Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. ágúst 2025 19:00 Djöflar og drýslar eiga ekki roð í stúlknasveitina. Þó foreldrar ungra barna viti það kannski fullvel er meðalmaðurinn sennilega ómeðvitaður um að langvinsælasta mynd ársins til þessa fjallar um kóreska stúlknasveit sem berst við illa djöfla. Ekki nóg með það heldur er tónlist sveitarinnar sú vinsælasta um heim allan. Kvikmyndin sem um ræðir er bandaríska teiknimyndin KPop Demon Hunters sem er framleidd af Sony og kom út á Netflix 20. júní síðastliðinn. KPop Demon Hunters fjallar um þremenningana Rumi, Miru, og Zoe, sem reyna að halda jafnvægi milli starfa sinna í heimsfrægu K-pop-sveitinni Huntr/x og djöflaveiða sinna. Stúlkurnar beita röddum sínum til að halda mannaheimum öruggum og þurfa svo að takast á við djöfla-strákasveitinni Saja Boys. Frá því myndin kom út í júní hafa 236 milljónir mann horft á myndina sem þýðir að hún hefur tekið toppsætið af hasarmyndinni Red Notice sem vinsælast mynd Netflix frá upphafi. Myndin hefur komist á topp tíu lista veitunnar í meira en níutíu löndum og hefur verið vinsælasta mynd Netflix á Íslandi síðustu tvær vikur. Vegna vinsældanna ákvað Netflix að halda söngvasýningar (e. sing-along) í 1.700 bíóhúsum í Bandaríkjunum yfir síðustu helgi sem varð til þess að hún varð vinsælasta mynd helgarinnar og halaði inn 18 milljónum, sem er það mesta sem Netflix-mynd hefur fengið í bíóhúsum (enda fara þær sjaldan í bíó). Vinsælasta tónlist heims En kóreska sveitin hefur ekki bara tekið yfir Netflix heldur einnig Spotify. Þegar þetta er skrifað eru sveitirnar Huntr/x og Saja Boys með sjö lög á lista Spotify yfir 50 vinsælustu lög heims, þar með talið vinsælasta lag heims, „Golden“. Hérlendis eru fjögur laga sveitarinnar meðal 50 vinsælustu laga Íslands á Spotify þessa vikun. Sveitirnar tvær eru sömuleiðis orðnar vinsælustu K-pop-sveitir í sögu bandaríska Spotify-topplistans og tekið þar fram úr hinum geysivinsælu k-popp-sveitum BTS og Blackpink. Fyrir þá sem þekkja ekki hugtakið K-pop stendur það einfaldlega fyrir kóreskt popp sem hefur notið sífellt meiri vinsælda á síðustu árum. Hvað veldur vinsældunum? Fyrir það fyrsta virðast börn sjúk í myndina ef marka má erlenda miðla og samfélagsmiðla. Teiknimyndastíllinn, hasarinn og grípandi tónlistin virðist þó líka ná til ungmenna og fullorðinna miðað við við hvað vinsældirnar eru gríðarlegar. Kóresk-bandaríski blaðamaðurinn Yoohyun Jung sem skrifar fyrir Boston Globe lýsir því að hún hafi verið skeptísk á þættina frá því þeir urðu vinsælir í lok júní. Hún hafi uppgötvað snilld þeirra eftir að níu ára barn vinar henni kveikti á myndinni í fjölskylduferðalagi. „Frá upphafi vefur KPop Demon Hunters hispurslaust og slétt og fellt kóreskri menningu - frá goðsögum og sagnfræði til arkitektúrs, tísku og tónlistar - inn í frásögnina,“ skrifar Jung um þættina í dómi. Á TikTok má sömuleiðis sjá fjölda myndbanda af efins foreldrum sem hafa heillast af þáttunum eftir að hafa séð þá gegnum börn sín. @officialchrismann Kids movies these days have some straight bangerzzzz 🥷🔥👏📣 Have you been hooked yet??? #kpop #kpopdemonhunters #huntrix #golden #relatable #funny #comedy #parenting #dadlife #momlife #momsoftiktok #dadsoftiktok #kidsmovies ♬ original sound - Chris Mann @dadswhotravel K-pop Demon Hunters was fire in the Love-Wolak household! @Netflix #kpopdemonhunters #kpop ♬ original sound - DadsWhoTravel Núþegar eru viðræður hafnar um gerð framhaldsmyndar þannig að við eigum greinilega von á meira kóresku poppi á vinsældalistunum næstu misserum. Bíó og sjónvarp Tónlist Suður-Kórea Netflix Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Sjá meira
Kvikmyndin sem um ræðir er bandaríska teiknimyndin KPop Demon Hunters sem er framleidd af Sony og kom út á Netflix 20. júní síðastliðinn. KPop Demon Hunters fjallar um þremenningana Rumi, Miru, og Zoe, sem reyna að halda jafnvægi milli starfa sinna í heimsfrægu K-pop-sveitinni Huntr/x og djöflaveiða sinna. Stúlkurnar beita röddum sínum til að halda mannaheimum öruggum og þurfa svo að takast á við djöfla-strákasveitinni Saja Boys. Frá því myndin kom út í júní hafa 236 milljónir mann horft á myndina sem þýðir að hún hefur tekið toppsætið af hasarmyndinni Red Notice sem vinsælast mynd Netflix frá upphafi. Myndin hefur komist á topp tíu lista veitunnar í meira en níutíu löndum og hefur verið vinsælasta mynd Netflix á Íslandi síðustu tvær vikur. Vegna vinsældanna ákvað Netflix að halda söngvasýningar (e. sing-along) í 1.700 bíóhúsum í Bandaríkjunum yfir síðustu helgi sem varð til þess að hún varð vinsælasta mynd helgarinnar og halaði inn 18 milljónum, sem er það mesta sem Netflix-mynd hefur fengið í bíóhúsum (enda fara þær sjaldan í bíó). Vinsælasta tónlist heims En kóreska sveitin hefur ekki bara tekið yfir Netflix heldur einnig Spotify. Þegar þetta er skrifað eru sveitirnar Huntr/x og Saja Boys með sjö lög á lista Spotify yfir 50 vinsælustu lög heims, þar með talið vinsælasta lag heims, „Golden“. Hérlendis eru fjögur laga sveitarinnar meðal 50 vinsælustu laga Íslands á Spotify þessa vikun. Sveitirnar tvær eru sömuleiðis orðnar vinsælustu K-pop-sveitir í sögu bandaríska Spotify-topplistans og tekið þar fram úr hinum geysivinsælu k-popp-sveitum BTS og Blackpink. Fyrir þá sem þekkja ekki hugtakið K-pop stendur það einfaldlega fyrir kóreskt popp sem hefur notið sífellt meiri vinsælda á síðustu árum. Hvað veldur vinsældunum? Fyrir það fyrsta virðast börn sjúk í myndina ef marka má erlenda miðla og samfélagsmiðla. Teiknimyndastíllinn, hasarinn og grípandi tónlistin virðist þó líka ná til ungmenna og fullorðinna miðað við við hvað vinsældirnar eru gríðarlegar. Kóresk-bandaríski blaðamaðurinn Yoohyun Jung sem skrifar fyrir Boston Globe lýsir því að hún hafi verið skeptísk á þættina frá því þeir urðu vinsælir í lok júní. Hún hafi uppgötvað snilld þeirra eftir að níu ára barn vinar henni kveikti á myndinni í fjölskylduferðalagi. „Frá upphafi vefur KPop Demon Hunters hispurslaust og slétt og fellt kóreskri menningu - frá goðsögum og sagnfræði til arkitektúrs, tísku og tónlistar - inn í frásögnina,“ skrifar Jung um þættina í dómi. Á TikTok má sömuleiðis sjá fjölda myndbanda af efins foreldrum sem hafa heillast af þáttunum eftir að hafa séð þá gegnum börn sín. @officialchrismann Kids movies these days have some straight bangerzzzz 🥷🔥👏📣 Have you been hooked yet??? #kpop #kpopdemonhunters #huntrix #golden #relatable #funny #comedy #parenting #dadlife #momlife #momsoftiktok #dadsoftiktok #kidsmovies ♬ original sound - Chris Mann @dadswhotravel K-pop Demon Hunters was fire in the Love-Wolak household! @Netflix #kpopdemonhunters #kpop ♬ original sound - DadsWhoTravel Núþegar eru viðræður hafnar um gerð framhaldsmyndar þannig að við eigum greinilega von á meira kóresku poppi á vinsældalistunum næstu misserum.
Bíó og sjónvarp Tónlist Suður-Kórea Netflix Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Sjá meira