Íslenski boltinn

„Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tómas Orri Róbertsson hefur átt sinn þátt í viðsnúningnum á gengi FH að undanförnu.
Tómas Orri Róbertsson hefur átt sinn þátt í viðsnúningnum á gengi FH að undanförnu. vísir/ernir

Í síðasta þætti Stúkunnar velti Sigurbjörn Hreiðarsson því fyrir sér af hverju miðjumaður FH væri ekki að spila með uppeldisfélagi sínu, Breiðabliki.

FH vann sinn fyrsta sigur á gervigrasi í tæpt ár þegar liðið lagði Íslandsmeistara Breiðabliks að velli, 4-5, í Smáranum á sunnudaginn. FH-ingar eru komnir upp í efri helming Bestu deildar karla eftir gott gengi að undanförnu.

Hinn 21 árs Tómas Orri Róbertsson hefur vakið athygli fyrir góða spilamennsku á miðjunni hjá FH. Hann kom til FH-inga frá Blikum fyrir þetta tímabil. Í fyrra lék Tómas sem lánsmaður með Gróttu og með Grindavík árið þar á undan.

„Af hverju er hann ekki að spila í Breiðabliki? Af hverju er hann í FH? Þessi ungi maður, eins og svo margir aðrir sem hafa farið úr Breiðabliki og blómstrað annars staðar,“ sagði Sigurbjörn í Stúkunni á mánudaginn. Hann telur að Tómas gæti nýst Íslandsmeisturunum vel.

Klippa: Stúkan - Umræða um Tómas Orra

„Hann hefur spilað fantavel. Hann fór á lán til Gróttu, uppalinn Bliki. Af hverju er hann ekki í einhverju hlutverki hjá Breiðabliki? Ég er ekki að segja að hann eigi að byrja alla leiki. Þeir eru með sterkt lið og sterka menn á miðjunni en af hverju er hann ekki í hlutverki? Hann er í FH og að blómstra þar.“

Tómas hefur leikið sautján af nítján leikjum FH í Bestu deildinni og skorað eitt mark. Hann hefur spilað tvo leiki fyrir U-21 árs landsliðið.

FH er í 6. sæti Bestu deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn ÍBV í Kaplakrika á sunnudaginn kemur.

Umræðuna um Tómas úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Vals­menn bara mann­legir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“

„Þetta voru ótrúlegir yfirburðir,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson um frammistöðu ÍBV gegn Val í 4-1 sigri Eyjamanna á toppliðinu í Bestu deildinni í fótbolta. Sérfræðingarnir í Stúkunni vildu helst sem minnst segja um Valsliðið því frammistaðan var svo slök að það hefði endað í allt of löngum þætti að byrja að ræða hana.

Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum

Bragi Karl Bjarkason átti draumainnkomu hjá FH í Bestu deild karla í fyrrakvöld er liðið vann 5-4 sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks. Um var að ræða fyrsta sigur liðsins á gervigrasi í 357 daga.

Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum

Eftir að hafa daðrað við fallbaráttu er FH komið í baráttu um að vera í efri helmingi Bestu deildar karla eftir gott gengi í síðustu leikjum. Það er ekki síst framherjanum Sigurði Bjarti Hallssyni að þakka en hann hefur verið óstöðvandi að undanförnu.

Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga

FH vann í gær 5-4 sigur á Breiðabliki í hreint ótrúlegum fótboltaleik. Um er að ræða fyrsta sigur FH á gervigrasi í tæpt ár.

„Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“

„Við erum sjálfum okkur verstir á köflum, maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar. Algjör óþarfi að hleypa leiknum upp í þetta, en fyrirfram hefði ég alveg tekið því að skora fimm á móti Íslandsmeisturunum“ sagði Böðvar Böðvarsson, fyrirliði FH, eftir ótrúlegan 4-5 sigur á Kópavogsvelli. Hann segir FH vera að nálgast stöðugleikann sem liðið hefur skort.

Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum

Breiðablik tók á móti FH í einhverjum furðulegasta leik sumarsins. Níu mörk voru skoruð í heildina, FH betri en Breiðablik komst tvisvar yfir í fyrri hálfleik, lenti svo þremur mörkum undir í seinni hálfleik en var næstum því búið að jafna undir lokin. Lokatölur urðu 4-5 fyrir FH og þeirra helsta hetja var Bragi Karl Bjarkason, sem átti eina bestu innkomu sumarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×