Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. ágúst 2025 10:16 Steven Cheung, samskiptastjóri Hvíta hússins, og Jack White, tónlistarmaður, fóru í hár saman yfir ummælum þess síðarnefnda um Trump. EPA/Getty Tónlistarmaðurinn Jack White er kominn í deilur við starfsmenn Hvíta hússins eftir að hann gagnrýndi Bandaríkjaforseta fyrir smekkleysi. Samskiptastjóri Hvíta hússins sagði White vera „lúser“ sem væri búinn að vera en White segir Trump dulbúa sig sem alvöru manneskju. White birti í vikunni mynd af fundi Trump með Selenskí Úkraínuforseta í Hvíta húsinu á Instagram og gagnrýndi þar harðlega smekk forsetans. „Sjáðu hvað Trump er búinn að gera hið sögulega Hvíta hús ógeðslegt. Núna er það smekklaus, þakinn gylltum laufum og skræpóttur búningsklefi glímukappa. Ég get ekki beðið eftir UFC-bardaganum á lóðinni,“ skrifaði White í færslunni og líkti Trump við forsetann í grínmyndinni Idiocracy. View this post on Instagram A post shared by Jack White (@officialjackwhite) „Sjáið þennan viðbjóðslega smekk, myndi maður einu sinni kaupa notaðan bíl af þessum svikahrappi, hvað þá láta hann fá kjarnorkukóða? Gullhúðuð Trump-biblía myndi líta fullkomlega út á arinhillunni með pari af Trump-skóm, sinn hvoru megin við hana, er það ekki?“ „Þvílík hneisa fyrir sögu Bandaríkjanna. Á myndinni er líka alvöru þjóðarleiðtogi í svörtum jakkafötum,“ skrifaði White einnig og átti þar við Selenskí. „Jack White er búinn að vera“ Samskiptastjóri Hvíta hússins, Steven Cheung, var ekki par sáttur með skrif White og svaraði honum með yfirlýsingu á þriðjudag. „Jack White er búinn að vera, lúser sem er ekki lengur neitt og birtir bull á samfélagsmiðlum af því hann á greinilega nóg tíma á höndum sínum vegna tónlistarferils sem hefur koðnað niður,“ sagði Cheung í yfirlýsingu á miðlinum The Daily Beast. „Það er greinilegt að hann hefur dulbúist sem alvöru listamaður því hann nær ekki að meta, og hreint út sagt vanvirðir, glæsibrag og mikilvægi forsetaskrifstofunnar í ,Húsi fólksins',“ sagði Cheung jafnframt. View this post on Instagram A post shared by Jack White (@officialjackwhite) White var ekki lengi að svara samskiptastjóranum og birti í gær Instagram-færslu með myndaröð af Trump, meðal annars þar sem hann heldur á gullstrigaskóm og auglýsir Goya-matvörur (sem hann hefur gert ítrekað í forsetatíð sinni). Í færslunni kallaði hann Cheung „atvinnulygara“ og gagnrýndi starfsmenn Hvíta hússins fyrir að eyða tíma í léttvæg málefni frekar en að einblína á mikilvægari hluti eins og „veru Trump í Epstein-skjölunum“, „Gestapó ICE-taktík“ og „börnin sem eru að deyja í Súdan, Gasa og Lýðveldinu Kongó“. „Dulbúast sem alvöru listamaður?“ spurði White í færslunni og bætti við: „Trump dulbýr sig sem alvöru manneskju. Hann dulbýr sig sem kristinn mann, sem leiðtoga, sem manneskju með alvöru samúð.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem White gagnrýnir Trump og félaga, hann hefur ítrekað baunað á forsetann síðustu mánuði og gagnrýnt Trump fyrir embættisverk hans. Trump hefur sömuleiðis verið duglegur að svara allri gagnrýni sem á hann kemur, ýmist sjálfur eða gegnum undirmenn sína. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga alvarlega að afturkalla ríkisborgararétt Rosie O'Donnell, grínista og sjónvarpskonu, eftir að hún gagnrýndi niðurskurð Bandaríkjastjórnar á veðurstofum í tengslum við banvæn flóð í Texas í júlí. 12. júlí 2025 21:27 Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
White birti í vikunni mynd af fundi Trump með Selenskí Úkraínuforseta í Hvíta húsinu á Instagram og gagnrýndi þar harðlega smekk forsetans. „Sjáðu hvað Trump er búinn að gera hið sögulega Hvíta hús ógeðslegt. Núna er það smekklaus, þakinn gylltum laufum og skræpóttur búningsklefi glímukappa. Ég get ekki beðið eftir UFC-bardaganum á lóðinni,“ skrifaði White í færslunni og líkti Trump við forsetann í grínmyndinni Idiocracy. View this post on Instagram A post shared by Jack White (@officialjackwhite) „Sjáið þennan viðbjóðslega smekk, myndi maður einu sinni kaupa notaðan bíl af þessum svikahrappi, hvað þá láta hann fá kjarnorkukóða? Gullhúðuð Trump-biblía myndi líta fullkomlega út á arinhillunni með pari af Trump-skóm, sinn hvoru megin við hana, er það ekki?“ „Þvílík hneisa fyrir sögu Bandaríkjanna. Á myndinni er líka alvöru þjóðarleiðtogi í svörtum jakkafötum,“ skrifaði White einnig og átti þar við Selenskí. „Jack White er búinn að vera“ Samskiptastjóri Hvíta hússins, Steven Cheung, var ekki par sáttur með skrif White og svaraði honum með yfirlýsingu á þriðjudag. „Jack White er búinn að vera, lúser sem er ekki lengur neitt og birtir bull á samfélagsmiðlum af því hann á greinilega nóg tíma á höndum sínum vegna tónlistarferils sem hefur koðnað niður,“ sagði Cheung í yfirlýsingu á miðlinum The Daily Beast. „Það er greinilegt að hann hefur dulbúist sem alvöru listamaður því hann nær ekki að meta, og hreint út sagt vanvirðir, glæsibrag og mikilvægi forsetaskrifstofunnar í ,Húsi fólksins',“ sagði Cheung jafnframt. View this post on Instagram A post shared by Jack White (@officialjackwhite) White var ekki lengi að svara samskiptastjóranum og birti í gær Instagram-færslu með myndaröð af Trump, meðal annars þar sem hann heldur á gullstrigaskóm og auglýsir Goya-matvörur (sem hann hefur gert ítrekað í forsetatíð sinni). Í færslunni kallaði hann Cheung „atvinnulygara“ og gagnrýndi starfsmenn Hvíta hússins fyrir að eyða tíma í léttvæg málefni frekar en að einblína á mikilvægari hluti eins og „veru Trump í Epstein-skjölunum“, „Gestapó ICE-taktík“ og „börnin sem eru að deyja í Súdan, Gasa og Lýðveldinu Kongó“. „Dulbúast sem alvöru listamaður?“ spurði White í færslunni og bætti við: „Trump dulbýr sig sem alvöru manneskju. Hann dulbýr sig sem kristinn mann, sem leiðtoga, sem manneskju með alvöru samúð.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem White gagnrýnir Trump og félaga, hann hefur ítrekað baunað á forsetann síðustu mánuði og gagnrýnt Trump fyrir embættisverk hans. Trump hefur sömuleiðis verið duglegur að svara allri gagnrýni sem á hann kemur, ýmist sjálfur eða gegnum undirmenn sína.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga alvarlega að afturkalla ríkisborgararétt Rosie O'Donnell, grínista og sjónvarpskonu, eftir að hún gagnrýndi niðurskurð Bandaríkjastjórnar á veðurstofum í tengslum við banvæn flóð í Texas í júlí. 12. júlí 2025 21:27 Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga alvarlega að afturkalla ríkisborgararétt Rosie O'Donnell, grínista og sjónvarpskonu, eftir að hún gagnrýndi niðurskurð Bandaríkjastjórnar á veðurstofum í tengslum við banvæn flóð í Texas í júlí. 12. júlí 2025 21:27