Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2025 11:32 Geir Þorsteinsson, Hafþór Júlíus Björnsson og Klara Bjartmarz eru í efstu þremur sætunum. Samsett mynd Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson, sterkasti maður Íslands 2025, er langtekjuhæsti íþróttamaður landsins samkvæmt nýjasta Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Hafþór, stundum kallaður Fjallið eftir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones, er í algjörum sérflokki á listanum yfir íþróttafólk hér á landi með hátt í fimm milljónir króna á mánuði, samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar Verslunar. Efsta íþróttafólkið í Tekjublaði Frjálsrar Verslunar: Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður, 4.905.000 Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KR, 2.346.000 Klara Bjartmarz, fv. framkvæmdastjóri KSÍ, 1.837.000 Hjörvar Steinn Grétarsson, skákmaður, 1.751.000 Guðjón Baldvinsson, fv. knattspyrnumaður, 1.601.000 Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, 1.530.000 Stefán Rafn Sigurmannsson, fv. handboltamaður, 1.502.000 Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, 1.484.000 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í handbolta, 1.484.000 Eggert Gunnþór Jónsson, spilandi þjálfari KFA, 1.433.000 Í blaðinu segir að um sé að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2024 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá Ríkisskattstjóra en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Verktakagreiðslur, sem algengar eru í íslensku íþróttalífi, flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskránni sem stuðst er við. Eins og sjá má á listanum hér að ofan koma fyrrverandi forkólfar Knattspyrnusambands Íslands næst á eftir Hafþóri. Formaður KSÍ með eina og hálfa milljón Nokkuð er þó um liðið síðan Geir Þorsteinsson hætti sem formaður sambandsins, eða um átta ár, en hann var framkvæmdastjóri Leiknis í Breiðholti á síðasta tekjuári áður en hann var svo ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KR um síðustu áramót. Tekjur Geirs námu á síðasta ári rúmlega 2,3 milljónum króna að meðaltali á mánuði. Klara Bjartmarz ,sem í byrjun síðasta árs hætti sem framkvæmdastjóri KSÍ eftir 30 ára starf fyrir sambandið, er í þriðja sæti listans. Hún tók til starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands eftir að hafa kvatt KSÍ og var með 1,8 milljón króna á mánuði í tekjur. Núverandi formaður KSÍ, Þorvaldur Örlygsson, er svo á listanum með 1,5 milljón króna á mánuði en hann var kosinn formaður í febrúar á síðasta ári. Fótboltafólk er áberandi á listanum en meðal annarra má nefna Gunnar Nelson bardagakappa (1.352 þús.), Snorra Stein Guðjónsson landsliðsþjálfara karla í handbolta (1.210 þús.), Kristófer Acox körfuboltamann (1.025 þús.) og Arnar Pétursson langhlaupara (916 þús.). Tekjur Aflraunir KSÍ Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
Hafþór, stundum kallaður Fjallið eftir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones, er í algjörum sérflokki á listanum yfir íþróttafólk hér á landi með hátt í fimm milljónir króna á mánuði, samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar Verslunar. Efsta íþróttafólkið í Tekjublaði Frjálsrar Verslunar: Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður, 4.905.000 Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KR, 2.346.000 Klara Bjartmarz, fv. framkvæmdastjóri KSÍ, 1.837.000 Hjörvar Steinn Grétarsson, skákmaður, 1.751.000 Guðjón Baldvinsson, fv. knattspyrnumaður, 1.601.000 Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, 1.530.000 Stefán Rafn Sigurmannsson, fv. handboltamaður, 1.502.000 Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, 1.484.000 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í handbolta, 1.484.000 Eggert Gunnþór Jónsson, spilandi þjálfari KFA, 1.433.000 Í blaðinu segir að um sé að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2024 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá Ríkisskattstjóra en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Verktakagreiðslur, sem algengar eru í íslensku íþróttalífi, flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskránni sem stuðst er við. Eins og sjá má á listanum hér að ofan koma fyrrverandi forkólfar Knattspyrnusambands Íslands næst á eftir Hafþóri. Formaður KSÍ með eina og hálfa milljón Nokkuð er þó um liðið síðan Geir Þorsteinsson hætti sem formaður sambandsins, eða um átta ár, en hann var framkvæmdastjóri Leiknis í Breiðholti á síðasta tekjuári áður en hann var svo ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KR um síðustu áramót. Tekjur Geirs námu á síðasta ári rúmlega 2,3 milljónum króna að meðaltali á mánuði. Klara Bjartmarz ,sem í byrjun síðasta árs hætti sem framkvæmdastjóri KSÍ eftir 30 ára starf fyrir sambandið, er í þriðja sæti listans. Hún tók til starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands eftir að hafa kvatt KSÍ og var með 1,8 milljón króna á mánuði í tekjur. Núverandi formaður KSÍ, Þorvaldur Örlygsson, er svo á listanum með 1,5 milljón króna á mánuði en hann var kosinn formaður í febrúar á síðasta ári. Fótboltafólk er áberandi á listanum en meðal annarra má nefna Gunnar Nelson bardagakappa (1.352 þús.), Snorra Stein Guðjónsson landsliðsþjálfara karla í handbolta (1.210 þús.), Kristófer Acox körfuboltamann (1.025 þús.) og Arnar Pétursson langhlaupara (916 þús.).
Efsta íþróttafólkið í Tekjublaði Frjálsrar Verslunar: Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður, 4.905.000 Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KR, 2.346.000 Klara Bjartmarz, fv. framkvæmdastjóri KSÍ, 1.837.000 Hjörvar Steinn Grétarsson, skákmaður, 1.751.000 Guðjón Baldvinsson, fv. knattspyrnumaður, 1.601.000 Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, 1.530.000 Stefán Rafn Sigurmannsson, fv. handboltamaður, 1.502.000 Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, 1.484.000 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í handbolta, 1.484.000 Eggert Gunnþór Jónsson, spilandi þjálfari KFA, 1.433.000
Tekjur Aflraunir KSÍ Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira