuttugu ár ekki kjósa vinstri sinnaðan forseta úr röðum Sósíalista. Forsetakosningar voru haldnar þar í gær en halda þarf aðra umferð þar sem enginn frambjóðandi fékk hreinan meirihluta. Öldungadeildarþingmaðurinn Rodrigo Paz Pereira og Jorge Quiroga, fyrrverandi forseti, urðu í fyrsta og efsta sæti í kosningunum, samkvæmt óstaðfestum niðurstöðum kosninganna. Paz situr á miðjunni á hinu pólitíska rófi en Quiroga er hægri sinnaður. Í gærkvöldi, þegar búið var að telja 91 prósent atkvæða var Paz með 32,8 prósent og Quiroga með 26,4, samkvæmt AP fréttaveitunni. Samkvæmt frétt Washington Post kom velgengni Pas í kosningunum nokkuð á óvart en kannanir höfðu gefið til kynna að annar hægri sinnaður frambjóðandi nyti mests fylgis. Paz, sem er fyrrverandi bæjarstjóri, bætti þó verulega við fylgi sitt á síðustu dögunum fyrir kosningarnar og hefur velgengnin að miklu leyti verið rakin til Edman Lara, meðframbjóðanda hans. Sá er tiltölulega ungur fyrrverandi lögreglustjóri og þykir vinsæll á samfélagsmiðlum. Saman hafa þeir kallað eftir umfangsmiklu átaki gegn spillingu innan lögreglunnar og stjórnsýslunnar. Þegar úrslitin þóttu ljós lýsti Paz því yfir að kjósendur Bólivíu væru ekki eingöngu að kalla eftir nýrri ríkisstjórn, heldur breyttu pólitísku kerfi. Hann kallaði einnig eftir miklum breytingum á hagkerfi Bólivíu en ríkið stendur frammi fyrir miklum erfiðleikum á því sviði. Halda á seinni umferð kosninganna í október. Óvinsælir sósíalistar Sósíalistar hafa haldið í stjórnartaumana í Bólivíu í tæpa tvo áratugi, undir stjórn Evo Morales, en hann stofnaði flokkinn og var forseti í fjórtán ár. Í stjórnartíð hans jók hann á réttindi innfæddra í Bólivíu og jók fjárveitingar til félagsmála töluvert. Hann reyndi þó einnig að reyna að framlengja forsetatíð sína, þvert á lög í landinu, og hefur verið sakaður um og ákærður fyrir samræði við ólögráða stúlkur. Þetta spilaði stóra rullu í hratt dvínandi fylgi sósíalista í Bólivíu. Formlegur frambjóðandi Sósíalistaflokksins fékk 3,2 prósent atkvæða en annar vinstri sinnaður frambjóðandi fékk átta prósent. Morales er sagður halda til í Chapare í Bólivíu þar sem hann hefur komist hjá handtöku vegna ásakana um að hafa gert fimmtán ára stúlku ólétta þegar hann var forseti. Morales hafði kallað eftir því að stuðningsmenn hans krotuðu á kjörseðla sína og gerðu þá þannig ógilda. Núverandi leiðtogar flokksins hafa reynt að segja að deilur Morales við þá hafi kostað flokkinn verulega. AP segir hins vegar að þegar vinstri sinnaðir stjórnmálamenn fóru að greiða atkvæði í gær, hafi þeir víða mætt mótmælum, bauli og hlutum hafi jafnvel verið kastað í þá. Bólivía Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn Rodrigo Paz Pereira og Jorge Quiroga, fyrrverandi forseti, urðu í fyrsta og efsta sæti í kosningunum, samkvæmt óstaðfestum niðurstöðum kosninganna. Paz situr á miðjunni á hinu pólitíska rófi en Quiroga er hægri sinnaður. Í gærkvöldi, þegar búið var að telja 91 prósent atkvæða var Paz með 32,8 prósent og Quiroga með 26,4, samkvæmt AP fréttaveitunni. Samkvæmt frétt Washington Post kom velgengni Pas í kosningunum nokkuð á óvart en kannanir höfðu gefið til kynna að annar hægri sinnaður frambjóðandi nyti mests fylgis. Paz, sem er fyrrverandi bæjarstjóri, bætti þó verulega við fylgi sitt á síðustu dögunum fyrir kosningarnar og hefur velgengnin að miklu leyti verið rakin til Edman Lara, meðframbjóðanda hans. Sá er tiltölulega ungur fyrrverandi lögreglustjóri og þykir vinsæll á samfélagsmiðlum. Saman hafa þeir kallað eftir umfangsmiklu átaki gegn spillingu innan lögreglunnar og stjórnsýslunnar. Þegar úrslitin þóttu ljós lýsti Paz því yfir að kjósendur Bólivíu væru ekki eingöngu að kalla eftir nýrri ríkisstjórn, heldur breyttu pólitísku kerfi. Hann kallaði einnig eftir miklum breytingum á hagkerfi Bólivíu en ríkið stendur frammi fyrir miklum erfiðleikum á því sviði. Halda á seinni umferð kosninganna í október. Óvinsælir sósíalistar Sósíalistar hafa haldið í stjórnartaumana í Bólivíu í tæpa tvo áratugi, undir stjórn Evo Morales, en hann stofnaði flokkinn og var forseti í fjórtán ár. Í stjórnartíð hans jók hann á réttindi innfæddra í Bólivíu og jók fjárveitingar til félagsmála töluvert. Hann reyndi þó einnig að reyna að framlengja forsetatíð sína, þvert á lög í landinu, og hefur verið sakaður um og ákærður fyrir samræði við ólögráða stúlkur. Þetta spilaði stóra rullu í hratt dvínandi fylgi sósíalista í Bólivíu. Formlegur frambjóðandi Sósíalistaflokksins fékk 3,2 prósent atkvæða en annar vinstri sinnaður frambjóðandi fékk átta prósent. Morales er sagður halda til í Chapare í Bólivíu þar sem hann hefur komist hjá handtöku vegna ásakana um að hafa gert fimmtán ára stúlku ólétta þegar hann var forseti. Morales hafði kallað eftir því að stuðningsmenn hans krotuðu á kjörseðla sína og gerðu þá þannig ógilda. Núverandi leiðtogar flokksins hafa reynt að segja að deilur Morales við þá hafi kostað flokkinn verulega. AP segir hins vegar að þegar vinstri sinnaðir stjórnmálamenn fóru að greiða atkvæði í gær, hafi þeir víða mætt mótmælum, bauli og hlutum hafi jafnvel verið kastað í þá.
Bólivía Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent