„Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. september 2025 12:18 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík og fyrrverandi borgarstjóri, er ekki hrifinn af ummælum sem þingmaður Miðflokksins lét falla í sjónvarpsviðtali í gær. Vísir Borgarstjórnarflokkur Framsóknar hyggst leggja til að borgarstjórn samþykki ályktun á fundi sínum í dag þar sem borgin harmi ummæli sem Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, lét falla í Kastljósi Ríkisútvarpsins í gær. Oddviti flokksins og fyrrverandi borgarstjóri segir fólk sem hafi uppi slík ummæli og viðhorf eigi ekkert erindi í stjórnmál. Framsóknarflokkurinn hefur óskað eftir að tillagan verði tekin á dagskrá borgarstjórnarfundar með afbrigðum, en fundurinn hófst klukkan tólf í hádeginu og hefur tillagan ekki komið til umræðu enn þegar þetta er skrifað. „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu í baráttu þess fyrir því að njóta jafnrar stöðu, virðingar og sjálfsagðra mannréttinda. Borgarstjórn fordæmir hverskyns fordóma og mismunum og leggur áherslu á að slík sjónarmið eigi ekki að líðast hjá þeim sem koma að opinberri stefnumótun og sérstaklega ekki þegar kemur að málefnum barna og ungmenna,“ segir meðal annars í ályktuninni sem birt hefur verið á Facebook-síðu Framsóknar í Reykjavík. Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins og fyrrverandi borgarstjóri, segir í samtali við Vísi að hann voni að ályktunin verði samþykkt í borgarstjórn. „Við erum með fjölda barna og ungmenna sem eru hluti af hinsegin samfélaginu, trans börn, og þetta er hópur sem þarf á eindregnum stuðningi borgarinnar og stjórnmálastéttarinnar að halda. Við viljum bara árétta það að við stöndum með mannréttindum þeirra og hnykkjum á því að þeir sem eru haldnir fordómum, þeir eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun og sérstaklega ekki þegar kemur að málefnum barna og ungmenna,“ segir Einar. Einar og félagar hans í borgarstjórnarflokki Framsóknar bætist þannig í hóp fjölmargra annarra sem gagnrýnt hafa ummæli Snorra sem vakið hafa mikil viðbrögð. Átt þú von á þverpólitískum stuðningi við þessa ályktun? „Ég vona það, ég held að þessi sjónarmið séu ekki í borgarstjórn, þau séu ekki að finna þar, og það er bara gott að við sameinumst um stuðning við þennan hóp sem ér finnst mikilvægt að stjórnmálastéttin tali skýrt til. Og stjórnmálaflokkar eins og Miðflokkurinn, að hann skuli ekki bregðast við þessum ummælum, svarar þessu og samþykkir málflutning þingmannsins með þögn sinni, hann á ekkert erindi til dæmis í borgarstjórn,“ segir Einar. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Hinsegin Mannréttindi Málefni trans fólks Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hefur óskað eftir að tillagan verði tekin á dagskrá borgarstjórnarfundar með afbrigðum, en fundurinn hófst klukkan tólf í hádeginu og hefur tillagan ekki komið til umræðu enn þegar þetta er skrifað. „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu í baráttu þess fyrir því að njóta jafnrar stöðu, virðingar og sjálfsagðra mannréttinda. Borgarstjórn fordæmir hverskyns fordóma og mismunum og leggur áherslu á að slík sjónarmið eigi ekki að líðast hjá þeim sem koma að opinberri stefnumótun og sérstaklega ekki þegar kemur að málefnum barna og ungmenna,“ segir meðal annars í ályktuninni sem birt hefur verið á Facebook-síðu Framsóknar í Reykjavík. Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins og fyrrverandi borgarstjóri, segir í samtali við Vísi að hann voni að ályktunin verði samþykkt í borgarstjórn. „Við erum með fjölda barna og ungmenna sem eru hluti af hinsegin samfélaginu, trans börn, og þetta er hópur sem þarf á eindregnum stuðningi borgarinnar og stjórnmálastéttarinnar að halda. Við viljum bara árétta það að við stöndum með mannréttindum þeirra og hnykkjum á því að þeir sem eru haldnir fordómum, þeir eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun og sérstaklega ekki þegar kemur að málefnum barna og ungmenna,“ segir Einar. Einar og félagar hans í borgarstjórnarflokki Framsóknar bætist þannig í hóp fjölmargra annarra sem gagnrýnt hafa ummæli Snorra sem vakið hafa mikil viðbrögð. Átt þú von á þverpólitískum stuðningi við þessa ályktun? „Ég vona það, ég held að þessi sjónarmið séu ekki í borgarstjórn, þau séu ekki að finna þar, og það er bara gott að við sameinumst um stuðning við þennan hóp sem ér finnst mikilvægt að stjórnmálastéttin tali skýrt til. Og stjórnmálaflokkar eins og Miðflokkurinn, að hann skuli ekki bregðast við þessum ummælum, svarar þessu og samþykkir málflutning þingmannsins með þögn sinni, hann á ekkert erindi til dæmis í borgarstjórn,“ segir Einar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Hinsegin Mannréttindi Málefni trans fólks Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira