Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Kjartan Kjartansson skrifar 19. ágúst 2025 13:24 Eemeli Peltonen var á sínu fyrsta kjörtímabili sem þingmaður finnskra jafnaðarmanna þegar hann lést skyndilega. Af vefsíðu Emeeli Peltonen Þingmaður Jafnaðarmannaflokksins lést í finnska þinghúsinu í Helsinki í dag. Finnskir fjölmiðlar segja að þingmaðurinn hafi svipt sig lífi. Forsætisráðherrann segir fréttirnar sláandi. Eemeli Peltonen, þingmaður Jafnaðarmannaflokksins, var þrítugur þegar hann lést. Finnska ríkisútvarpið segir að lögregla hafi verið kölluð til klukkan 11:06 að staðartíma, klukkan 8:06 að íslenskum tíma. Lögregla segir dauðsfallið til rannsóknar en ekki leiki grunur á að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Götublaðið Iltalehti fullyrðir að Peltonen hafi svipt sig lífi í þinghúsinu. Aaro Toivonen, yfirmaður öryggismála finnska þingsins, segir ríkisútvarpinu að hann neiti þeim fréttum ekki. Þingið er í sumarfríi eins og stendur. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fó lki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og símann hjá Pieta-samtökunum, 552-2218, sem er opinn allan sólarhringinn. Petteri Orpo, forsætisráðherra, staðfesti andlát Peltoen þegar hann ræddi við blaðamenn í Kajaani í miðju Finnlandi þar sem þinghópur hans er saman kominn til árlega fundarhalda. „Fyrir nokkru fengum við virkilega sláandi fréttir af þingi, sameiginlegum vinnustað okkar. Einn starfsbræðra okkar lést í húsakynnum þingsins. Þetta eru mjög sorglegar fréttir,“ sagði Orpo sem sendi fjölskyldu Peltonen og starfsfélögum samúðarkveðjur. Peltonen er sagður hafa glímt við veikindi og verið í veikindaleyfi frá því í lok vors. Hann sagði sjálfur frá því á samfélagsmiðli í júní að hann væri nýrnaveikur. Sanna Marin, fyrrverandi leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins og forsætisráðherra, vottaði Peltonen virðingu sína á samfélagsmiðlinum Instagram. „Ég man etir þér fyrir mörgum árum frá því að við vorum saman í ungliðahreyfingunni og flokknum. Ég vildi að þú værir enn með okkur. Líf þitt endaði of fljótt,“ skrifaði Marin til Peltonen. Finnland Andlát Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Eemeli Peltonen, þingmaður Jafnaðarmannaflokksins, var þrítugur þegar hann lést. Finnska ríkisútvarpið segir að lögregla hafi verið kölluð til klukkan 11:06 að staðartíma, klukkan 8:06 að íslenskum tíma. Lögregla segir dauðsfallið til rannsóknar en ekki leiki grunur á að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Götublaðið Iltalehti fullyrðir að Peltonen hafi svipt sig lífi í þinghúsinu. Aaro Toivonen, yfirmaður öryggismála finnska þingsins, segir ríkisútvarpinu að hann neiti þeim fréttum ekki. Þingið er í sumarfríi eins og stendur. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fó lki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og símann hjá Pieta-samtökunum, 552-2218, sem er opinn allan sólarhringinn. Petteri Orpo, forsætisráðherra, staðfesti andlát Peltoen þegar hann ræddi við blaðamenn í Kajaani í miðju Finnlandi þar sem þinghópur hans er saman kominn til árlega fundarhalda. „Fyrir nokkru fengum við virkilega sláandi fréttir af þingi, sameiginlegum vinnustað okkar. Einn starfsbræðra okkar lést í húsakynnum þingsins. Þetta eru mjög sorglegar fréttir,“ sagði Orpo sem sendi fjölskyldu Peltonen og starfsfélögum samúðarkveðjur. Peltonen er sagður hafa glímt við veikindi og verið í veikindaleyfi frá því í lok vors. Hann sagði sjálfur frá því á samfélagsmiðli í júní að hann væri nýrnaveikur. Sanna Marin, fyrrverandi leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins og forsætisráðherra, vottaði Peltonen virðingu sína á samfélagsmiðlinum Instagram. „Ég man etir þér fyrir mörgum árum frá því að við vorum saman í ungliðahreyfingunni og flokknum. Ég vildi að þú værir enn með okkur. Líf þitt endaði of fljótt,“ skrifaði Marin til Peltonen.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fó lki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og símann hjá Pieta-samtökunum, 552-2218, sem er opinn allan sólarhringinn.
Finnland Andlát Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent