Fótbolti

Yfir­gaf æfinga­ferð Marseille í á­falli

Siggeir Ævarsson skrifar
María er með 71 landsleik á bakinu fyrir Noreg
María er með 71 landsleik á bakinu fyrir Noreg Vísir/Getty

Miðvörðurinn María Þórisdóttir sem gekk í raðir Marseille fyrir aðeins fimm dögum síðan er komin aftur heim til Noregs, í það minnsta um stundarsakir, en mikið hefur gengið á í æfingaferð liðsins á Spáni

Lætin hófust í æfingaleik á miðvikudaginn þar sem ítrekað sauð upp úr bæði innan vallar og utan en tveir þjálfarar liðsins lentu m.a. í stimpingum sín á milli þar sem annar sparkaði í hausinn á hinum. Leikurinn var að lokum blásinn af á 84. mínútu eftir að allt ætlaði um koll að keyra eftir að rangstaða var dæmd.

Að sögn norska blaðsins VG ákvað að María að draga sig út úr æfingahópnum í kjölfarið eftir samtöl við ýmsa aðila úr stjórn liðsins, fara heim til Noregs og íhuga stöðu sína hjá liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×