Veður

Hiti að ní­tján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Á Suður- og Vesturlandi verður skýjað að mestu í dag.
Á Suður- og Vesturlandi verður skýjað að mestu í dag. Vísir/Anton

Útlit er fyrir hæga breytilega átt eða hafgolu í dag. Á Suður- og Vesturlandi verður skýjað að mestu, en smávegis glufur gætu þó myndast í skýjahuluna þegar líður á daginn.

Á vef Veðurstofunnar segir að norðanlands hafi víða verið þoka í nótt.

„Þar ætti að birta upp í dag, en líkur eru á að þokan komi aftur inn í kvöld. Austanlands hefur þokuloft einnig látið á sér kræla, en léttir væntanlega vel til með deginum. Hiti í dag yfirleitt á bilinu 13 til 19 stig.

Á morgun gengur í suðaustan 5-13 m/s, hvassast á Reykjanesi og Snæfellsnesi. Dálítil rigning sunnan- og vestanlands. Hægari vindur og víða nokkuð sólríkt á Norður- og Austurlandi og þar verður jafnframt hlýjast eða rúmlega 20 stig þar sem best lætur,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Suðaustan 5-13 m/s og dálítil væta sunnan- og vestanlands. Hægari vindur og víða léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast norðaustantil.

Á laugardag: Suðaustan 5-13 sunnan- og vestanlands, skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hægari og bjart á Norður- og Austurlandi. Hiti 14 til 22 stig, hlýjast fyrir norðan.

Á sunnudag og mánudag: Suðaustan 5-13 og rigning eða súld með köflum, en þurrt norðaustantil á landinu. Hiti 13 til 22 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á þriðjudag og miðvikudag: Suðaustan- og austanátt með lítilsháttar vætu sunnan- og vestanlands, en bjart og hlýtt á Norður- og Austurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×