Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. ágúst 2025 13:46 Hlauparar í keppnisflokki voru margir óánægðir með skort á skipulagi og stýringu í upphafi hlaups þegar fjöldi fólks í almennum flokki flæktist fyrir. Vísir/Lýður Valberg Töluverðrar óánægju gætir innan hlaupasamfélagsins með framkvæmd Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í gær. Skipting í almennan flokk og keppnisflokk tókst ekki betur en svo að fyrri hópurinn teppti fyrir þeim seinni. Íslandsmeistari í maraþoni segir mistök brautarstarfsmanns mögulega hafa kostað sig sigur. Í Reykjavíkurmaraþoninu í ár voru í fyrsta sinn tvær skráningarleiðir í boði fyrir hlaupara: almennur flokkur og keppnisflokkur. Ástæðan fyrir þeirri útfærslu eru deilur milli Íþróttabandalags Reykjavíkur og Frjálsíþróttasambands Íslands um vottun hlaupsins sem ná nokkur ár aftur í tímann. Lengi dróst í fyrra að votta Reykjavíkurmaraþonið sem gilt keppnishlaup vegna deilna milli ÍBR og FRÍ um vottunina. ÍBR taldi sjálfkrafa skráningu í afrekaskrá FRÍ brjóta gegn persónuverndarlögum meðan FRÍ sagði ÍBR ekki vilja greiða 150 króna gjaldið sem sett er á hvern þátttakanda sem kemur í mark. Af þessum ástæðum var ákveðið að bjóða upp á tvær skráningarleiðir í ár. Annars vegar almennan miða sem veitir þátttakendum rétt til að taka þátt án þess að keppa til verðlauna og sleppa við að úrslitin fari í afrekaskrá FRÍ. Hins vegar keppnismiða sem veitir þátttakendum val um að vera í fremsta ráshólfi, eiga möguleika á að vinna til verðlauna og fá úrslitin skráð í afrekaskrá FRÍ. Munurinn á miðunum var jafnframt sá að almennur flokkur hófst seinna en keppnisflokkur, þannig hófst keppnisflokkur í maraþoni og hálfmaraþoni klukkan hálf níu en almennur flokkur tíu mínútum síðar. Þessu var eins háttað í tíu kílómetra hlaupinu. „Klúðrið í startinu í gær var algjört“ Heitar umræður hafa skapast um nýtt fyrirkomulag hlaupsins á Facebook-hópnum „Hlauparar á Íslandi“ sem telur um átta þúsund manns. „Vonandi verður þessi undarlega skipting ekki endurtekin. Þvílíka ruglið í ræsingu fyrir maraþon og hálfmaraþon,“ sagði Gunnhildur Ásta Traustadóttir, sem hljóp hálfmaraþon í gær með Hlaupahópi FH, í hópnum. Engin stýring hafi verið á því hvar fólk með almennan miða ætti að bíða. „Fullt af fólki með almennan miða sem stóð framarlega í ráshólfinu og stóð hreinlega fyrir fólki með keppnismiða eftir ræsingu keppnishópsins (sem var langt á eftir áætlun). Tók marga mjög langan tíma að komast yfir ráslínuna,“ sagði hún janframt Óskar Jakobsson, sem hljóp maraþon með hlaupahópnum HHHC, tók í svipaðan streng og sagði ræsið í hlaupinu hafa mislukkast. „RM er í algjöru rugli með svo margt. Klúðrið í startinu í gær var algjört. Þurfti að sviga framhjá fullt af fólki til að komast af stað. Startið átti að vera klukkan 8:30 en ræsingin var ekki fyrr en einhverjum 8 mínútum síðar,“ skrifaði hann í hópnum. Mögulega afdridarík mistök Flokkaskiptingin og skipulag hennar er þó ekki eina umkvörtunarefnið, einn fremsti hlaupari landsins, Hlynur Andrésson, kvartaði undan því hvernig staðið væri að hlaupinu í brautinni. Hlynur lýsti því bæði í viðtölum í gær og á samfélagsmiðlum sínum að honum hefði verið vísað út af brautinni á mikilvægum tímapunkti í hlaupinu. Mögulega hafi það kostað hann sigur. Hlynur sýndi á Instagram útúrdúrinn sem hann tók í hlaupinu eftir að hafa verið beint í ranga átt þegar hann hafði hlaupið um 30 kílómetra.Skjáskot/hlynurand12 „Eftir 30 km er mér svo beint af brautarverði að beygja upp á Sævarhöfða í staðinn fyrir að halda beint áfram eins og við áttum að gera. Portúgalinn gerði ekki sömu mistök og græddi strax 50 metra bil á mig. Ég reyndi að elta hann niður en hafði eytt of mikilli orku fyrsta helminginn og ég byrjaði þá að lenda í vandræðum,“ skrifar Hlynur. Baldvin Þór Magnússon varð Íslandsmeistari í tíu kílómetra hlaupi en forsvarsmenn hlaupafataverslunarinnar Hlaupár vöktu athygli á því á samfélagsmiðlum að Baldur hafi þurft að sikk-sakka milli hálfmaraþonhlaupara til að komast leiðar sinnar. Tímasetningin hefði því ekki verið nógu vel úthugsuð. Skjáskot úr hringrás Hlaupárs á samfélagsmiðlum. Fréttastofa leitaði viðbragða Sebastians Storgaard, kynningarfulltrúa Reykjavíkurmaraþonsins, sem vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Hlaup Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Íslandsmeistarinn Hlynur Andrésson segir það frekar ósmekklegt hvernig Portúgalinn José Sousa nýtti sér Hlyn sem skjól fyrir vindinum stærstan hluta Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í gær. Sousa hafi þó verðskuldað sigurinn og Hlynur ekki átt sinn besta dag. 24. ágúst 2025 09:31 Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Íslandsmethafinn Baldvin Þór Magnússon hljóp til sigurs í tíu kílómetra hlaupi í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, á nýju brautarmeti, eða 29 mínútum og 34 sekúndum. Hann fann virkilega fyrir vindi og stuðningi í hlaupinu. 24. ágúst 2025 10:35 Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram í fertugasta sinn í dag. Aldrei hafa fleiri hlauparar verið skráðir til leiks né jafn mikill peningur safnast til góðgerðarmála. Viktor Freyr ljósmyndari var á staðnum og myndaði fólk að hlaupa og koma í mark. 23. ágúst 2025 15:54 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Í Reykjavíkurmaraþoninu í ár voru í fyrsta sinn tvær skráningarleiðir í boði fyrir hlaupara: almennur flokkur og keppnisflokkur. Ástæðan fyrir þeirri útfærslu eru deilur milli Íþróttabandalags Reykjavíkur og Frjálsíþróttasambands Íslands um vottun hlaupsins sem ná nokkur ár aftur í tímann. Lengi dróst í fyrra að votta Reykjavíkurmaraþonið sem gilt keppnishlaup vegna deilna milli ÍBR og FRÍ um vottunina. ÍBR taldi sjálfkrafa skráningu í afrekaskrá FRÍ brjóta gegn persónuverndarlögum meðan FRÍ sagði ÍBR ekki vilja greiða 150 króna gjaldið sem sett er á hvern þátttakanda sem kemur í mark. Af þessum ástæðum var ákveðið að bjóða upp á tvær skráningarleiðir í ár. Annars vegar almennan miða sem veitir þátttakendum rétt til að taka þátt án þess að keppa til verðlauna og sleppa við að úrslitin fari í afrekaskrá FRÍ. Hins vegar keppnismiða sem veitir þátttakendum val um að vera í fremsta ráshólfi, eiga möguleika á að vinna til verðlauna og fá úrslitin skráð í afrekaskrá FRÍ. Munurinn á miðunum var jafnframt sá að almennur flokkur hófst seinna en keppnisflokkur, þannig hófst keppnisflokkur í maraþoni og hálfmaraþoni klukkan hálf níu en almennur flokkur tíu mínútum síðar. Þessu var eins háttað í tíu kílómetra hlaupinu. „Klúðrið í startinu í gær var algjört“ Heitar umræður hafa skapast um nýtt fyrirkomulag hlaupsins á Facebook-hópnum „Hlauparar á Íslandi“ sem telur um átta þúsund manns. „Vonandi verður þessi undarlega skipting ekki endurtekin. Þvílíka ruglið í ræsingu fyrir maraþon og hálfmaraþon,“ sagði Gunnhildur Ásta Traustadóttir, sem hljóp hálfmaraþon í gær með Hlaupahópi FH, í hópnum. Engin stýring hafi verið á því hvar fólk með almennan miða ætti að bíða. „Fullt af fólki með almennan miða sem stóð framarlega í ráshólfinu og stóð hreinlega fyrir fólki með keppnismiða eftir ræsingu keppnishópsins (sem var langt á eftir áætlun). Tók marga mjög langan tíma að komast yfir ráslínuna,“ sagði hún janframt Óskar Jakobsson, sem hljóp maraþon með hlaupahópnum HHHC, tók í svipaðan streng og sagði ræsið í hlaupinu hafa mislukkast. „RM er í algjöru rugli með svo margt. Klúðrið í startinu í gær var algjört. Þurfti að sviga framhjá fullt af fólki til að komast af stað. Startið átti að vera klukkan 8:30 en ræsingin var ekki fyrr en einhverjum 8 mínútum síðar,“ skrifaði hann í hópnum. Mögulega afdridarík mistök Flokkaskiptingin og skipulag hennar er þó ekki eina umkvörtunarefnið, einn fremsti hlaupari landsins, Hlynur Andrésson, kvartaði undan því hvernig staðið væri að hlaupinu í brautinni. Hlynur lýsti því bæði í viðtölum í gær og á samfélagsmiðlum sínum að honum hefði verið vísað út af brautinni á mikilvægum tímapunkti í hlaupinu. Mögulega hafi það kostað hann sigur. Hlynur sýndi á Instagram útúrdúrinn sem hann tók í hlaupinu eftir að hafa verið beint í ranga átt þegar hann hafði hlaupið um 30 kílómetra.Skjáskot/hlynurand12 „Eftir 30 km er mér svo beint af brautarverði að beygja upp á Sævarhöfða í staðinn fyrir að halda beint áfram eins og við áttum að gera. Portúgalinn gerði ekki sömu mistök og græddi strax 50 metra bil á mig. Ég reyndi að elta hann niður en hafði eytt of mikilli orku fyrsta helminginn og ég byrjaði þá að lenda í vandræðum,“ skrifar Hlynur. Baldvin Þór Magnússon varð Íslandsmeistari í tíu kílómetra hlaupi en forsvarsmenn hlaupafataverslunarinnar Hlaupár vöktu athygli á því á samfélagsmiðlum að Baldur hafi þurft að sikk-sakka milli hálfmaraþonhlaupara til að komast leiðar sinnar. Tímasetningin hefði því ekki verið nógu vel úthugsuð. Skjáskot úr hringrás Hlaupárs á samfélagsmiðlum. Fréttastofa leitaði viðbragða Sebastians Storgaard, kynningarfulltrúa Reykjavíkurmaraþonsins, sem vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu.
Hlaup Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Íslandsmeistarinn Hlynur Andrésson segir það frekar ósmekklegt hvernig Portúgalinn José Sousa nýtti sér Hlyn sem skjól fyrir vindinum stærstan hluta Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í gær. Sousa hafi þó verðskuldað sigurinn og Hlynur ekki átt sinn besta dag. 24. ágúst 2025 09:31 Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Íslandsmethafinn Baldvin Þór Magnússon hljóp til sigurs í tíu kílómetra hlaupi í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, á nýju brautarmeti, eða 29 mínútum og 34 sekúndum. Hann fann virkilega fyrir vindi og stuðningi í hlaupinu. 24. ágúst 2025 10:35 Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram í fertugasta sinn í dag. Aldrei hafa fleiri hlauparar verið skráðir til leiks né jafn mikill peningur safnast til góðgerðarmála. Viktor Freyr ljósmyndari var á staðnum og myndaði fólk að hlaupa og koma í mark. 23. ágúst 2025 15:54 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
„Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Íslandsmeistarinn Hlynur Andrésson segir það frekar ósmekklegt hvernig Portúgalinn José Sousa nýtti sér Hlyn sem skjól fyrir vindinum stærstan hluta Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í gær. Sousa hafi þó verðskuldað sigurinn og Hlynur ekki átt sinn besta dag. 24. ágúst 2025 09:31
Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Íslandsmethafinn Baldvin Þór Magnússon hljóp til sigurs í tíu kílómetra hlaupi í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, á nýju brautarmeti, eða 29 mínútum og 34 sekúndum. Hann fann virkilega fyrir vindi og stuðningi í hlaupinu. 24. ágúst 2025 10:35
Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram í fertugasta sinn í dag. Aldrei hafa fleiri hlauparar verið skráðir til leiks né jafn mikill peningur safnast til góðgerðarmála. Viktor Freyr ljósmyndari var á staðnum og myndaði fólk að hlaupa og koma í mark. 23. ágúst 2025 15:54