„Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. ágúst 2025 12:03 Altay Bayindir hefur fengið harða gagnrýni fyrir að hafa ekki gert betur í sigurmarki Arsenal gegn Manchester United. epa/ADAM VAUGHAN Arnar Gunnlaugsson segir að Altay Bayindir, markvörður Manchester United, hefði gert sig sekan um slæm mistök í markinu sem Riccardo Calafiori skoraði fyrir Arsenal í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ólafur Kristjánsson tók undir með Arnari en sagði þó að ekki væri alfarið hægt að skella skuldinni á tyrkneska markvörðinn. Calafiori skoraði eina mark leiksins á Old Trafford í gær á 13. mínútu. Hann skallaði boltann þá í netið af stuttu færi eftir að Bayindir mistókst að handsama boltann eða slá hann frá. „Auðvitað er stuggað við honum en hann er bara ekki nægilega sterkur. Arsenal vilja fylla markteiginn af eins mörgum leikmönnum og hægt er, sama hvort þeir hlaupa baka til eða fram á við. Þeir eru með 5-6 leikmenn inni í markteignum og það verða læti og það verða stympingar og enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta. Þetta er heldur ekki neitt. Hann er bara ekki nægilega sterkur,“ sagði Arnar í Sunnudagsmessunni í gær. Ólafur tók aðeins upp hanskann fyrir Bayindir. „Ég hef engan sérstakan áhuga á að koma Bayindir til varnar en það er rosalega auðvelt að hengja þetta á hann og ég gerði það í hálfleik,“ sagði Ólafur. „En ef þú horfir á hvernig mennirnir sem eru í svæðum inni í markteignum, hvernig þeir bregðast við þegar boltinn kemur. Við sáum þarna [Diogo] Dalot meðal annars. Hann var kominn með hendurnar upp áður en þetta með Bayindir var búið. Þeir eru ofboðslega passívir. Boltinn kemur inn í teig, þeir vita að þeir munu ráðast á þetta svæði og þeir eru allir annað hvort að hörfa eða í besta falli að standa flatfóta.“ Klippa: Messan - markið hjá Arsenal gegn United André Onana, sem hefur verið aðalmarkvörður United undanfarin tvö tímabil, var ekki í leikmannahópi liðsins í gær og því fékk Bayindir tækifæri. Hann kom til United frá Fenerbache fyrir tveimur árum og hefur tólf leiki fyrir Rauðu djöflana í öllum keppnum. Umræðuna úr Sunnudagsmessunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Enski boltinn Messan Tengdar fréttir Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Viktor Gyökeres, framherji Arsenal, tókst ekki að stimpla sig inn hjá liðinu í 1-0 sigri á Manchester United á Old Trafford í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Lítil ógn var af þeim sænska. 18. ágúst 2025 10:01 Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Roy Keane spáir því að Manchester United endi um miðja deild í ensku úrvalsdeildinni. Nýir leikmenn hafi heillað í 1-0 tapinu gegn Arsenal en vandamálin séu enn til staðar hjá liðinu. 18. ágúst 2025 09:30 Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Margir vilja skrifa sigurmark Arsenal gegn Manchester United í gær á markvörð United. Markið má nú sjá á Vísi ásamt öðrum mörkum gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 18. ágúst 2025 07:01 Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ William Saliba, miðvörður Arsenal, viðurkenndi í samtali við Hjörvar Hafliðason að liðið ætti mjög mikið inni þrátt fyrir að það næði að landa 1-0 sigri gegn Manchester United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. 17. ágúst 2025 22:00 Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, var skiljanlega niðurlútur þegar hann ræddi við Hjörvar Hafliðason á Sýn Sport eftir 1-0 tapið gegn Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 17. ágúst 2025 18:50 Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Silfurlið Arsenal hóf nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á að vinna Manchester United á útivelli, 1-0. 17. ágúst 2025 17:20 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira
Calafiori skoraði eina mark leiksins á Old Trafford í gær á 13. mínútu. Hann skallaði boltann þá í netið af stuttu færi eftir að Bayindir mistókst að handsama boltann eða slá hann frá. „Auðvitað er stuggað við honum en hann er bara ekki nægilega sterkur. Arsenal vilja fylla markteiginn af eins mörgum leikmönnum og hægt er, sama hvort þeir hlaupa baka til eða fram á við. Þeir eru með 5-6 leikmenn inni í markteignum og það verða læti og það verða stympingar og enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta. Þetta er heldur ekki neitt. Hann er bara ekki nægilega sterkur,“ sagði Arnar í Sunnudagsmessunni í gær. Ólafur tók aðeins upp hanskann fyrir Bayindir. „Ég hef engan sérstakan áhuga á að koma Bayindir til varnar en það er rosalega auðvelt að hengja þetta á hann og ég gerði það í hálfleik,“ sagði Ólafur. „En ef þú horfir á hvernig mennirnir sem eru í svæðum inni í markteignum, hvernig þeir bregðast við þegar boltinn kemur. Við sáum þarna [Diogo] Dalot meðal annars. Hann var kominn með hendurnar upp áður en þetta með Bayindir var búið. Þeir eru ofboðslega passívir. Boltinn kemur inn í teig, þeir vita að þeir munu ráðast á þetta svæði og þeir eru allir annað hvort að hörfa eða í besta falli að standa flatfóta.“ Klippa: Messan - markið hjá Arsenal gegn United André Onana, sem hefur verið aðalmarkvörður United undanfarin tvö tímabil, var ekki í leikmannahópi liðsins í gær og því fékk Bayindir tækifæri. Hann kom til United frá Fenerbache fyrir tveimur árum og hefur tólf leiki fyrir Rauðu djöflana í öllum keppnum. Umræðuna úr Sunnudagsmessunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Enski boltinn Messan Tengdar fréttir Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Viktor Gyökeres, framherji Arsenal, tókst ekki að stimpla sig inn hjá liðinu í 1-0 sigri á Manchester United á Old Trafford í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Lítil ógn var af þeim sænska. 18. ágúst 2025 10:01 Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Roy Keane spáir því að Manchester United endi um miðja deild í ensku úrvalsdeildinni. Nýir leikmenn hafi heillað í 1-0 tapinu gegn Arsenal en vandamálin séu enn til staðar hjá liðinu. 18. ágúst 2025 09:30 Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Margir vilja skrifa sigurmark Arsenal gegn Manchester United í gær á markvörð United. Markið má nú sjá á Vísi ásamt öðrum mörkum gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 18. ágúst 2025 07:01 Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ William Saliba, miðvörður Arsenal, viðurkenndi í samtali við Hjörvar Hafliðason að liðið ætti mjög mikið inni þrátt fyrir að það næði að landa 1-0 sigri gegn Manchester United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. 17. ágúst 2025 22:00 Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, var skiljanlega niðurlútur þegar hann ræddi við Hjörvar Hafliðason á Sýn Sport eftir 1-0 tapið gegn Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 17. ágúst 2025 18:50 Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Silfurlið Arsenal hóf nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á að vinna Manchester United á útivelli, 1-0. 17. ágúst 2025 17:20 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira
Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Viktor Gyökeres, framherji Arsenal, tókst ekki að stimpla sig inn hjá liðinu í 1-0 sigri á Manchester United á Old Trafford í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Lítil ógn var af þeim sænska. 18. ágúst 2025 10:01
Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Roy Keane spáir því að Manchester United endi um miðja deild í ensku úrvalsdeildinni. Nýir leikmenn hafi heillað í 1-0 tapinu gegn Arsenal en vandamálin séu enn til staðar hjá liðinu. 18. ágúst 2025 09:30
Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Margir vilja skrifa sigurmark Arsenal gegn Manchester United í gær á markvörð United. Markið má nú sjá á Vísi ásamt öðrum mörkum gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 18. ágúst 2025 07:01
Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ William Saliba, miðvörður Arsenal, viðurkenndi í samtali við Hjörvar Hafliðason að liðið ætti mjög mikið inni þrátt fyrir að það næði að landa 1-0 sigri gegn Manchester United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. 17. ágúst 2025 22:00
Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, var skiljanlega niðurlútur þegar hann ræddi við Hjörvar Hafliðason á Sýn Sport eftir 1-0 tapið gegn Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 17. ágúst 2025 18:50
Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Silfurlið Arsenal hóf nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á að vinna Manchester United á útivelli, 1-0. 17. ágúst 2025 17:20