„Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. ágúst 2025 10:31 Frændurnir Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason spiluðu lengi saman en eru hættir í handbolta og keppa nú á móti hvorum öðrum í golfi og padel. Frændurnir Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason hafa fylgst að nánast allan handboltaferilinn og eru nú báðir búnir að leggja skóna á hilluna. Þeir hafa ekki enn fengið nóg af hvorum öðrum og eru jafnvel meira saman eftir að hafa hætt í handbolta, en hvorugur er góður í golfi. Þeir spiluðu hjá Haukum síðustu tvö tímabil en hafa báðir glímt við mikil meiðsli undanfarið og fannst tími til kominn að hætta í handbolta. Báðir eiga langan, tæplega tveggja áratuga, feril að baki og hafa fylgst að nánast alla tíð. „Það er ekkert sjálfgefið að frændur, þó við séum systkinabörn, séu svona mikið saman. Við erum búnir að vera saman öll þessi ár, utan við fimm, í sama liði. Það er eiginlega magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ segir Guðmundur og báðir glotta við, greinilega ekki komnir með nóg af hvorum öðrum. Þeir ólust upp saman á Akureyri, fóru þaðan í Val og síðan saman í atvinnumennsku til Frakklands. Leiðir þeirra skildust svo í fimm ár, sem Geir segir hafa verið erfitt. „Hræðileg, óhugsandi að vera ekki með honum í liði. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, að hafa frænda með sér í liði. Ég fagnaði manna mest þegar hann kom í Hauka“ segir Geir léttur í lund. Leiðir frændanna skildust í fimm ár. Guðmundur fór til Austurríkis og síðan í Selfoss þegar hann sneri heim en hitti Geir aftur í Haukum. Vísir/Hulda Margrét Fjölskyldan fylgdi Frændurnir spiluðu hjá Haukum síðustu tvö tímabil og enduðu ferilinn í sameiningu. En þeir tveir hafa ekki bara fylgst að heldur dregið alla fjölskylduna með í handboltann. „Þau mættu á alla leiki, bæði í yngri flokkum og meistaraflokki. Voru dugleg að koma út og komu suður þegar það voru stórir leikir hér. Alltaf þegar við fórum norður þá buðu þau alltaf í mat. Þau eru búin að vera mjög góð og við höfum fengið mikinn stuðning frá þeim“ segir Geir. Geir kastar sér á eftir bolta í leik með Haukum. Vísir/Hulda Margrét „Finnum okkur alltaf eitthvað að gera“ Nú þegar skórnir eru komnir upp á hillu og harpixið hefur verið hreinsað af puttunum eru frændurnir samt ekki komnir með nóg af hvorum öðrum. „Við erum jafn mikið saman, ef ekki meira, eftir að við hættum í handbolta. Finnum okkur alltaf eitthvað að gera, förum í padel og erum miklir golfarar, þó við séum ekkert sérstaklega góðir golfarar“ segir Geir og Guðmundur tekur undir að skortur sé á golfkunnáttu. Handbolti Haukar Olís-deild karla Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
Þeir spiluðu hjá Haukum síðustu tvö tímabil en hafa báðir glímt við mikil meiðsli undanfarið og fannst tími til kominn að hætta í handbolta. Báðir eiga langan, tæplega tveggja áratuga, feril að baki og hafa fylgst að nánast alla tíð. „Það er ekkert sjálfgefið að frændur, þó við séum systkinabörn, séu svona mikið saman. Við erum búnir að vera saman öll þessi ár, utan við fimm, í sama liði. Það er eiginlega magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ segir Guðmundur og báðir glotta við, greinilega ekki komnir með nóg af hvorum öðrum. Þeir ólust upp saman á Akureyri, fóru þaðan í Val og síðan saman í atvinnumennsku til Frakklands. Leiðir þeirra skildust svo í fimm ár, sem Geir segir hafa verið erfitt. „Hræðileg, óhugsandi að vera ekki með honum í liði. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, að hafa frænda með sér í liði. Ég fagnaði manna mest þegar hann kom í Hauka“ segir Geir léttur í lund. Leiðir frændanna skildust í fimm ár. Guðmundur fór til Austurríkis og síðan í Selfoss þegar hann sneri heim en hitti Geir aftur í Haukum. Vísir/Hulda Margrét Fjölskyldan fylgdi Frændurnir spiluðu hjá Haukum síðustu tvö tímabil og enduðu ferilinn í sameiningu. En þeir tveir hafa ekki bara fylgst að heldur dregið alla fjölskylduna með í handboltann. „Þau mættu á alla leiki, bæði í yngri flokkum og meistaraflokki. Voru dugleg að koma út og komu suður þegar það voru stórir leikir hér. Alltaf þegar við fórum norður þá buðu þau alltaf í mat. Þau eru búin að vera mjög góð og við höfum fengið mikinn stuðning frá þeim“ segir Geir. Geir kastar sér á eftir bolta í leik með Haukum. Vísir/Hulda Margrét „Finnum okkur alltaf eitthvað að gera“ Nú þegar skórnir eru komnir upp á hillu og harpixið hefur verið hreinsað af puttunum eru frændurnir samt ekki komnir með nóg af hvorum öðrum. „Við erum jafn mikið saman, ef ekki meira, eftir að við hættum í handbolta. Finnum okkur alltaf eitthvað að gera, förum í padel og erum miklir golfarar, þó við séum ekkert sérstaklega góðir golfarar“ segir Geir og Guðmundur tekur undir að skortur sé á golfkunnáttu.
Handbolti Haukar Olís-deild karla Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira