Innlent

Upp­sagnir vegna veiði­gjalda, ham­farakólnun og fagnaðar­læti Flokks fólksins

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12. 
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12. 

Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gerir ráð fyrir að fleiri fyrirtæki þurfi að ráðast í uppsagnir á næstunni vegna hækkunar veiðigjalda, líkt og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum gerði fyrir helgi. Mikilvægt sé að halda fiskvinnslunum hér á landi.

Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Við heyrum einnig af breytingum í veltihringrás Atlantshafsins af sökum loftslagsbreytinga, sem sérfræðingur segir að geti valdið því að hringrás Golfstraumsins rofni og verulega kólni á Íslandi.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 31. ágúst 2025

Þá verður rætt við þingmann Flokks fólksins, sem fagnar því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi skipt um þingflokksformann, við verðum á skógræktarþingi í Borgarfirði og heyrum afar góðar fréttir af veðurhorfum næstu daga á höfuðborgarsvæðinu.

Í sportinu verður farið um víðan völl, hitað upp fyrir leik strákanna okkar gegn Póllandi á EM í körfubolta, rýnt í stöðuna í Bestu deild karla þar sem heil umferð fer fram í dag, og spáð í spilin fyrir stórleik helgarinnar í enska boltanum.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar í beinni útsendingu á Bylgjunni og Vísi á slaginu 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×