Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Smári Jökull Jónsson skrifar 1. september 2025 12:13 Sérstök áhersla verður lögð á andlega líðan eldri fólks í Gulum september. Vísir/Magnús Gulur september hefst í dag en það er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Í ár verður sérstök áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem verkefnastjóri hjá Landlækni segir síður leita sér hjálpar en þau sem yngri eru. Verkefnið hefst í dag með opnunarviðburði þar sem landlæknir, borgarstjóri og forseti Íslands taka þátt. Því var fyrst hrundið af stað árið 2023 en árstíminn er valinn þar sem Alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga er þann 10. september og Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn 10. október. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Anna Margrét Bjarnadóttir verkefnastjóri Guls september hjá embætti Landlæknis segir mikilvægt að styðja við þá sem glíma við andlega vanlíðan og geðrænar áskoranir. „Sem betur fer hefur umræðan opnast mjög mikið á Íslandi síðustu 20-30 ár en það er því miður þannig að það er oft skömm að ræða þessi mál og þess vegna viljum við líka styðja við aðra,“ sagði Anna Margrét í samtali við fréttastofu Sýnar. „Að styðja við aðstandendur sem hafa misst í sjálfsvígi, það er mjög mikilvægt og hluti af sjálfsvígsforvörnum að styðja við þá.“ Andleg líðan eldra fólks sé falið vandamál Í ár verður sérstök áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks. Anna Margrét segir að tölur frá Píetasamtökunum sýni að eldri kynslóðir leiti sér síður hjálpar en þær yngri. „Við í undirbúningshópnum ræddum það í byrjun árs að okkur fannst lítið rætt um andlega líðan eldra fólks og þetta væri kannski svolítið falið. Þess vegna vildum við leggja áherslu á þetta í ár.“ Hún segir áskoranir þessa hóps vera margþættar. „Það getur verið einmanaleiki, félagsleg einangrun. Einnig líka sorgin eftir ástvinamissi og það er eitt af fræðsluerindunum í mánuðinum að ræða það. Og hvernig er hægt að bæta andlega líðan á eldri árum.“ „Klárlega þarf að bæta þjónustu víða“ Undanfarna daga hefur umræða um sjálfsvíg verið töluverð og ekki síst geðheilbrigðisþjónustu úti á landi. Ung kona á Fáskrúsfirði féll fyrir eigin hendi í vikunni eftir langvarandi baráttu við andleg veikindi og fíknivanda. „Sem betur fer er aðgengi að sálfræðingum orðið meira en það var fyrir 10-15 árum en það er mismunandi eftir hverri og einni heilsugæslu til dæmis og klárlega þarf að bæta þjónustu víða,“ segir Anna Margrét. „Sem betur fer er víða hjálpa að fá og það eru úrræði hjá Rauða krossinum, Heilsuveru og auðvitað Píetasamtökunum og þar er síminn opinn allan sólarhringinn. Það er líka hægt að fá aðstoð í gegnum netið og inni á heimasíðunni okkar,“ en heimasíðan gulurseptember.is opnaði nýverið. Geðheilbrigði Eldri borgarar Félagasamtök Embætti landlæknis Heilbrigðismál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Verkefnið hefst í dag með opnunarviðburði þar sem landlæknir, borgarstjóri og forseti Íslands taka þátt. Því var fyrst hrundið af stað árið 2023 en árstíminn er valinn þar sem Alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga er þann 10. september og Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn 10. október. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Anna Margrét Bjarnadóttir verkefnastjóri Guls september hjá embætti Landlæknis segir mikilvægt að styðja við þá sem glíma við andlega vanlíðan og geðrænar áskoranir. „Sem betur fer hefur umræðan opnast mjög mikið á Íslandi síðustu 20-30 ár en það er því miður þannig að það er oft skömm að ræða þessi mál og þess vegna viljum við líka styðja við aðra,“ sagði Anna Margrét í samtali við fréttastofu Sýnar. „Að styðja við aðstandendur sem hafa misst í sjálfsvígi, það er mjög mikilvægt og hluti af sjálfsvígsforvörnum að styðja við þá.“ Andleg líðan eldra fólks sé falið vandamál Í ár verður sérstök áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks. Anna Margrét segir að tölur frá Píetasamtökunum sýni að eldri kynslóðir leiti sér síður hjálpar en þær yngri. „Við í undirbúningshópnum ræddum það í byrjun árs að okkur fannst lítið rætt um andlega líðan eldra fólks og þetta væri kannski svolítið falið. Þess vegna vildum við leggja áherslu á þetta í ár.“ Hún segir áskoranir þessa hóps vera margþættar. „Það getur verið einmanaleiki, félagsleg einangrun. Einnig líka sorgin eftir ástvinamissi og það er eitt af fræðsluerindunum í mánuðinum að ræða það. Og hvernig er hægt að bæta andlega líðan á eldri árum.“ „Klárlega þarf að bæta þjónustu víða“ Undanfarna daga hefur umræða um sjálfsvíg verið töluverð og ekki síst geðheilbrigðisþjónustu úti á landi. Ung kona á Fáskrúsfirði féll fyrir eigin hendi í vikunni eftir langvarandi baráttu við andleg veikindi og fíknivanda. „Sem betur fer er aðgengi að sálfræðingum orðið meira en það var fyrir 10-15 árum en það er mismunandi eftir hverri og einni heilsugæslu til dæmis og klárlega þarf að bæta þjónustu víða,“ segir Anna Margrét. „Sem betur fer er víða hjálpa að fá og það eru úrræði hjá Rauða krossinum, Heilsuveru og auðvitað Píetasamtökunum og þar er síminn opinn allan sólarhringinn. Það er líka hægt að fá aðstoð í gegnum netið og inni á heimasíðunni okkar,“ en heimasíðan gulurseptember.is opnaði nýverið.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Geðheilbrigði Eldri borgarar Félagasamtök Embætti landlæknis Heilbrigðismál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira