Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Atli Ísleifsson skrifar 25. ágúst 2025 14:34 Norsku kafararnir leituðu að löxum í Haukadalsá í síðustu viku. Vísir/Anton Brink Af nítján löxum sem veiddir voru í ám á Vestur- og Norðurlandi á síðustu dögum og sendir voru í erfðagreiningu, er staðfest að þrír eru úr sjókvíaeldi. Átta laxar eru ekki í greiningarferli og þar af sjö sem norskir kafarar söfnuðu. Frá þessu segir á vef Matvælastofnunar. Þar kemur fram að þó að ekki sé æskilegt að eldislaxar finnist í ám sé núverandi staða ekki talin vera alvarleg þar sem fáir eldislaxar hafi veiðst. Matvælastofnun, Fiskistofa og Hafrannsóknastofnun hafa að undanförnu unnið saman að rannsóknum og veiði á meintum eldislöxum í nokkrum ám undanfarna daga. Alls voru nítján laxar úr ám á Vestur- og Norðurlandi sendir í erfðagreiningu og eru nú niðurstöður komnar úr greiningu ellefu laxa sem veiddir voru í Haukadalsá dagana 14. og 15. ágúst síðastliðinn. Af þeim reyndust átta villtir en staðfest var að þrír laxar voru úr eldi. Ennfremur segir að átta laxar séu enn í greiningarferli, þar af sjö sem norskir kafarar söfnuðu. Norsku kafararnir að störfum. Vísir/Anton Brink „Tilkynning varðandi tvo laxa barst um helgina frá umræddu svæði. Þó svo að ekki sé æskilegt að eldislaxar finnist í ám er núverandi staða ekki talin vera alvarleg þar sem fáir eldislaxar hafa veiðst. Mikilvægt er að fylgjast vel með því hvort fleiri laxar með eldiseinkenni komi fram í ám og veiðimenn eru sérstaklega beðnir að vera vakandi yfir eldiseinkennum á veiddum löxum, sjá hér. Ef lax með eldiseinkenni veiðist er þess áfram óskað að veiðiaðili skili fisknum í heilu lagi til Hafrannsóknastofnunar til rannsókna og erfðagreiningar. Stofnanirnar munu í samstarfi birta frekari fréttir eftir því sem ný gögn berast og sér í lagi ef mat á alvarleika stöðunnar breytist,“ segir á vef Matvælastofnunar. Matvælastofnun Sjókvíaeldi Fiskeldi Dalabyggð Tengdar fréttir Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Framkvæmdastjóri Arctic Fish segir jákvætt að niðurstaða liggi fyrir úr rannsókn Matvælastofnunar, en þrír af ellefu löxum sem greindir voru úr Haukadalsá reyndust vera strokulaxar úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. Fyrirtækið líti það alltaf alvarlegum augum þegar lax sleppur úr sjókvíum og vilji vinna með yfirvöldum að því að upplýsa málið. 22. ágúst 2025 14:22 Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Rúmur helmingur svarenda í skoðanakönnun segist hafa miklar áhyggjur á því að íslenski laxastofninn sé í hættu. Afgerandi munur er hins vegar á afstöðu eftir landhlutum. Íbúar á Vestfjörðum og Austurlandi þar sjóeldi á laxi er mest stundað hafa áberandi minnstar áhyggjur af stofninum. 25. ágúst 2025 09:23 Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Matvælastofnun hefur staðfest að þrír laxar sem fundust í Haukadalsá í vikunni reyndust eldisfiskar úr sjókví í Dýrafirði. 21. ágúst 2025 17:47 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Frá þessu segir á vef Matvælastofnunar. Þar kemur fram að þó að ekki sé æskilegt að eldislaxar finnist í ám sé núverandi staða ekki talin vera alvarleg þar sem fáir eldislaxar hafi veiðst. Matvælastofnun, Fiskistofa og Hafrannsóknastofnun hafa að undanförnu unnið saman að rannsóknum og veiði á meintum eldislöxum í nokkrum ám undanfarna daga. Alls voru nítján laxar úr ám á Vestur- og Norðurlandi sendir í erfðagreiningu og eru nú niðurstöður komnar úr greiningu ellefu laxa sem veiddir voru í Haukadalsá dagana 14. og 15. ágúst síðastliðinn. Af þeim reyndust átta villtir en staðfest var að þrír laxar voru úr eldi. Ennfremur segir að átta laxar séu enn í greiningarferli, þar af sjö sem norskir kafarar söfnuðu. Norsku kafararnir að störfum. Vísir/Anton Brink „Tilkynning varðandi tvo laxa barst um helgina frá umræddu svæði. Þó svo að ekki sé æskilegt að eldislaxar finnist í ám er núverandi staða ekki talin vera alvarleg þar sem fáir eldislaxar hafa veiðst. Mikilvægt er að fylgjast vel með því hvort fleiri laxar með eldiseinkenni komi fram í ám og veiðimenn eru sérstaklega beðnir að vera vakandi yfir eldiseinkennum á veiddum löxum, sjá hér. Ef lax með eldiseinkenni veiðist er þess áfram óskað að veiðiaðili skili fisknum í heilu lagi til Hafrannsóknastofnunar til rannsókna og erfðagreiningar. Stofnanirnar munu í samstarfi birta frekari fréttir eftir því sem ný gögn berast og sér í lagi ef mat á alvarleika stöðunnar breytist,“ segir á vef Matvælastofnunar.
Matvælastofnun Sjókvíaeldi Fiskeldi Dalabyggð Tengdar fréttir Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Framkvæmdastjóri Arctic Fish segir jákvætt að niðurstaða liggi fyrir úr rannsókn Matvælastofnunar, en þrír af ellefu löxum sem greindir voru úr Haukadalsá reyndust vera strokulaxar úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. Fyrirtækið líti það alltaf alvarlegum augum þegar lax sleppur úr sjókvíum og vilji vinna með yfirvöldum að því að upplýsa málið. 22. ágúst 2025 14:22 Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Rúmur helmingur svarenda í skoðanakönnun segist hafa miklar áhyggjur á því að íslenski laxastofninn sé í hættu. Afgerandi munur er hins vegar á afstöðu eftir landhlutum. Íbúar á Vestfjörðum og Austurlandi þar sjóeldi á laxi er mest stundað hafa áberandi minnstar áhyggjur af stofninum. 25. ágúst 2025 09:23 Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Matvælastofnun hefur staðfest að þrír laxar sem fundust í Haukadalsá í vikunni reyndust eldisfiskar úr sjókví í Dýrafirði. 21. ágúst 2025 17:47 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Framkvæmdastjóri Arctic Fish segir jákvætt að niðurstaða liggi fyrir úr rannsókn Matvælastofnunar, en þrír af ellefu löxum sem greindir voru úr Haukadalsá reyndust vera strokulaxar úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. Fyrirtækið líti það alltaf alvarlegum augum þegar lax sleppur úr sjókvíum og vilji vinna með yfirvöldum að því að upplýsa málið. 22. ágúst 2025 14:22
Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Rúmur helmingur svarenda í skoðanakönnun segist hafa miklar áhyggjur á því að íslenski laxastofninn sé í hættu. Afgerandi munur er hins vegar á afstöðu eftir landhlutum. Íbúar á Vestfjörðum og Austurlandi þar sjóeldi á laxi er mest stundað hafa áberandi minnstar áhyggjur af stofninum. 25. ágúst 2025 09:23
Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Matvælastofnun hefur staðfest að þrír laxar sem fundust í Haukadalsá í vikunni reyndust eldisfiskar úr sjókví í Dýrafirði. 21. ágúst 2025 17:47