Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. ágúst 2025 22:48 Brent Hinds á tónleikum í Brasilíu 2015. Sama ár spilaði hann á Íslandi. EPA Fyrrverandi gítarleikari og söngvari í þungarokkshljómsveitinni Mastodon lést í mótorhjólaslysi í Atlanta í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Mastodon er gífurlega vinsæl hljómsveit sem hefur starfað frá 2000 og hefur tvisvar spilað á Íslandi, árið 2003 og aftur 2015. Lögregluyfirvöld greindu frá því að Hinds hafi látist á miðvikudagskvöldi þegar hann ók Harley Davidson mótorhjóli á BMW jeppling á gatnamótum um hálftíma fyrir miðnætti. Hinds stofnaði Mastodon ásamt félögum sínum Troy Sanders, Bill Kelliher og Brann Dailor, og spilaði í hljómsveitinni þar til snemma á þessu ári. Fyrr á þessu ári var greint frá því að Hinds hefði yfirgefið hljómsveitina í sátt við aðra meðlimi, en fyrir örfáum vikum greindi Hinds frá því að hann hefði verið ósáttur við að hafa verið látinn fara og kallaði aðra meðlimi hljómsveitarinnar illum nöfnum. Í færslu hljómsveitarinnar á Instagram þar sem greint er frá andlátinu segir að hljómsveitin sé í öngum sínum. „Við erum harmi slegnir. Í gærkvöldi lést Brent Hinds eftir skelfilegt mótorhjólaslys. Við erum miður okkar, og í áfalli yfir því að þessi skapandi maður sem við höfum eytt svo mörgum stundum með, sigrað með, og náð áföngum með sé farinn frá okkur.“ „Hugur okkar er hjá fjölskyldu hans, vinum og aðdáendum. Við biðjum ykkur öll að virða friðhelgi okkar og hans á þessum erfiðu tímum.“ Mastodon voru aðalnúmerið á hátíðinni Rokkjötnum árið 2015 í Valshöllinni, en áður höfðu þeir komið hingað snemma á ferlinum árið 2003. View this post on Instagram A post shared by Mastodon (@mastodonrocks) Andlát Tónlist Bandaríkin Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Sjá meira
Lögregluyfirvöld greindu frá því að Hinds hafi látist á miðvikudagskvöldi þegar hann ók Harley Davidson mótorhjóli á BMW jeppling á gatnamótum um hálftíma fyrir miðnætti. Hinds stofnaði Mastodon ásamt félögum sínum Troy Sanders, Bill Kelliher og Brann Dailor, og spilaði í hljómsveitinni þar til snemma á þessu ári. Fyrr á þessu ári var greint frá því að Hinds hefði yfirgefið hljómsveitina í sátt við aðra meðlimi, en fyrir örfáum vikum greindi Hinds frá því að hann hefði verið ósáttur við að hafa verið látinn fara og kallaði aðra meðlimi hljómsveitarinnar illum nöfnum. Í færslu hljómsveitarinnar á Instagram þar sem greint er frá andlátinu segir að hljómsveitin sé í öngum sínum. „Við erum harmi slegnir. Í gærkvöldi lést Brent Hinds eftir skelfilegt mótorhjólaslys. Við erum miður okkar, og í áfalli yfir því að þessi skapandi maður sem við höfum eytt svo mörgum stundum með, sigrað með, og náð áföngum með sé farinn frá okkur.“ „Hugur okkar er hjá fjölskyldu hans, vinum og aðdáendum. Við biðjum ykkur öll að virða friðhelgi okkar og hans á þessum erfiðu tímum.“ Mastodon voru aðalnúmerið á hátíðinni Rokkjötnum árið 2015 í Valshöllinni, en áður höfðu þeir komið hingað snemma á ferlinum árið 2003. View this post on Instagram A post shared by Mastodon (@mastodonrocks)
Andlát Tónlist Bandaríkin Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Sjá meira