Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. september 2025 13:30 Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata með samsstarfssamning meirihlutans í höndunum þegar hann var kynntur í mars síðastliðnum. Vísir/Vilhelm Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir meirihlutann hafa sett endurbætur í skiptistöð Strætó í Mjódd í Breiðholti rækilega á dagskrá. Stýrihópur hafi verið stofnaður vegna málsins og segir formaðurinn gagnrýni varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um seinagang vera frasapólitík. Helgi Áss Grétarson varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í kvöldfréttum Sýnar í gær að ástand skiptistöðvar Strætó í Mjódd væri með öllu óásættanlegt og niðurlægjandi fyrir Breiðholt. Hellur séu brotnar og illa farnar fyrir utan húsið, gólf í stöðinni illa farin og blaut og klósett í slæmu ásigkomulagi. Rekstur stöðvarinnar var boðinn út fyrir tveimur árum en enginn rekstraraðili fundist. Þegar unnið að úrbótartillögum Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir rétt að vinna þurfi úrbætur á skiptistöðinni. Meirihlutinn hafi samþykkt heildarendurskoðun á Mjóddinni í mars síðastliðnum. „Og ákveðinn stýrihópur hefur verið skipaður um þessa vinnu og það er unnið að úrbótatillögum að umhverfi biðstöðvarinnar, því ég er alveg sammála að það er ekki fullnægjandi og við sögðum það strax í febrúar og mars þegar við kynntum nýjan meirihluta að við ætluðum að setja þetta rækilega á dagskrá því Mjóddin á betra skilið og Breiðholtið á betra skilið og okkur þykir vænt um þetta hverfi og viljum halda vel utan um það.“ Stefnt sé að því að stýrihópurinn skili tillögum um úrbætur til lengri og skemmri tíma hið fyrsta, sem byggi meðal annars á samráði við íbúa. Helgi sagði í kvöldfréttum í gær að ekki væri nóg að stofna stýrihóp, grípa yrði strax til skýrra aðgerða. Dóra segir ekki hægt að vinna málið öðruvísi. Ekki bara hægt að kasta út frösum „Það er einhver sem þarf að gera hlutina. Og það er alveg hægt að kasta út einhverjum frösum um að hlutirnir gangi ekki hratt og það sé ekki nóg að skipa einhverja hópa. Þá spyr ég bara Helga sömuleiðis: Hvernig á að vinna vinnuna, ætlar hann sjálfur að gera þetta? Það er okkar hlutverk kjörinna fulltrúa að setja stefnuna, móta leiðina og svo gerast hlutirnir. Það er þannig sem við stýrum borginni.“ Ekki sé hægt að hlaupa til og gera bara eitthvað. Vinna þurfi málið skipulega. „Af yfirvegun, taka réttar ákvarðanir, og fara vel með fé. Það er bara ábyrgðarhluti. Það er alltaf hægt að kasta einhverjum frösum út í pólitíska umræðu og vona að þeir festist og hljómi vel en við vinnum ekki þannig. Við vinnum á ábyrgan hátt, förum vel með fé og tíma og við tökum réttar ákvarðanir og það þarf að gera það faglega, ekki bara byggt á einhverjum frösum.“ Reykjavík Samgöngur Strætó Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Helgi Áss Grétarson varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í kvöldfréttum Sýnar í gær að ástand skiptistöðvar Strætó í Mjódd væri með öllu óásættanlegt og niðurlægjandi fyrir Breiðholt. Hellur séu brotnar og illa farnar fyrir utan húsið, gólf í stöðinni illa farin og blaut og klósett í slæmu ásigkomulagi. Rekstur stöðvarinnar var boðinn út fyrir tveimur árum en enginn rekstraraðili fundist. Þegar unnið að úrbótartillögum Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir rétt að vinna þurfi úrbætur á skiptistöðinni. Meirihlutinn hafi samþykkt heildarendurskoðun á Mjóddinni í mars síðastliðnum. „Og ákveðinn stýrihópur hefur verið skipaður um þessa vinnu og það er unnið að úrbótatillögum að umhverfi biðstöðvarinnar, því ég er alveg sammála að það er ekki fullnægjandi og við sögðum það strax í febrúar og mars þegar við kynntum nýjan meirihluta að við ætluðum að setja þetta rækilega á dagskrá því Mjóddin á betra skilið og Breiðholtið á betra skilið og okkur þykir vænt um þetta hverfi og viljum halda vel utan um það.“ Stefnt sé að því að stýrihópurinn skili tillögum um úrbætur til lengri og skemmri tíma hið fyrsta, sem byggi meðal annars á samráði við íbúa. Helgi sagði í kvöldfréttum í gær að ekki væri nóg að stofna stýrihóp, grípa yrði strax til skýrra aðgerða. Dóra segir ekki hægt að vinna málið öðruvísi. Ekki bara hægt að kasta út frösum „Það er einhver sem þarf að gera hlutina. Og það er alveg hægt að kasta út einhverjum frösum um að hlutirnir gangi ekki hratt og það sé ekki nóg að skipa einhverja hópa. Þá spyr ég bara Helga sömuleiðis: Hvernig á að vinna vinnuna, ætlar hann sjálfur að gera þetta? Það er okkar hlutverk kjörinna fulltrúa að setja stefnuna, móta leiðina og svo gerast hlutirnir. Það er þannig sem við stýrum borginni.“ Ekki sé hægt að hlaupa til og gera bara eitthvað. Vinna þurfi málið skipulega. „Af yfirvegun, taka réttar ákvarðanir, og fara vel með fé. Það er bara ábyrgðarhluti. Það er alltaf hægt að kasta einhverjum frösum út í pólitíska umræðu og vona að þeir festist og hljómi vel en við vinnum ekki þannig. Við vinnum á ábyrgan hátt, förum vel með fé og tíma og við tökum réttar ákvarðanir og það þarf að gera það faglega, ekki bara byggt á einhverjum frösum.“
Reykjavík Samgöngur Strætó Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira